Hin tvítuga Anna Clendenin vann persónulegan sigur þegar hún kom fram og söng lag Leonard Cohen, Hallelujah, í þættinum America’s Got Talent á dögunum. Anna hefur þjáðst af streitu og kvíðaröskun um langa hríð og því kom hún sjálfri sér, fjölskyldu sinni og dómurum verulega á óvart með frábærum flutningi sínum á þessu fallega lagi.
Stór sigur fyrir þessa efnilegu söngkonu!