Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Plastlaus september hefst í ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag

$
0
0

Næstkomandi laugardag, 1. september verður, haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur opnunarhátíð átaksins Plastlaus september. Átakið er nú haldið í annað sinn, í því augnamiðið að vekja fólk til meðvitundar um vandann sem stafar af plastmengun. Umhverfisráðherra setur átakið og sendiherra ESB á Íslandi mun segja frá stefnu sambandsins í plastmálum. Á opnunarhátíðinni verður einnig „pop-up markaður með umhverfisvænum vörum, auk kynninga og fræðslu“ frá kl. 12 til 16. Aðgangur er ókeypis, allir hjartanlega velkomnir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá grasrótarsamtökunum Plastlaus september. Þar segir að gríðarlegt magn af einnota plasti falli til frá almenningi og atvinnulífinu á hverjum degi. Stór hluti þess endi í umhverfinu, þar með talið í hafinu, og hafi skaðleg áhrif á lífríkið.

Meðlimir samtakanna eru sagðar „konur með ólíka menntun og reynslu úr atvinnulífinu, en brennandi áhuga á málefninu, sem og umhverfisvernd almennt“. Samstarfsaðilar átaksins í ár eru m.a. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Arion banki, Landvernd, Sendinefnd ESB á Íslandi og bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar um átakið og opnunarhátíðina má finna á vef Plastlauss septembers.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283