Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all 8283 articles
Browse latest View live

Írar samþykktu hjónabönd samkynhneigðra

$
0
0

Í gær samþykktu Írar með kosningum að breyta stjórnarskrá sinni svo samkynhneigðir mættu ganga í hjónabönd. Þetta er mikið fagnaðarefni og veigamikill áfangi í réttindabaráttu samkynhneigðra þar í landi.

Screenshot 2015-05-23 11.42.36

Þessi 101 árs gamla írska kona Kitty Cotter sem er kennari á eftirlaunum lét ekki sitt eftir liggja og útskýrði á Facebook afstöðu sína rétt fyrir kosningar.

„Ég er 101 árs. Ég trúi á jöfn réttindi öllum borgurum til handa. Þessvegna mun ég kjósa með hjónaböndum samkynhneigðra í komandi kosningum“

Barnabarn hennar birti svo þessa mynd af ömmu sinni á Facebook með textanum:
„Ofur amman mín  klædd regnbogans litum tilbúin að kjósa.“
11351158_10153234499176900_7323074738480078379_n
Ljósmynd í haus © Irish Examiner Ltd. All rights reserved

Eurovisionkveðja frá grafarbakkanum

$
0
0

Bæði er það nú að maður eldist og svo þegar maður hefur fylgst með Eurovision frá því að Dana söng „All Kinds of Everything“ þá finnur maður að áhuginn dvínar smátt og smátt.

Fyrir mína parta þá er ég ekki músíkalskur maður en ég hef samt haft gaman af því að sjá og heyra hvernig hinar mismunandi þjóðir hafa mætt til leiks gegnum tíðina – sumar fullar einlægni að flytja eitthvað sem mannskapnum heima þótti rosalega skemmtilegt – aðrar veraldarvanari og reynandi að reikna út einhverja formúlu fyrir því sem gæti gengið í sem sem flestar þjóðir – og svo þeir sem sáu að eitthvað gerði lukku í fyrra og halda að svipað númer muni þá gera aftur lukku í ár.

Ég hef haft ánægju af því að sjá mismunandi lög og mismunandi flutning og mismunandi smekk frá hinum ýmsu þátttökulöndum, en núna er fjölbreytnin minnkandi, og fólk frá endimörkum Evrópu flytur lög sem gætu flestöll verið samin í London og eru sungin á mismunandi góðri ensku.

Hin glæsilega útsending sem verður flóknari og flottari með hverju ári gerir keppnina líka einsleitari, ljósasjó og eldsúlur, reykjarský eða rigningardemba sem gestgjafalandið baðar hvern einasta þátttakanda upp úr svo að gervöll Evrópa megi sjá hversu tæknivædd gestgjafaþjóðin er, hugmyndarík og smekkvís við uppsetningu og framleiðslu á sjónvarpsefni. Þessar miklu eldglæringar, ljósaskipti, litadýrð og reykjarmekkir yfirskyggja það litla af sérkennum sem þjóðirnar koma með að heiman.

Hér talar sem sé maður sem hefur lengi fylgst með þessari uppákomu og hefur haft gaman af því að sjá þessar mörgu þjóðir koma saman í friði og reyna með sér í söng og dansi og gleðskap og er þakklátur fyrir þá skemmtan alla – en annaðhvort er sjónin og heyrnin farin að dofna svo mjög að mér finnst þetta allt orðið voðalega líkt hvað öðru eða þá þetta er allt að verða sama hugmyndasnauða meðalmennskugutlið – nú nenni ég ekki að horfa meira á Eurovision, þetta er að verða eins og að horfa upp á gamlan vin fara hægt en örugglega í hundana.

„Carl Gustaf er mega sáttur með sigurinn!“

Þegar maðurinn minn ákvað að verða garðahönnuður

$
0
0

Maðurinn minn er dellukall. Þegar hann fær nýtt áhugamál heltekur það hann gjörsamlega og hann sökkvir sér í það af þunga og þrótti. Fyrir einum og hálfum mánuði, meðan enn var frost í jörðu og snjór yfir öllu, ákvað hann að nú væri rétti tíminn til að gerast garðahönnuður.

IMG_5653 (1)

Reyndar ekki bara garðahönnuður því samfara garðaskipulagsdellunni fékk hann óstöðvandi ræktunaráhuga og byrjaði að panta sér fræ fágætra plantna sem eiga enga von til að vaxa við íslenskar aðstæður en hvað veit maður …

Drekablóðtré sem vaxa á eyjunni Socotra utan við Yemen munu innan tíðar verða algeng tré í Þingholtunum.

Drekablóðtré sem vaxa á eyjunni Socotra utan við Yemen munu innan tíðar verða algeng tré í Þingholtunum.

Við leigjum hús í Þingholtunum, eitt af fáum sem ekki hefur verið breytt í hótel. Nýuppgert hús að utan sem innan en garðurinn var ófrágenginn og hafði reyndar verið notaður sem vinnusvæði meðan byggingarframkvæmdir stóðu yfir eins og eðlilegt er.

IMG_5552

Gamall illa farinn pallur var við húsið, vinnuskúr að hruni kominn, steyptur steinpottur í miðjum garði sem hafði áður verið samkomustaður manna og fiska og nokkur blómabeð sem máttu muna sinn fífil fegurri.

Leigusalarnir okkar eru ákaflega gott fólk og þegar maðurinn bar upp þá ósk að fá að standsetja garðinn var leyfið auðsótt. Ég var tregari í taumi og setti manninum þá afarkosti að garðurinn mætti ekki kosta neitt og því yrði að nota eingöngu endurunnið efni í allar framkvæmdir. Það dró ekki úr framkvæmdagleðinni nema síður væri. Hann margefldist við mótlætið.

gardteikning

 

Fyrst fann hann sér app á netinu, Garden Planner app, þar sem hann gat teiknað upp garðinn og það flugu út úr prentaranum ýmsar hugmyndir. Væri rétt að byggja bara glerþak úr gömlum gluggum yfir garðinn? Grafa niður neðanjarðargróðurhús? Teikningin af garðinum er hér að ofan og eins og sjá má er hugsað fyrir öllu.

