Þessi unga ísraelska kona Naomi Levari flytur hér afsökunarbeiðni til fólksins í Gaza. Það er mikilvægt að við gleymum ekki að í Ísrael býr fólk sem hefur djúpa skömm á ísraelskum stjórnvöldum og fyrirverður sig fyrir þær aðgerðir sem framkvæmdar eru í þeirra nafni.
Ég skammast mín og ég bið ykkur afsökunnar. Ég hef áhyggjur af ykkur, ég græt ykkar vegna og ég harma það sem þið hafið misst.
Sprengjum rignir yfir saklausa borgara á Gaza svæðinu og tala látinna hækkar dag frá degi.
Ljósmyndir af Facebook síðu Naomi.