Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Óviðeigandi starfshættir innanríkisráðherra

Strax og kunngert var að rannsókn á lekamálinu svokallaða, yrði framkvæmd af undirmanni ráðherra, þá urðu gagnrýnisraddir nokkuð háværar. Engu að síður hefur innanríkisráðherra verið ófær um að gera neitt rétt í málinu.

Hanna Birna er menntuð í stjórnmálafræði og hún er ekki að koma að opinberri stjórnsýslu í fyrsta skipti, hafandi verið borgarstjóri meðal annars. Hún hefur því haft nægan tíma til að hugleiða þann hluta stjórnsýslulaga er lúta að vanhæfi. Hún hefur einnig haft yfirdrifinn tíma til að íhuga pólitískar afleiðingar er hlotist geta af illa ígrunduðum athöfnum ráðherra og hvað geti talist afglöp í starfi.

En Hanna Birna sem innanríkisráðherra ákveður að stýra rannsókn á eigin athöfnum sjálf. Ekki er um rannsókn á stofnun er heyrir undir ráðuneytið að ræða, heldur rannsókn á ráðuneytinu sjálfu.

Nú liggur það fyrir að innanríkisráðherra kallar Stefán Eiríksson á fund um lögreglurannsóknina á lekamálinu. Þetta er í raun staðfest með því að Stefán hefur ekki fengist til þess að neita því.

Ríkissaksóknari fæst ekki heldur til þess að neita því að Stefán hafi verið beittur þrýstingi af ráðherra í málinu og ljóst er að Stefán tjáir sig um þrýstinginn við ríkissaksóknara, þetta er einnig staðfesting.

Þá stendur ritstjórn á bak við heimildarmenn fyrir því að Stefán hafi verið beittur miklum þrýstingi af ráðherra við rannsókn málsins.

Þannig að fólk getur velt því fyrir sér hvort DV menn ætli að jarða blaðið með þessum fréttaflutningi, ellegar þarna séu raunverulegar de facto heimildir á ferðinni. Í mínum huga er enginn vafi …

Framganga Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra er eins óviðeigandi og hugsast getur. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá ákveður Hanna Birna að standa með gagnrýnisverðum hætti að ráðningu á eftirmanni Stefáns í embætti lögreglustjóra. Því þótt heimild sé í lögum til þess að færa fólk á milli embætta án þess að fara í lögboðið ráðningarferli þar sem starfið er auglýst, þá er erfitt að skilja af hverju ákveðið er að fara þessa leið í tilfelli jafn valdamikils emnbættis og embætti Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins er.

Ráðningin er því pólitísk og skyggir þessi afgreiðsla á það sem annars ættu að vera merk tímamót í jafnréttismálum, þar sem að fyrsta konan er ráðin í starf Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Framkvæmdin öll ber af sér slæman þokka. Ekki síst í framhaldi af ofbeldisfullum starfsháttum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, allt frá því að hælisleitandinn Tony Omos var sendur fyrirvaralaust úr landi og nafni hans velt upp úr hveiti á vefsíðu ráðuneytisins, gegnum það ferli að málið er sett í rannsókn þar sem pólitískir aðstoðarmenn ráðherra hafa stöðu grunaðra, Stefán Eiríksson lögreglustjóri og undirmaður ráðherra, er flæmdur úr embætti og pólitískt er ráðið í embættið til frambúðar.

Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf að segja af sér.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283