Hann auglýsti eftir timbri, gömlum hurðum og palletuefni gefins á Facebook og efniviðurinn hrúgaðist inn. Í stað rómantískra kvöldstunda fleygði hann sér út af á kvöldin með tölvuna í fanginu og sökkti sér ofan í garða og gróður myndir á Pinterest.

bedid til grofugudsins

Veðurstofunni bölvað og veðurguðirnir ákallaðir í sömu andrá.

Það er gott að eiga vini sem eiga gröfufyrirtæki þegar maður á níska eiginkonu og allir sem hyggja á meiri háttar garðframkvæmdir ættu að koma sér upp slíkum vinum. Maðurinn minn er svo lánsamur að eiga slíka vini sem reka fyrirtækið tæki.is og áður en ég vissi var hann farinn að hamast á lítilli dömugröfu hér í garðinum, þó enn væri snjór yfir öllu. það var undarlegt að líta út um stofugluggann og fylgjast með manninum sínum hamast í hríðinni við garðgerðina.

Búið að mölva pottinn og verið að mæla yfirborð garðsins.

Búið að mölva pottinn og verið að mæla yfirborð garðsins.

Fyrst var að losna við pottinn sem var hvort eð er orðinn vart brúklegur svo hann sallaði hann niður í jörðu og við aðgerðirnar kom í ljós forláta hornmunnstykki en hornleikarinn Viðar Alfreðsson sálugi bjó í húsinu um árabil. Við varðveitum að sjálfsögðu þessi menningarverðmæti og höldum þessu vel til haga til minningar um hinn frábæra tónlistarmann.

Menningarverðmæti. Munnstykki frá Viðari Alfreðssyni hornleikarara.

Menningarverðmæti. Munnstykki frá Viðari Alfreðssyni hornleikarara.

Ekki fundum við fleiri menningarverðmæti eða kuml en kattarbeinagrind ein kom í ljós sem fær auðvitað að hvíla áfram í friði og er nú 6 fetum undir nýja grænmetisbeðinu okkar.

óþekktur köttur hvílir 6 fetum undir smærra beðinu. Hverjum ætli stærra beðið sé ætlað?

Óþekktur köttur hvílir 6 fetum undir smærra beðinu. Hverjum ætli stærra beðið sé ætlað?

Ég mun skrifa meira um málið því síðan hann byrjaði á gröfunni hefur ýmislegt gerst, garðurinn er að mestu tilbúinn en þar má m.a. finna skjólvegg úr gömlum harðviðarhurðum svo rammgerðum að Þingholtin munu leggjast í eyði fyrr en þessar hurðir hverfa af yfirborði jarðar.

Þó landið verði fyrir árás óþekktra afla munu þessi rammgerða skjólgirðing halda.

Þó landið verði fyrir árás óþekktra afla mun þessi rammgerða skjólgirðing halda.

Sólpallur úr pallettufjölum sem er stórkostlega fallegur og kostaði ekki krónu hefur litið dagsins ljós.

11173711_10152622809065834_1231445553_n

Palletur verða pallur

Blómapottar úr gömlum flugvéla- og bíldekkjum skreyta nú húsið að framanverðu …

Blómapottarnir úr bíldekkjunum sjást þarna í fjarska næstum tilbúnir.

Blómapottarnir úr bíldekkjunum sjást þarna í fjarska næstum tilbúnir.

Grindverk úr pallettuvið

pallettugrindverk

Svona grindverk kostar ekkert. Svo þarf bara að mála það.

og sitthvað fleira sem ég segi ykkur frá og sýni ykkur seinna …

Á þessari mynd má sjá þá feðga Stefán Karl og Steina litla sem hafði töluverðan áhuga á garðframkvæmdum meðan grafan var við störf.

IMG_5640 (1)

Sunnudagskveðjur!

Sæt á sundfötum

$
0
0

Loksins lætur sumarið sjá sig og Íslendingar flykkjast í sund. Eflaust þurfa margir að endurnýja sundfatalagerinn og hér eru nokkrar hugmyndir fyrir þá sem vilja eitthvað nýtt og hressandi.

Ekki er langt síðan Jónína Benediksdóttir komst að því að til eru sundföt fyrir konur sem vilja ekki synda nánast naktar eða þurfa af trúarlegum ástæðum að hylja allan líkama sinn.

HT1ZJSuFNReXXagOFbXZ

Það er þó langt frá því að allir séu sammála um að sundföt eigi að hylja holdsins fegurð og sumum finnst sundfatnaður betri eftir því sem meira af líkamnum er sýnilegt. Hér er skemmtilegur innyflasundbolur fyrir þær sem vilja sýna ALLT.

 

490314_11Nema náttúrulega að maður telji að áhorfendum finnist
leggöng og eggjastokkar áhugaverðari en þarmar.

 

lossano_bikini-nipple-lytleMeð vagínu-naríunum væri svo viðeigandi að nota free the nipple toppinn.

 

51wZUiRiQHL._SX342_Og þeim sem finnst ekki nógu langt gengið með því að sýna innri líffæri stendur til boða
kynþokkafullur beinagrindarsundbolur.

 

originalEf þú fílar beinagrindur ætti þetta bikini að hindra baðstrandardóna
í því að gerast of nærgöngulir.

 

54c635001724c_oNema dóninn sé líka með beinablæti en þá gæti þessi lausn hentað betur.

 

54c634ffbd775_oEf gullfiskarnir þínir eru haldnir aðskilnaðarkvíða geturðu slegið tvær flugur í einu höggi,  tekið þá með þér í sund og um leið spókað þig á þessum skemmtilega fiskabúrsbikinitopp.

 

dscf2297_1-800x800Þegar sundfatnaður er annars vegar eiga konur alltaf fleiri valkosti en karlar (æ þú veist – út af feðraveldinu og allt það) en úrvalið af karlmannlegum baðfatnaði hefur þó skánað á síðustu árum. Man-kini er okkur vitanlega enn ekki hægt að fá í íslensku fánalitunum en þangað til verður sá bandaríski að duga.

 

 

$_35

Sætir bossasundbolir fyrir karlmenn eru skemmtileg andhverfa við lendaskýlur frumstæðra þjóðflokka og sýna svo ekki verður um villst hversu háþróuð siðmenning okkar er orðin.

