Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Halógenperur bannaðar í Evrópu frá og með 1. september

$
0
0

Á laugardag, 1. september, tekur gildi bann við halógenperum á neytendamarkaði innan Evrópusambandsins. Með því að skipta út halógen-perum fyrir LED-perur, sem á íslensku eru iðulega nefndar sparperur, er sagt að megi spara orku sem samsvarar rekstri 11 milljón heimila eða 10 milljón meðalstórra bíla innan ríkja sambandsins.

Liðinn er áratugur frá því að Evrópusambandið bannaði glóperur, sem voru að mestu horfnar úr sölu innan sambandsins fjórum árum síðar, eða 2012. Forsenda ákvörðunarinnar var sá orkuspoarnaður sem felst í nýrri gerðum ljósapera, sparperum, sem notast við LED-tækni.

Glóperubannið gekk í gildi á Íslandi árið 2012. Nokkur fjöldi fólks var mótfallinn þeirri breytingu á sínum tíma, og sagðist ekki kunna við birtuna af nýju perunum. Á Íslandi fór Vigdís Hauksdóttir þar fremst í flokki og sagðist hafa orðið sér úti um birgðir af glóperum til næstu 25 til 30 ára.

Í frétt DW af nýju skiptunum kemur fram að lítillar andúðar virðist gæta í þetta sinn, fólk virðist ekki bundið halógen-perum jafn sterkum tilfinningalegum böndum og glóperunum áður. Enginn stjórnmálamaður, íslenskur eða erlendur, hefur lýst yfir ásetningi um að hamstra halógenperur svo vitað sé.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283