Lögregla biður fólk um að halda sig fjarri Skeifunni ef þess er nokkur kostur svo að slökkviliðið og lögregla hafi næði til að athafna sig. Töluvert hefur verið af forvitnu fólki í grennd eldsupptaka og það tefur fyrir aðgerðum lögreglu og slökkviliðs.
Fjöldi fyrirtækja er í Skeifunni 11 en þar á meðal eru Fönn, Griffill, Stilling hf. og mörg fleiri. Griffill er brunninn til kaldra kola. Ekkert er vitað um eldsupptök á þessari stundu en þetta er einn stærsti bruni undanfarinna ára í Reykjavík.
Þetta myndband er eftir Halldór Sigurðsson af Youtube.