Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sá yðar sem syndlaus er…

$
0
0

Kvennablaðið náði tali af Guðna Ágússyni sem er um þessar mundir á ferðalagi um landið. Guðni var eins og allir vita orðaður við oddvitasæti Framsóknarflokksins.

Hver er skoðun þín Guðni, á þeim ummælum oddvita Framsóknar í borginni að á meðan á Íslandi er þjóðkirkja þá ætti ekki að úthluta múslimum lóðum undir tilbeiðsluhús?

“Eina sem ég vil um þetta segja er að að það eru lög í þessu landi og að lögum skal fara.”

Nú hefur Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagt að að atburðarrásin í svokölluðu moskumáli hafi verið úthugsað herbragð, telur þú að svo sé?

“Það er fjarstæðukennt.”

Var þessi afstaða rædd þegar þú varst í viðræðum um að bjóða þig fram sem oddvita í Reykjavík?

“Nei, aldrei nokkurn tímann hvorki í mínum hópi né af nokkrum forystumönnum flokksins.”

Í lok viðtalsins vildi Guðni koma að örfáum orðum um Sveinbjörgu nýskipaðan oddvita Framsóknarflokksins sem hann sagðist þó ekki þekkja mikið.

“Í þeirri öfgafullu umræðu sem hefur spunnist af ummælum Sveinbjargar sem snerust um skipulagsmál í upphafi að því mér heyrðist, hefur farið að stað óvægin umræða sem hefur snúist upp í rasistaumræðu og ákúrur á hendur Sveinbjörgu.

Ég segi eins og Frelsarinn um bersyndugu konuna forðum: “Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.”

Ljósmynd af Guðna er skjáskot af bókarkápu bókar hans, Guðni – Léttur í lund.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283