Hróður hárumhirðumerkisins Moroccanoil hefur borist víða um heim og ekki af ástæðulausu. Vörurnar njóta gríðarlegra vinsælda hér á landi og eru fáanlegar á mörgum, ef ekki langflestum hárgreiðslustofum. Vinsælasta varan frá þeim er hárolían sem dyggir notendur elska og fagfólkið lofar í hástert. Listrænn stjórnandi hins sigursæla fyrirtækis er Antonio Corral Calero, hárgreiðslumeistari frá Barcelona.
Hann lærði hjá Luis Llongueras, fyrirmynd sinni í hárhönnun og segir að þar hafi hann lært að nota sköpunargáfu sína í starfi. Áður en langt var um liðið var hann farinn að ferðast víða um heim og vinna fyrir stór merki eins og Yves Saint Laurent, MAC og Lise Watier. Hann settist síðan að í Montreal í Kanada til þess að vinna fyrir Moroccanoil.
Síðan þá hefur ötul vinna Calero skilað honum enn stærri verkefnum. Hann vinnur við sýningar hjá tískurisum á borð við Carolina Herrera, Badgley Mischka, Just Cavalli, Catherine Malandrino og Rachel Zoe. Hann er einnig duglegur að styðja við og vinna fyrir unga og upprennandi hönnuði. Hann sækir einnig viðburði um heiminn allan fyrir hönd Moroccanoil. Calero miðar að því að einfalda líf kúnnans með vörum frá Moroccanoil á sama hátt og þær einfalda vinnu fagfólksins; Með því að bjóða upp á vöru sem virkar út daginn og er alltaf áreiðanleg. Í þessu viðtali deilir Calero leyndarmálum sínum um hárumhirðu.
Hver eru helstu merkin um að hárið sé ofþornað?
„Augljós merki um að hárið sé ofþornað eru: úfið, rafmagnað og brothætt hár. Þegar hárið skortir raka eru einkennin rafmagnað og viðkvæmt hár. Þetta eru allt einkenni sem þú þarft að vera meðvituð um og meðhöndla sem fyrst til að koma í veg fyrir ofþornun.“
Hvað orsakar rakatap í hári?
„Umhverfisþættir (mengun, sól /UV geislum, etc.), efnameðhöndlanir (litun, keratin, etc.) og sterk sjampó eru helstu ástæður fyrir ofþornun og rakatapi. Of mikið af ofantöldu brýtur niður verndarhlíf hársins (cuticle) ásamt náttúrulegum olíum hársins, sem veldur því að lög hársins aðskiljast og flagna af. Það skilur hárið eftir varnalaust, þurrt og viðkvæmt.“
Hvaða vöru mælir þú með til að viðhalda rakastigi hársins?
„Fyrir daglega rakanæringu mæli ég með Moroccanoil Treatment eða Moroccanoil Treatment Light fyrir fíngert hár ásamt Moroccanoil Hydrating Styling Cream. Sem grunnur fyrir hvaða hár sem er mun argan olían í Moroccanoil Treatment’s vera andoxandi fyrir hárið. Auk mun hin ríka formúla umbreyta og lagfæra hárið með því að fylla uppí göt í verndarlagi hársins sem orskast af rakatapi. Slík meðferð gefur hárinu glans, djúpnærir og skilar sér í frizz-free, heilbrigðu og djúpnærðu hári. Hún blandast fullkomlega með Moroccanoil Hydrating Styling Cream, léttri leave-in næringu sem djúpnærir hárið auk þess sem það heldur hárinu í skefjum en gerir það þó meðfærilegt. Þegar þetta er gert áður en hárið er mótað verður það umsvifalaust fullt af raka og með frábæra vörn gegn umhverfisþáttum sem orsaka rakatap.“
Er einhver sérstök formula sem þú notar daglega eða vikulega til að viðhalda rakastigi hársins?
