Nicolas Hulot, umhverfisráðherra Frakklands þar til í dag, þriðjudag, sagði af sér í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni france inter. Hulot hefur verið þekktur baráttumaður á sviði umhverfisverndar frá því um 1990.
Hulot sagðist, í beinu útsendingunni á þriðjudag, standa frammi fyrir því að vera hans í ríkisstjórninni feli í sér blekkingu sem hann vilji ekki taka þátt í, þá að stjórnvöld séu að gera nóg til að sporna við hnatthlýnun, sem sé ekki raunin.
„Ég vil ekki ljúga að sjálfum mér lengur,“ sagði Hulot í viðtalinu. „Ég vil ekki að þátttöku minni í þessari ríkisstjórn sé tekið til marks um að við séum að gera nóg til að tækla þessa áskorun“ – það er hnatthlýnun. „Því tek ég þá ákvörðun að stíga úr ríkisstjórninni.“
Er þér alvara, spurði þáttastjórnandi. „Já, mér er alvara,“ svaraði Hulot, eins og sjá má á meðfylgjandi upptöku. Hulot greindi ennfremur frá þeirri upplifun sinni að skref fyrir skref féllist hann á frekari og frekari málamiðlanir og aðlögun að stefnu stjórnvalda, á sama tíma og hnöttin sé að breytast í sánu.