Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hvað er rétta sláttuvélin fyrir þig?

$
0
0

Nokkur atriði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar kemur að því að velja sér sláttuvél. Hvernig garð ætlar þú að slá með henni? Hversu stór er hann? Og hvernig er lagið á honum? Er mikið um brekkur og skúmaskot eða er hann kannski bara alveg flatur? Það er um að gera að kynna sér grunngerðir sláttuvéla áður en þú skuldbindur þig.

Handsláttuvél

Hentar vel fyrir litla einfalda garða eða þar sem erfitt er að komast í rafmagn. Góð og yfirleitt frekar ódýr lausn.

ALC-1815-18

Kostir: Slær mjög lágt og gefur af sér fallega flöt. Engin snúra, enginn hávaði og svo er þetta fín líkamsrækt í þokkabót. Handsláttuvélin er auðveld og plásslítil í geymslu og þarfnast lítils viðhalds.

Gallar: Ræður ekki við hátt gras eða stórar flatir og getur látið illa í brekkum.

Rafmagnsorf

Hentar vel í garða með miklum brekkum og flókinni hönnun. Lítur  vígalega út og er frábær fylgihlutur.

GT-S_1000_

Kostir: Er mjög auðvelt að stjórna og því gott til snyrtingar á smáum svæðum sem krefjast nákvæmni. Tekur einnig vel gróft gras sem aðrar sláttuvélar ráða ekki við.

Gallar: Hentar ekki vel fyrir stóra slátta og getur gefið ójafna áferð á grasinu ef því er ekki vel stjórnað. Þarf að láta hugsa soldið vel um sig, mikilvægt að þrífa og smyrja milli notkunar. Snúra í eftirdragi gæti verið til trafala.

Bensínorf

Hentar vel í gróf sumarbústaðarlönd og í stórar brekkur.

Kawasaki orf 48

Kostir: Státar af því að geta komist á staði sem mjög erfitt er að ná til og fæstar sláttuvélar komast á. Getur verið mjög kraftmikið (fer eftir stærð) og stendur sig eins og hetja í erfiðum aðstæðum þar sem mikið er um hóla og hæðir og grasið er mjög gróft. Því þykkara sem bandið í orfinu er, því meira tekur það. Einnig hægt að fá hnífa til að ráða við sinu, njóla, lúpínu og fleira.

Gallar: Mengar og er með læti. Er líka tímafrekt í viðhaldi og þarf að smyrja reglulega. Þarf að passa að þrífa og tæma bensínið fyrir veturinn og láta vélina ganga út. Hún geymist best hangandi á vegg með mótorinn upp.

Bensínsláttuvél

Hentar vel í stóra einfalda garða, sem og flöt sumarbústaðarlönd.

5-5HP-163cc-Gas-Lawn-Mower-Cutting-Width-20-Inches-LF313-

Kostir: Kraftmikil og hraðvirk, ræður við hátt gras og stórar flatir. Engin snúra í eftirdragi sem veitir ákveðið frelsi. Nokkrar stærðir í boði, fara eftir stærð garðsins við val.

Gallar: Ræður illa við halla, hámark 25 gráður. Nokkuð flókin í umhirðu og viðhaldi. Mikilvægt að skipta reglulega um olíu. Fyrir veturinn er nauðsynlegt að tæma bensínið og láta vélina ganga þar til hún deyr. Þá þarf að þrífa þær mjög vel og smyrja og geyma standandi á fjórum fótum. Alls ekki geyma hallandi upp að vegg eða hangandi.

Rafmagnssláttuvél

Hentar vel í millistóra garða, með nokkuð flókinni hönnun.

earthwise-18-inch-12-amp-electric-lawn-mower-eartheasy

Kostir: Er yndislega eiguleg, einföld og þægileg í notkun. Mjög létt og þægileg í brekkum og auðveld til að smeygja á milli. Þarf lítið viðhald og má geyma hengda upp á vegg.

Gallar: Snúra í eftirdragi sem leiðir til ákveðins flækjustigs. Kemst ekki yfir mikið svæði og er nokkuð seinfarnari en bensínvél (ræður ekki við mikið meira en 400fm grasflöt á þægilegum tíma). Þó er hægt að velja um nokkra stærðaflokka, því stærri, því hraðari.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283