Ísraelski herinn hefur orðið uppvís að því að nota klasapílusprengjur á Gaza sem kallast „Flechette“. Heitið er dregið af franska orðinu fléchette sem þýðir lítil ör eða píla.
Sprengjur þessar dreifa þúsundum 25 mm langra örva sem eru sérhannaðar til að halda vel flugi. Sár af völdum þessara sprengja valda hræðilegum sárum og draga fólk jafnvel til dauða.
Samkvæmt fréttum palestínsku mannréttindasamtakanna (PCHR) var slíkum sprengjum skotið að þorpinu Khuzaa sem er austur af Khan Younis þann 17. júlí sl.
Clik here to view.

Loftmynd af þorpinu Kuzha’a.
Ísraelski herinn hefur ekki þrætt fyrir notkun slíkra vopna en gaf þess í stað svar þess efnis að herinn notaði aðeins vopn sem væru ‚heimil‘ að alþjóðalögum samkvæmt frétt The Guardian.
Mannréttindasamtök víða um heim hafa fordæmt notkun þessara vopna á Gazasvæðinu og segja notkun þeirra ólögmæta þar samkvæmt mannréttindalögum, því notkun ónákvæmra vopna sem þessara sé líkleg til að verða saklausu fólki að fjörtjóni.
Clik here to view.

Loftmynd af Gazasvæðinu. Hér sést vel hversu þétt byggðin er.
Ísraelski herinn hefur áður orðið uppvís að því að nota sprengjur sem þessar á Gazasvæðinu bæði 2008 og 2009 og þá komst upp að pílurnar voru baðaðar hvítum fosfór sem olli dauða og hræðilegum brunasárum á fólki.
Skoðum aðeins hvernig pílusprengjur virka:
Á enda sprengjuhylkisins er kveikur sem tendraður er áður en sprengjunni er skotið á loft. Í hverri klasasprengju eru 8000 pílur.
Sprengjunum er skotið úr skriðdrekum eða þar til gerðum byssum (e. field guns) Sprengjuhylkið springur á flugi þegar kveikurinn brennur upp. Pílurnar dreifast yfir víðan völl eða yfir allt að 300 X 94 metra keilulaga svæði.
Hver píla er yfirleitt 25 mm löng en heimildir eru fyrir því að Ísraelsher noti nú 37,5 mm langar pílur.
Endi pílunnar er sérhannaður til að pílan nái sem bestu flugi. Langur harður oddurinn linast þegar hann lendir á fyrirstöðu.
Þegar pílan fer inn í mannslíkamann sveigist hún eins og krókur sem gerir það að verkum að það er erfitt að ná henni út úr líkamanum. Endinn brotnar gjarnan af og særir viðkomandi öðru sári.
Ljósmynd efst í grein er af Flickr síðu ísraelska hersins og er tekin 17. júlí sl. IDF forces prepare themselves before entering Gaza.