„Sem viðbót við daglega rakanæringu mæli ég með því að bæta við hármaska einu sinni í viku. Þessi viðbót mun skila hárinu djúpnærðu og endurheimta mikilvæga eiginleika þess eins og áferð, teygjanleika, meðfærileika og glans. Fyrir þykkt og gróft hár mæli ég með Moroccanoil Intense Hydrating Mask, og fyrir fíngert/lint hár mæli ég með Moroccanoil Weightless Hydrating Mask. Fyrir sérstaklega þurrt hár má nota maskana tvisvar sinnum í viku fyrstu tvær vikurnar og minnka svo niður í eitt skipti á viku þegar ástand hársins fer batnandi. Ef þú ert með þurran hársvörð mæli ég með því að bæta við Moroccanoil Dry Scalp Treatment inn í vikulegu rútínuna. Það mun vinna á ójafnvægi hársvarðarins, minnka ertingu, kláða, þurrk og flösu og endurnæra hárið frá rót til enda.“
Hversu oft mælir þú með hárþvotti til að viðhalda og auka rakastig hársins?
„Það er misjafnt eftir hárgerðum og daglegri rútínu fólks en flestir þurfa ekki að þvo hár sitt daglega (nema íþróttatýpur sem fara í ræktina daglega). Hárþvottur annan hvern dag er ákjósanlegri kostur fyrir flesta, og ávallt skal nota milt og sulfate-free sjampó, eins og Moroccanoil Hydrating Shampoo ásamt Moroccanoil Hydrating Conditioner, til að hár og hársvörður haldi rakastigi sínu.“
Hvað er auðvelt að gera og fyrirhafnalítið til að láta hárið líta vel út dagsdaglega í stað þess að blása það á hverjum degi?
„Gefðu hárinu hvíld frá rakatapi af völdum hitatækja og veldu glænýtt og sjóðheitt útlit beint af tískupöllunum– the “wet look”, fiskifléttu eða messy-hnút. Notaðu Moroccanoil Treatment eftir hárþvott til að hemja úfning og rafmagn.“
Ef ég vil nota hitatæki í hárið mitt, hvaða fyrirbyggjandi aðferðir get ég notað til að koma í veg fyrir þurrkun í hári?
„Það er nauðsynlegt að vernda hárið í hvert skipti sem þú notar hitatæki, annars getur hárið orðið viðkvæmt, orðið fyrir miklu rakatapi og jafnvel skemmdum. Með því að nota Moroccanoil Heat Styling Protection myndast hitahlíf utan um hárið sem dregur í sig mesta hitann svo hárið verði fyrir sem minnstum skemmdum. Útkoman er heilbrigt og náttúrulega fallegt hár með langvarandi gljáa.“
Hverju mælir þú með til að halda hárinu rakanærðu í sólinni til lengri tíma?
„Eitt af mínum uppáhalds efnum til að vernda og rakanæra hárið á sólríkum dögum er Moroccanoil Glimmer Shine. Það er lokaáferða efni sem endurspeglar sólarljós, gefur fallega glansandi áferð og verndar hárið gegn umhverfisþáttum sem valda rakatapi eins og sól, söltu vatni og klór.“
Fyrir litað hár, hvernig er best að halda því vel rakanærðu?
„Þegar hár er litað þá er það óvarið fyrir kemískum efnum og skemmdum. Þú getur komið í veg fyrir það með því að nota Moroccanoil Treatment— það mun ekki hafa áhrif á litunina. Áður en litur er borinn í hárið skaltu biðja hárfagmanninn að bera Moroccanoil Treatment í hárið eða blanda því útí litaformúluna . Þetta er frábært ráð til vernda hár og hársvörð, ásamt því að gefa jafnari útkomu.“
Er munur á þurrum endum og klofnum endum?
„Þurrir endar geta orsakast af mörgum þáttum s.s ( hitatækjum, umhverfisþáttum, etc) á meðan klofnir endar verða til í viðkvæmu hári sem klofnar auðveldlega. Eina leiðin til að lagfæra klofna hárenda er að klippa þá burt en þurra enda er hægt að lagfæra með vörum sem endurheimta rakann eins og Moroccanoil Treatment eða Moroccanoil Hydrating Styling Cream sem má nota í blautt eða þurrt hárið. „
Ljósmyndir eftir Mohammed Khalil.