 

 

manthong5Hálfbrókin kemur sterk inn fyrir þá sem vilja sýna meira.

 

$_35Nota má bjarta liti og ekkert til viðbótar til að draga athyglina að þeim líkamshlutum sem maður er ánægðastur með. Þessar líflegu sundskýlur má skoða betur hér.

 

f90f01443ff4a2b2c3f3230256dacac5Og ef bjartir litir duga ekki til að vekja athygli á djásninu er
þessi gulltillasundskýla alveg tilvalin.

 

4

Eins og sjá má er sundfatnaður oftar en ekki efnisrýr, svona ef við undanskiljum gallann sem hneykslaði Jónínu Ben á dögunum. Flest sundföt sem ætluð eru múslímakonum hylja allt nema andlitið, fætur fyrir neðan ökkla og hendur frá úlnliðum. Það er þó allt eins líklegt að kona eða karl vilji sýna sem mest af líkanum en hylja andlitið. Hér er komin lausn fyrir þá sem vilja ekki þekkjast í sundi, hentar t.d. vel fyrir sundlaugadóna. Svo er líka hægt að fá þessa fínu sundvettlinga ef maður vill ekki skilja eftir sig fingraför. Fleiri gerðir af andlitsskýlum má sjá hér.

Stikla úr verðlaunamyndinni Hrútar

$
0
0

Kvennablaðið óskar aðstaðdendum kvikmyndarinnar Hrútar til hamingju með verðlaunin ‘Un certain regard’ sem veitt voru á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Kvikmyndin fjallar um tvo roskna bræður sem hafa ekki talast við í 40 ár þegar upp kemur sú staða að þeir verða að standa saman. Leikstjóri myndarinnar er Grímur Hákonarson og með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Hollywood Reporter fjallar um verðlaunin hér.

Hér er stikla úr myndinni:

Fyrirlestur Madame Ruth Dreifuss í Háskóla Íslands, 23. maí 2015

$
0
0

Madame Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands, 23. maí 2015 sem er framúrskarandi góður. Hann á erindi við alla sem kjósa að svipast um eftir gæfulegri leiðum en stríði gegn ungu fólki og sjúku. Madame Dreifuss er glæsilegur fulltrúi mannúðar og mannréttinda í heiminum.

Eftir fyrirlesturinn sátu dr. Helgi Gunnlaugsson, dr. Helga Sif Friðjónsdóttir og Borgar Þór Einarsson, formaður nefndar heilbrigðisráðherra um endurmat á stefnu Íslands í fíkniefnamálum, í palllborði og svöruðu fyrirspurnum úr sal, ásamt Madame Dreifuss.

Fundurinn var samstarfsverkefni GCDP, Félags- og mannvísindadeildar HÍ og Snarrótarinnar - samtaka um borgaraleg réttindi.

Madame Dreifuss kom til Íslands, ásamt aðstoðarmanni sínum, dr. Khalid Tinasti, sem sendifulltrúi The Global Commission on Drug Policy, til viðræðna við ráðherra, aðra stjórnmálamenn, embættismenn, fjölmiðla og umfram allt almenning á Íslandi. The Global Commission greiddi allan kostnað við ferðina, en Snarrótin naut þess heiðurs að skipuleggja dagskrána.

Á næstu dögum mun Snarrótin greina nánar frá heimsókn Madame Dreifuss og setja inn tengla á fréttir er henni tengjast.

Er ríkisstjórnin í verkfalli?

$
0
0

Össur Skarphéðinsson skrifaði færslu á facebook þann 24. maí 2015 og gaf Kvennablaðinu leyfi til að birta hana lesendum.

„Í aðdraganda mestu verkfallsátaka í áratugi er það fréttnæmast af ríkisstjórn Íslands að frá henni heyrist hvorki hósti né stuna. Þó verkfall BHM sé búið að vera á sjöundu viku lætur fjármálaráðherra einsog sér komi það ekki við. Hjúkrunarfræðingar eru á leið í verkfall með svakalegum afleiðingum fyrir spítalana og öryggið í landinu. Eina viðbragðið er að heilbrigðisráðherrann segir í fréttum að staðan sé grafalvarleg!

Á sama tíma er ríkisstjórnin að undirbúa að færa sægreifunum 150 milljarða í formi makrílkvóta. Á sama tíma græðir útgerðin á tá og fingri á nýtingu auðlinda sem hún á ekki. Á sama tíma undirbýr ríkisstjórnin enn eina lækkun veiðigjalda áður en þingi slotar. Á sama tíma búa bankarnir við ofsagróða.

Við þessar aðstæður eru það helstu skilaboð forsætisráðherrans til þjóðarinnar að hún skilji ekki hvað hún hafi það gott. Svo bítur hann höfuðið af skömminni með því, að hóta láglaunaþjóðinni að það sem hún gæti náð í kjarasamningum kunni að verða tekið af henni aftur í gegnum skattahækkanir!

Eru þessir menn ekki með öllum mjalla? – Eru ráðherrarnir kannski komnir í verkfall?“


Á krossgötum

$
0
0

Á KROSSGÖTUM

Á krossgötum ég heyri tímann tifa
þá talar hugsun mín við sjálfa sig,
ég skynja hvernig friður fær að lifa
er fyrirgef ég þeim sem særðu mig.

Er sé ég þá sem ást með hatri hylja
og harma dagsins stund sem liðin er,
ég forsjónina bið með von og vilja
að vernda þá sem illsku sýndu mér.

Um kalda nótt er blöð að foldu falla
og frostið grimma herðir takið sitt,
ég hlýt að biðja engla mína alla
að ylja þeim sem særðu hjarta mitt.

Ljósmynd Flickr

Samkvæmt læknisráði II

$
0
0

Þar sem ég byrjaði á að segja frá mataræðis verkefninu sem við hjónin vorum í hjá heimilislækninum okkar, ætla ég líka að deila því með ykkur hvernig gekk þessar þrjár vikur. Fyrri pistilinn má lesa hér.

Í fyrsta lagi fannst mér þetta ekkert mál, bara ótrúlega spennandi. Hvað getur svo sem verið spennandi við þetta gæti einhver spurt? Ja það sem mér fannst spennandi var t.d. að finna og útbúa góðan mat sem passaði okkur og auk þess hlakkaði ég til að finna, hvort og þá hvaða áhrif þetta hefði á líðan okkar. Ekki að okkur hafi liðið mjög illa fyrir.

