Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hafrún *BAST Magazine* Sjáið tískumyndbandið!

$
0
0

Hafrún Alda er búsett í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum og 5 ára syni. Þau fluttu árið 2007 til Kaupmannahafnar og líkar mjög vel. Hafrún er ritstjóri og eigandi veftímaritsins Bast magazine en lýkur námi við KVUC í janúar og stefnir á markaðsfræði í beinu framhaldi. Við spurðum Hafrúnu um lífið í kringum Bast en HÉR má líta nýjasta tölublað Bast augum – Kvennablaðið mælir svo sannarlega með þessu augnakonfekti!

ha
Hefur þú alltaf verið heilluð af tísku?

Ég byrjaði af alvöru að spá í tísku á unglingsárunum, en þá gerðum við vinkonurnar alls kyns tískuþætti og reyndum að hanna okkar eigin föt og stíl með misjöfnum árangri. Ég byrjaði snemma að vinna og eyddi yfirleitt öllum laununum mínum í föt. Ég hef sérstakan áhuga á vintage tísku og það er gaman að sjá hvað tískan fer í hringi og hversu greinilegt er að hátískuhönnuðir sækja oft innblástur í gömul tímabil.

Hvað kom til að þú stofnaðir Bast magazine?

Tímaritið var stofnað árið 2011 í Kaupmannahöfn með það í huga að vekja áhuga á tísku, tónlist og listum innan Skandinavíu. Við vorum þrjár sem stofnuðum Bast, ég, Sif Kröyer og Íris Dögg Einarsdóttir en þær hafa nú snúið sér að öðrum verkefnum. Í dag er ég með stórt teymi á bakvið mig, fashion editor, music editor og grafískan hönnuð en svo er ég einnig með penna og prófarkalesara í vinnu.

Hvernig gengur?

Bast hefur fengið ótrúlega góðar viðtökur, sérstaklega í Danmörku og í Bandaríkjunum. Þar sem blaðið er skrifað á ensku höfum við lesendur um allan heim sem er mjög skemmtilegt. bast2

Hvernig er að starfa í heimi tískunnar?

Það er mjög mikið af hæfileikaríku fólki að gera frábæra hluti svo það má segja að samkeppnin sé hörð, sem er að mínu mati góður hlutur. Það heldur manni á tánum og hvetur mann áfram að gera betur og toppa sjálfan sig. Ég hef kynnst fullt af frábæru fólki í gegnum Bast og það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi.

Ertu hlynnt jafnrétti kynjanna? Ertu femínisti?

Ég er að sjálfsögðu hlynnt jafnrétti og því má segja að ég sé femínisti. Kynsystur okkar hafa í mörg ár barist ötullega fyrir jafnrétti kynjanna og við megum ekki sofna á verðinum.

Finnst þér halla á konur hvað varðar hlutverk þeirra í tískuheiminum?

Mér finnst það í rauninni ekki, konur spila mjög stórt hlutverk í tískuheiminum, til að mynda eru það konur sem stýra tveimur stærstu tískutímaritunum, Vogue US og Franska Vogue. Flestar konur sem ég þekki í tískubransanum eru sterkar konur með bein í nefinu og þær eru ekki að eltast við einhverjar staðalímyndir.

bast3

Hvernig tekst þér að sameina starf, frama og fjölskyldu?

Það getur verið strembið, ég viðurkenni alveg að ég fæ oft lítinn svefn þar sem ég þarf að nýta kvöldin til að vinna. Annars er ég mun skipulagðari núna en áður og hef lært að nýta tímann vel.

Snýst starfið mikið um tengslanet og „social-life“?

Já, vissulega, það er líka partur af okkar starfi að fjalla um ýmsa atburði eins og tónlistarhátíðir. Þannig að því fylgir oft vinna á kvöldin og fram á nótt. Það getur alveg tekið á, en er á sama tíma skemmtilegt.

Starfar þú í fullu starfi sem ritstjóri Bast?

Ég er í fullu námi líka og var á tímabili að vinna freelance á danskri söluskrifstofu sem var aðeins of mikið álag. Ég sé samt alveg fram á góða tíma með Bast, enda er tímaritið vinsælt og lesendahópurinn stækkar með hverju tölublaði.

Að lokum, segðu okkur frá þessu geggjaða myndbandi hér að ofan?

Beat street er fyrsta tískumynd Bast magazine en myndin var framleidd í samstarfi við Narva Creative. Við fengum til liðs við okkur danska herramódelið Zakaria Khiare til að leika aðalhlutverkið en hann hefur unnið fyrir marga stóra hönnuði um allan heim. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni, okkur langaði að taka nýjan vinkil á að gera tískuþátt og útkoman var Beat Street. Myndin var frumsýnd á www.bast-magazine.com í vikunni og hefur fengið góðar viðtökur.

bast


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283