Núna í júní stendur yfir sumarmarkaður í leikskólanum Laufásborg, laufásvegi 53-55 þar sem ýmis varningur er seldur til styrktar hjálparsamtökunum Sól í Tógó og rennur allur ágóði óskiptur til heimilisins og barnanna þar.
Grein um Sól í Tógó eftir Gunnar Smára Egilsson er hægt að lesa hér.
Þetta eru afskaplega fallegar vörur og tilvaldar sumargjafir. Ekki er verra að vita til þess að ágóðinn rennur til þessa góða málefnis. Hér er smá sýnishorn af því sem er til sölu en við hvetjum ykkur endilega til að koma við á Laufásborg í júní alla virka daga á milli 8.00 til 16.45 og skoða úrvalið.
Þessir flottu bolir eru hannaðir af Hugrúnu og Magna sem eru betur þekkt sem tvíeykið á bak við Kron Kron. Það eru teikningar eftir börnin á Laufásborg sem prýða bolina.