Einhver gæti líka spurt söknuðu þið einskis? Jú Rúnar maðurinn minn saknaði kaffisins. Svo ótrúlega sem það hljómar saknaði ég einskis. Það var eins og sett hafi verið í mig nýtt forrit sem virkaði fullkomlega. Einhver gæti líka spurt; þar sem athöfnin að borða er svo félagsleg hvernig fóruð þið að? Ég fer oft á kaffihús með vinkonum mínum og gerði það nokkrum sinnum á tímabilinu. Ýmist fékk ég mér jurtate eða sódavatn. Ég passaði mig á að vera búin að fá mér eitthvað að borða áður en ég fór. En ef ég var ekki búin að því, laumaði ég mér í hnetur og möndlur sem ég var alltaf með í töskunni minni.

Á tímabilinu héldum við t.d. eina grillveislu fyrir fjölskylduna. Á boðstólnum var grillað lambalæri, salat, bakað grænmeti og hnetusósa. Að sjálfsögðu vissi öll stórfjölskyldan að við hjónin værum í þessu verkefni. En engin við matarborðið hafði hugmynd um að á boðstólum væri eingöngu „okkar matur”.

Umræða gestanna okkar við matarborðið var eitthvað á þá leið að þeir gætu ekki hugsað sér að fara út í þessar aðgerðir. Þegar allir voru búnir að gera matnum góð skil og dásama hann í hástert, var ég ekki viss um hvort ég ætti að segja þeim að allt sem hefði verið á borðum væri „okkar matur”.  Ég gat ekki á mér setið og lét það bara flakka. Gestirnir voru frekar undrandi, höfðu haldið að við þyrftum að lifa einhverju meinlætalífi. En það var nú af og frá.

Það eru fleiri matmálstímar en kvöldmatur. Í morgunmat fékk ég mér alltaf grænan búst en Rúnar fékk sér glútenlaust hrökkkex sem ég baka, með möndlusmjöri og banana og lítið bústglas. Sem millibita fengum við okkur ávexti eða hnetur og möndlur. Í hádeginu borðaði Rúnar alltaf afgang frá kvöldinu áður. Ef ég fékk mér ekki afganga þá borðaði ég t.d. hrökkkex með möndlusmjöri, ávexti, salat, eða búst.

Í upphafi og enda verkefnisins fylltum við út heilsufarsspurningalista. Áður en við byrjuðum verkefnið skoruðum við bæði 53 stig. Í lok þessara þriggja vikna var mitt skor komið niður í 19 stig og Rúnars í 36 stig.

Þegar líða tók á tímabilið fór ég að finna fyrir ýmsum jákvæðum breytingum. Það var ekkert neikvætt sem kom upp. Eins og margar miðaldra konur sef ég ekki nógu vel á nóttunni og fæ þessi miður skemmtilegu hitakóf. Strax í fyrstu vikunni var ég farin að steinsofa allar nætur, svitakófin hættu algjörlega og vöðvaverkir minnkuðu til mikilla muna. Í lok tímabilsins var blóðþrýsingurinn orðin fullkominn hjá okkur báðum (var ekki á neinum hættumörkum áður), mittismálið minnkaði, orkan jókst og yfir mig kom einhver vellíðan sem ég get bara alls ekki útskýrt.

Nú erum við rétt komin á þann stað að taka inn einn og einn fæðuflokk í einu. Hann eigum við að borða í einn dag og bíða síðan í tvo daga og sjá hvað áhrif hann hefur á okkur. Við áttum að byrja á því sem við söknuðum mest. Rúnar byrjaði á langþráðum kaffibolla. Hann fékk sér tvo  bolla þann daginn eins og hann var vanur að gera áður. Ég þekkti varla þennan upptjúnnaða mann sem kom heim úr vinnunni þann daginn og ekki svaf hann mikið þessa fyrstu kaffi nótt. Já góður er blessaður sopinn.

Það hljómar ótrúlega en ég saknaði einskis. Hafði haldið fyrirfram að það yrði góður kaffibolli eða gæða súkkulaðimoli  sem ég saknaði. En það var ekki neitt. Ég ákvað að byrja á osti, hann hafði verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Þar sem glútenið er enn þá úti, skar ég epli niður í sneiðar, smurði það með möndlusmjöri sem ég bý til og setti ost og sykurlausa sultu ofan á. Þetta bragðaðist ótrúlega vel. En ég fann það eftir daginn að ég ætti  að sneiða hjá ostinum.

Það er endalaust af góðum mat hægt að elda sem fellur inn í þetta mataræði. Grillaði þorskurinn og meðlætið er innan þess ramma.

Ég hef heyrt marga tala um að mjög erfitt sé að grilla fisk og þá sérstaklega þorsk. Það bara væri ekki hægt að grilla hann. Það er vel hægt, galdurinn við þorskinn er að kaupa hann með roði og alls ekki snerta hann á grillinu fyrr en í lok grilltímans. Ég þekki grilltakta margra  sem vilja alltaf vera að snúa. Ekki gera það með þorskinn.

Grillaðir sítrónu/basiliku marineraðir þorskhnakkar með graskersblöndu

Grillaður þorskhnakki

2015May21_4507

 

Innihald:

  •  Þykkur þorskhnakki með roði.
    • 250—300 g á mann.
    • Mér finnst nauðsynlegt að hafa roðið ef  grilla á fiskinn.
  • 1 stk. sítróna.
    • Best að nota lífræna þar sem nota á börkinn.
  • ½ dl góð ólífuolía.
  • ½ dl basilikulauf.
  • 2 stk. hvítlauks rif.
  • Flögusalt.

