Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sögulegt sakleysi Norðmanna er ranghugmynd, segir mannfræðingur

$
0
0

Í grein sem birtist á þriðjudag, á vefmiðlinum Africasacountry, gagnrýnir norski mannfræðingurinn Sindre Bangstad ríkjandi hugmyndir Norðmanna um sakleysi landsins í sögulegu samhengi. Hann nefnir opnugrein eftir Sylo Taraku, rithöfund með tengsl við flokk sósíal-demókrata, sem birtist í Morgenbladet í síðastliðnum júní, þar sem Taraku skrifar meðal annars:

„í samanburði við Þýskaland og nokkur önnur lönd þurfa Norðmenn ekki að skammast sín fyrir sögu sína. Noregur var aldrei nýlenduveldi og við höfum aldrei framið alvarlega stríðsglæpi.“

Bangstad biður lesendur að hafa eftirfarandi í huga:

„Þrátt fyrir að Noregur hafi verið undir yfirráðum Dana á þeim tíma, tóku Norðmenn þátt í dansk-norsku þrælasölunni, sem fólst í flutningi um 100.000 afrískra þræla frá vesturströnd Afríku til Dönsku Vestur-Indía, á tímabilinu frá 1626 til 1825. Dansk-norskir lútherskir biskupar á við Erik Pontoppidan (1698–1764), sem var biskup í mínum heimabæ, Bergen, á vesturströnd Noregs, varði dansk-norska þrælkun afrískra á hinni svokölluðu gullströnd Afríku (nú Gana) á þeim forsendum að það væri „óendanlega mikið betra“ fyrir Afríkubúa að vera þrælar undir kristnum en að vera „bara“ frjálsir heiðingjar.“

Kvennablaðið fjallaði í apríl um afhjúpun styttu í Kaupmannahöfn af Queen Mary, leiðtoga þrælauppreisna í umræddum nýlendum Danmerkur. Þrælahald á eyjunum var ekki formlega afnumið fyrr en árið 1848. Eyjarnar voru loks seldar Bandaríkjunum árið 1917, eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð þeirra sem haldin var í Danmörku, án þátttöku eyjaskeggja sjálfra.

Meðal nýlegri viðburða vísar Bangstad til landnáms Noregs á Grænlandi og hrottafenginna aðferða og rasískra sjónarmiða við að ráða niðurlögum uppreisna Sama á 8. áratugnum.

Bangstad segir núverandi ríkisstjórn Noregs, samsteypustjórn íhaldsflokksins og hins hægri-popúlíska „Framfaraflokks“, vera þá hægrisinnuðustu síðan í síðari heimsstyrjöld.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283