Gleðigangan hefst klukkan 14:00 í dag, gengið verður frá Vatnsmýrarvegi að Arnarhóli. Kvennablaðið óskar öllum til hamingju með Hinsegin daga og hvetur lesendur sína til að mæta í Gleðigöngu og fagna þeim áföngum sem náðst hafa í mannréttindamálum á Íslandi.
Að göngu lokinni verður Regnbogaútihátíð við Arnarhól.
Ungmennapartí verður síðan klukkan 20:00 í húsnæði Samtakanna 78, Laugavegi 3. Aðgangseyrir er 500 kr.
Ball ársins eða Pride-ballið er að þessu sinni í Rúbín, Öskjuhlíð og hefst klukkan 23:00.