Aðferð:

  • Skerið þorskhnakkann niður í hæfilega bita.
  • Skolið sítrónuna vel og raspið börkinn af henni.
  • Klippið basilikuna frekar smátt niður.
  • Saxið hvítlaukinn frekar smátt niður.
  • Blandið saman olífuolíunni og safa úr ½ sítrónu.
  • Bætið sítrónuberkinum, hvítlauknum og basilikunni saman við.
  • Berið kryddblönduna á þorskbitana.
  • Látið marinerast í 30 mínútur.
  • Hitið grillið upp í 230°C.
    • Mjög mikilvægt að hafa grillið vel heitt.
  • Setjið þorskinn á grillið.
    • Roðhliðin niður.
  • Grillið í 10 mínútur.
    • Alltaf á sömu hlið.
    • Hafið grillið lokað.
    • Látið fiskinn alveg vera á meðan hann er að grillast ;)
  • Notið góðan spaða til að taka fiskinn af grillinu.
    • Ef farið er varlega heppnast grillunin fullkomlega.

Ef grill er ekki til staðar er einnig mjög gott að ofnbaka fiskinn. Stillið ofninn á 200°C og bakið í 18 mínútur.

2015May21_4518

Grillað grænmeti

2015May21_4499

Innihald:

  • ½ stk. grasker.
  • 1 stk. rauð paprika.
  • 1 stk. rauðlaukur.
  • 6 stk. konfekttómatar.
  • 1 stk. stíróna.
  • 1 dl ólífuolía.
  • Flögusalt og pipar.

Aðferð:

  • Skerið graskerið eftir engilöngu og takið fræin innan úr því.
    • Flysjið utan af því.
  • Skerið niður í frekar litla bita.
  • Skerið paprikuna og rauðlaukinn niður.
  • Hafið tómatana heila.
  • Setjið í skál.
  • Kreistið úr sítrónunni yfir grænmetið.
  • Blandið ólífuolíunni saman við.
  • Blandið vel og saltið.
  • Hellið grænmetinu í eldfast form.
  • Grillið í 30–35 mínútur.

Auðvitað er líka hægt að ofnbaka grænmetið. Stillið þá hitann á ofninum 150°C og bakið í 30 mínútur, hækkið þá hitann upp í 180°C og bakið í 20 mínútur.

2015May21_4478

Vinkona mín, Anna Fjóla Gísladóttir ljósmyndari, tók myndirnar.

Njótið.

Skilið lyklunum! Mótmæli á þriðjudag!

$
0
0

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á þriðjudaginn 26. maí 2015 klukkan 17:00 undir yfirskriftinni: Bylting! Uppreisn! Viðburðurinn er auglýstur á Facebook og ríflega 5000 manns hafa boðað þátttöku sína.

Á Facebooksíðu mótmælanna segir:

„Almenningur sér sig nú knúinn til að koma núverandi ríkisstjórn frá störfum, hún er að valda varanlegum, óafturkræfum skaða fyrir þjóðina. Við erum reið. Við líðum þetta ekki lengur. Mótmælendur komið endilega með lykla með ykkur til að búa til hávaða og koma skilaboðunum á framfæri að þeir lyklar sem ríkisstjórnin hefur að framtíð landsins hafa þeir ekki umboð fyrir lengur, og skulu skila. Nú stendur þjóðin saman og lætur heyra í sér!“

Ljósmynd Sigtryggur Ari Jóhannsson

Pólitísk aftaka

$
0
0

Það komu fram merkilegar upplýsingar um húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur í fréttum RÚV í kvöld Í fyrsta lagi að þau færu gegn markmiðum sínum og myndu helst gagnast húseigendum og tekjuháu fólki, næðu þau fram að ganga. Í öðru lagi kom fram að fréttastofa RÚV hefði undir höndum umsögn fjármálaráðuneytisins um frumvörpin.

Samkvæmt þessu liggur fyrir að eftir tveggja ára linnulausa yfirlegu hefur Eygló Harðardóttir, að mati fjármálaráðuneytisins, sent frá sér ónýtt lagafrumvarp um húsnæðismál. Til að undirstrika það hefur umsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarpið verið lekið til fjölmiðla. Tilgangurinn getur aðeins verið sá að taka Eygló pólitískt af lífi.

Það sýnist mér Bjarna Benediktssyni hafa tekist betur en margt annað.

ÉG GET EKKI MEIR!

$
0
0

Díana Mjöll Sveinsdóttir skrifar:

Ég er Íslendingur og mér er bent á það á hverjum degi hvað ég er vitlaus, ég bý á Íslandi. Það er alveg ömurlegt og eiginlega bara hálvitar sem enn búa hér. Það er annað en þeir ótrúlega gáfuðu og sniðugu einstaklingar sem hafa flutt búferlum, sumir jafnvel skilið mig og aðra eftir með skuldirnar sínar, og búa núna í paradís á jörð sem eins og er, virðist heita Noregur.

Við sem eftir sitjum í heimsku okkar og reynum að draga fram líf sem við sjáum aðeins í hyllingum og aldrei verður – æ æ aumingja við!

Og til að toppa þetta allt saman, þá er líka kalt hjá okkur, þannig að nú erum við ekki bara heimsk, heldur er okkur líka kalt.

Ef ég er bjáni, bý enn á þessu guðsvolaða landi og læt mér vera kalt, hvað mega þeir þá segja sem hafa búið erlendis með fjölskyldur sínar og flutt svo aftur heim, þeim er náttúrulega bara engan veginn viðbjargandi.

Ég fór ung sem skiptinemi til Þýskalands og dvaldi einnig í Frakklandi sem au-pair og þegar heim kom langaði mig aftur og aftur til útlanda og í gegnum tíðina jafnvel langað að búa þar, en það var aldrei vegna þess hvað allt var ömurlegt heima hjá mér, heldur til að kynnast heiminum og sjálfri mér betur og ég vissi að fallega landið mitt sem ég ann, myndi alltaf bíða eftir mér og taka vel á móti mér.

(ljósmynd: Ragnhildur Adalsteinsdottir)

(ljósmynd: Ragnhildur Adalsteinsdottir)

Fólk segir að ég sé rosalega mikill Eskfirðingur, eins og það sé slæmt, en ég er Eskfirðingur, hér eru ræturnar mínar, hér er ég alin upp, hér eru grasbalarnir sem ég lék mér á og ég er ótrúlega þakklát fyrir að við fjölskyldan skulum fá að njóta þess að búa hér. En ég er ekki bara rosalega mikill Eskfirðingur, ég er líka rosalega mikill Austfirðingur og hvað haldið þið, ég er rosalega mikill Íslendingur.

Ég er þakklát fyrir að hafa alist upp við það að þurfa ekki að lesa það á internetinu á hverjum degi hvað allt sé hræðilegt hér. Ég er með þykkan skráp og ég vona að börnin mín þrjú fái hann líka. Ég vona að þau ferðist og kynnist heiminum, ég vona að þau verði víðsýn og öðlist reynslu af annarri menningu og þjóðum.

Ef þau finna sig annarsstaðar og flytjast búferlum vona ég að þau sýni mér það ekki á hverjum degi á internetinu hvað ég sé vitlaus að búa enn á Íslandi og hvað grasið sér grænt hinum megin við lækinn. Ég vona að þau verði hamingjusöm og þeim gangi allt í haginn og mitt hlutverk sem móður er að búa þau undir það að lífið og hamingjan er vinna. Það er ekki eitthvað sem þú kaupir úti í búð eða vonast eftir. Það eru hæðir og lægðir í lífinu og það hvernig við tökum á aðstæðum okkar sker úr um okkar lífshamingju.

Ég var svo ótrúlega heppin kona að kynnast persónuuppbyggingu fyrir um 13 árum síðan sem er eitthvað það frábærasta sem ég hef kynnst og uppáhaldsfrasinn minn er:

„For things to change, you have to change. For things to get better, you have to get better.“ (J. Rohn).

Það hefur ekki alltaf verið einfalt að horfa í spegilinn og sýna ábyrgð, en niðurstaðan er alltaf betri en að benda fingri á einhvern annan.

HEIMA ER BEST, hvar svo sem það er!

 

Tími á áhafnarskipti á þjóðarskútunni?

$
0
0

Leiðréttingunni er lokið. Allir sem eiga skilið að fá leiðrétt laun og bættan húsnæðiskostnaðinn hafa þegar fengið sitt, útgerðarmenn, bankastjórar, læknar, forstjórar og stjórnarformenn, fólkið sem hefur barist fyrir auðæfum þjóðarinnar í gegnum hina svokölluðu kreppu með bros á vör og þegið lítilræði í launahækkanir án þess að væla stöðugt yfir eigin gjaldþroti og rýrnun brýnustu nauðsynja eins gullbrydduðum steikum og skorti á einkaþotum.

Úti í þjóðfélaginu er fjöldi fólks sem aldrei leggur neitt til þjóðarauðsins, ómenntaðir verkamenn og sjómenn, öryrkjar og atvinnulausir, eintómir vesalingar sem kvarta og kveina yfir því sem þeir kalla skert kjör þótt vitað sé að meðaltals launatekjur hafa hækkað um ein 5% á meðan verðbólgan er nánast engin.

Að vísu hafa betri borgarar þessa lands fengið örlítið meira, en það er eðlilegt því þeir hafa lagt mest til þjóðarauðsins, hafa misst hluta af arðgreiðslum sínum og jafnvel þurft að greiða yfir 10% fjármagnstekjuskatt í tíð Jóhönnu og Steingríms og þeir þurfa að geta endurnýjað Rangeroverinn sinn sem nú er orðinn átta ára gamalt skrifli.

En það vantar iðnaðarmenn, vélfræðinga og hjúkrunarfræðinga. Margir aumingjar af þeim stéttum fóru til Noregs í hinu svokallaða hruni og vilja ekki flytja aftur heim til landsins fagra þótt þeir fái allt að 60% af laununum í Noregi og mega að auki vinna allan sólarhringinn fyrir þessum tekjum og jafnvel fengið leigðan ódýran gám til að búa í.

Við höfum ekki efni á því lengur að útskrifa nýtt fólk af þessum stéttum sem auki er margt orðið háaldrað, jafnvel yfir 25 ára og svo fer það beint til Noregs eða Svíþjóðar eftir námið svo ekki er neitt á það að treysta. Það er því ekki nema eitt að gera í málinu. Úr því Íslendingarnir vilja ekki flytja heim aftur er því einfaldast að skipta um þjóð í landinu.

Það er til nóg af pólskum rafvirkjum og trésmiðum frá Litháen. Þá munu indverskir og thailenskir hjúkrunarfræðingar ekki gefa þeim íslensku neitt eftir og þá er ekki verra að hafa dugmikla verkamenn frá Rúmeníu og Kína. Það er til nóg af króatískum og rússneskum stýrimönnum á skipin og úkraínskum vélstjórum og hásetum frá Filipseyjum og það sem betra er, gera engar kröfur um hátt kaup og sætta sig við að búa margir saman í einum gám.

Kostirnir eru fleiri. Við getum virkjað eins og við viljum og selt rafmagnið á spottprís til Skotlands og ekki er amalegt að vera með álver í hverjum firði og eina og eina olíuhreinsunarstöð á milli álveranna. En það albesta er samt það að við losnum endanlega við þessa kvartandi og kveinandi Íslendinga sem heimta stöðugt hærra kaup, jafnvel svo hátt að þeir geti lifað af dagvinnunni einni saman. Þvílíkar frekjur!

Svo lækkum við enn frekar örorkubæturnar og gerum lífeyrissjóðina upptæka til bættrar afkomu bláfátækrar ríkisstjórnar. Þeir sem kvarta geta bara flutt aftur til fyrirheitna landsins í austri og ef þeir eiga ekki fyrir flugfari geta þeir slegið saman í gömul bátaskrifli og farið með þeim eins og forfeður þeirra sem komu hingað til lands undan ofríki Noregskónga fyrir rúmlega þúsund árum síðan.

Jú, þetta er lausnin, skiptum um áhöfn á þjóðarskútunni!

Veruleikafirrtir ráðamenn eða vitfirrt þjóð?

$
0
0

Nú bar nýrra við um þá helgi sem nýliðin er því sjálfur forsætisráðherra landsins hefur komið í tvö fjölmiðlaviðtöl þar sem hann lýsir því yfir að þjóðin sé viti skert, já ekkert meira né minna en veik á geði.
Nú er það spurning eftir að hafa bæði lesið viðtalið við hann á Eyjunni og eins eftir fádæma árásir hans í þættinum Sprengisandi að morgni hvítasunnudags, hvort geðveila liggjur hjá honum eða þjóðinni.  Einnig vogar hann sér að halda því fram að verkalýðsleiðtogar séu í pólitískri herferð gegn ríkisstjórninni.  Mín niðurstaða er einföld.  Það er ekkert að þjóðinni en það er eitthvað verulega mikið að þessum vesalings manni sem er titlaður forsætisráðherra þjóðarinnar.

Ekki tók svo betra við í kvöldfréttum þennan sama dag, því þar kemur hann með hreina og klára stríðsyfirlýsingu þegar hann segir að hækki laun að einhverju marki, þá verði að hækka skatta.  Einnig segir hann að dragist verkföll á langinn, þá komi til greina að setja lög á þau.

Ef þetta allt saman er ekki hrein og klár veruleikafirring þá veit ég ekki hvað þetta er.  Að kalla sig kristinn og guðhræddan mann og koma svo fram í fjölmiðlum um þessa helgi og ráðast að almenningi –sem er að berjast fyrir kjörum sínum og vill geta lifað á dagvinnulaunum sínum eins og fólk í siðmenntuðum löndum, gera verkalýðsleiðtogum  upp annarlegar hvatir og skoðanir þess efnis að þeir séu að stunda pólitískar árásir á stjórnvöld, getur varla kallast kristileg kærleikskveðja á hvítasunnu.

Ég held að Sigmundur Davíð geri sér enga grein fyrir því sem hann er segja og hvaða afleiðingar það hefur bæði inn í kjaraviðræðurnar og á það fólk sem er í verkfalli og á leið í verkfall. Hvað voru aftur margir læknar búnir að segja upp störfum og farnir úr landi áður en tókst að semja við þá? Hvað ætli margir geislafræðingar og hjúkrunarfræðingar séu á þessari stundu á leið með uppsagnarbréfið til yfirmanna sinna, vitandi að þeir fá þrisvar til fjórum sinnum hærri laun erlendis þar sem nauðsynjavörur kosta aðeins helming eða þriðjung á við það sem þær kosta hér á landi?

Á sama tíma og þetta allt gerist stígur fram maður sem þekktur er fyrir að tala í vandlætingartón og niður til þjóðarinar með þvílíkum hroka og yfirdrepshætti að þeir sem á hlusta hrylla sig og sá hrollur minnkar ekkert þegar BjarN1 Vafningur, útfararstjóri og fjármálaráðherra fer að tala um að staða Íslands og Íslendinga hafi aldrei verið sterkari efnahagslega og að þeir lægst launuðu greiði enga skatta.

Gulmerkta eru skattgreiðslur. MYND: Gestur Hrafnkell.

Gulmerkta eru skattgreiðslur.
MYND: Gestur Hrafnkell.

Nú spyrja einhverjir sig af hverju ég kalla fjármálaráðherran útfararstjóra og er því fljótsvarað og má nefna eins og tvö sæmileg dæmi því til staðfestingar.  Vafning og N1 sem bæði urðu gjaldþrota undir hans stjórn, en má alveg bæta Milestone við upptalninguna.  Bjarni bar enga ábyrgð eins og svo oft hefur komið fram, hann skrifaði bara undir öll skjöl sem honum voru rétt, en hann bar enga ábyrgð.

Nei.  Á Íslandi er stjórnkerfið rotið og gjörspillt og það nýta sér einstaklingar eins og Bjarni og Sigmundur, reyna að gera landið að þrælabúðum með því að moka fjármunum frá almenningi sem hefur það verst og til þeirra auðmanna sem eru nátengdastir þessum aðilum.  Spilling er það kallað og spilling er það.

Þriðjudaginn 26. maí er boðað til mótmæla framan við alþingi þar sem karfan er sú að núverandi stjórn skili inn umboði sínu og boði til kosninga.  Ekki síst er sú krafa gerð í ljósi þess að þegar Bjarni Ben gargaði úr ræðustól Alþingis árið 2012 á Jóhönnu Siguðardóttur að skila lyklunum því stjórn hennar væri rúin trausti, þá með 36% traust miðað við kannanir þegar núverandi stjórn sem títtnefndur Bjarni Ben situr sem fjármálaráðherra í, nýtur aðeins trausts 30,7% þjóðarinar.
Ætti hann ekki að fara að eigin ráðum og skila lyklunum í ljósi þess sem hann sjálfur hefur logið gengdarlaust að þjóðinni úr þessum sama ræðustóli?
Það finnst mér.

Hefur þú afsökun fyrir því að mæta ekki? MYND: Skjáskot.

Hefur þú afsökun fyrir því að mæta ekki?
MYND: Skjáskot.

Nú reynir á hvort þjóðin getur staðið saman í koma þessari stjórn frá völdum, stjórn sem stundar það grimmt að lækka skatta á efnafólk og gefa auðlindir almennings til útgerðargreifa og álrisa, því eins og ég skrifaði í niðurlagi síðasta pistills, þá reynir á það núna hvort fólkið í þessu landi séu afkomendur þræla og aumingja í raun.


Öryggisgangur án lagaheimildar

$
0
0

Mannréttindi Annþórs Kristins Karlssonar og Barkar Birgissonar virðast ítrekað hafa verið hunsuð af Fangelsismálastofnun vegna rannsóknar á andláti samfanga þeirra Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Sigurður lést á Litla-Hrauni í maí 2012. Annþór og Börkur voru vistaðir á öryggisgangi fangelsisins í 18 mánuði vegna gruns um aðkomu að andláti Sigurðar. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við fjölmiðla að réttindum Annþórs og Barkar yrði haldið í „löglegu lágmarki.“ Ummæli sem innanríkisráðuneytið taldi almenns eðlis er Börkur kærði ákvörðun um öryggisvistunina til ráðuneytisins.

Skömmu eftir andlát Sigurðar kviknaði grunur um að Annþór og Börkur hefðu veitt honum áverka sem leitt hefðu til dauða hans. Í kjölfarið voru þeir úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald og einangrun þann 24. maí 2012 og hafa haft stöðu grunaðra síðan. Þeir sættu aðskilnaði frá öðrum föngum og verulegri skerðingu á réttindum sínum á öryggisdeild Litla-Hrauns í 18 mánuði eftir að gæsluvarðhaldi þeirra lauk. Báðir hafa þeir staðfastlega neitað sök. Ákæra var gefin út í maí 2013 en aðalmeðferð málsins er ekki hafin.

Heimild fyrir öryggisganginum er ekki að finna í lögum. Umboðsmaður hefur þegar hafið athugun á málinu. Þetta kemur fram í gögnum málsins sem Kvennablaðið hefur undir höndum.

Annþór og Börkur

Annþór og Börkur

Sérfræðingar ekki sammála

Sigurður lést vegna innvortis blæðinga sem orsökuðust af rofi á milta. Réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufninguna gat ekki staðfest orsök rofsins á einn veg eða annan en taldi utanaðkomandi högg líklegra en innri orsakir. Þá taldi hún enga leið að fullyrða hvers eðlis ætlað högg hefði verið. Rofið mætti rekja til falls eða höggs á meðan innri orsakir eins og veikindi þóttu ólíklegar.

Grunur lögreglu gegn þeim Annþóri og Berki vaknaði þegar upptökur úr öryggismyndavélum Litla-Hrauns sýndu að þeir höfðu varið um tíu mínútum með Sigurði í klefa hans stuttu áður en komið var að honum í andnauð og miklum uppköstum. Engir sjáanlegir ytri né innri áverkar fundust á Sigurði Hólm við skoðun eða krufningu sem sýndu fram á að Sigurður hefði orðið fyrir ofbeldi fyrir andlátið. Aðilar málsins hafa síðan kallað til þrjá sérfræðinga í réttarmeinafræði til þess að leggja mat á krufninguna en þeim ber ekki saman hvað gæti hafa leitt til þess að milta Sigurðar rofnaði.

Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar fullvissaði almenning um að Annþór og Börkur yrðu ekki vistaðir með öðrum föngum þegar einangrunarvist þeirra lyki. Þeir yrðu vistaðir á sérstökum öryggisgangi á Litla-Hrauni þar sem réttindi þeirra yrðu í „löglegu lágmarki.“

Kærði ákvörðunina

Börkur kærði ákvörðun fangelsismálayfirvalda um að vista hann á öryggisganginum til innanríkisráðuneytisins. Í kæru Barkar kom meðal annars fram að hann teldi reglur um vistun fanga á öryggisgangi hafa verið settar til höfuðs sér og Annþóri. Reglurnar hafi verið settar í kjölfar ummæla sem Páll Winkel lét falla í fjölmiðlum daginn sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ummælin sagði Börkur fela í sér aðdróttanir um hann og sekt hans í máli sem ekki hafði farið fyrir dóm. Að framkoma Páls í fjölmiðlum gerði hann vanhæfan til þess að setja reglur ætlaðar til þess að refsa Berki fyrir meintan þátt hans í andláti Sigurðar Hólms.

Innanríkisráðuneytið taldi Pál ekki vanhæfan í málinu vegna ummælanna sem hann lét falla í fjölmiðlum, enda hafi hann ekki látið í ljós „eindregna afstöðu“ sína til Barkar heldur var „einungis fjallað með almennum hætti um öryggismál.“

Í frétt Vísis frá 25. maí segir: „Öryggisreglum á Litla-Hrauni hefur verið breytt til að betur verði hægt að taka á móti Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni þegar þeir losna úr einangrunarvist eftir nokkrar vikur.“

Jafnframt kemur fram að þeir séu grunaðir um að hafa valdið dauða samfanga síns vikuna áður, sem og að þeir hafi verið úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald og einangrunarvist.

„Við höfum þrjár vikur til að skerpa á öryggismálum hjá okkur og ég get alveg fullvissað þig um að það verður gert,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi.

Þá segir einnig í greininni að: „Vegna plássleysis þá höfum við nýtt öryggisgang á Litla-Hrauni undir afplánun. Ég gaf út fyrirmæli þess efnis í dag [24.05.2012] að það yrði ekki gert aftur. Þannig að öryggisgangurinn á Litla-Hrauni verður nýttur sem slíkur og sé ekki brýn nauðsyn á vistun fanga þar þá mun hann standa auður,“ segir Páll, sem var farinn að búa sig undir að þurfa að hraða breytingunum ef ske kynni að gæsluvarðhaldskröfunni yrði hafnað.

„Það tekur okkur einhvern tíma að tæma þennan öryggisgang, en það verður klárt þegar nýting hans verður nauðsynleg og öll réttindi manna sem þar verða vistaðir verða í löglegu lágmarki.“ Um leið og Annþór og Börkur losna úr einangrun munu þeir fara á öryggisganginn. „Það er frágengið,“ segir Páll. „Þar verða engir aðrir en þeir og ef aðrir fangar hegða sér með einhverju svipuðu móti þá fara þeir þangað inn líka.“ Þá bætir Páll við: „Við verðum bara að athuga það út frá þeim lagalega ramma sem við vinnum eftir hversu mikið við getum lokað þessa menn inni.“

Sama dag ræddi Páll einnig við RÚV. Haft er eftir Páli í óbeinni ræðu að öryggisgangurinn yrði rýmdur í ljósi atburða, „og framvegis eingöngu nýttur undir menn eins og Annþór og Börk.“

„Nú er bara svo komið að við verðum að hafa þessa klefa tilbúna fyrir hrotta og aðra menn sem ákveða að haga sér eins og fífl,“ segir Páll við RÚV.

Páll Winkel

Páll Winkel

Ekki um Annþór og Börk?

Fangelsismálastofnun þrætti fyrir að ummæli Páls hafi snúið að þeim Annþóri og Berki í svari sínu til innanríkisráðuneytisins og sagði ummælin Páls hafa verið almenns eðlis. Ákvörðun innanríkisráðuneytisins í máli Barkar vitnar í rökstuðning Fangelsismálastofnunar en þar segir: „Varðandi gagnrýni á forstjóra Fangelsismálastofnunar er því til að svara að þegar umrætt atvik átti sér stað á Litla-Hrauni og Börkur og Annþór Kristján Karlsson voru grunaðir um að hafa valdið samfanga sínum dauða skapaðist mikill ótti hjá föngum sem og aðstandendum þeirra. Taldi forstjóri Fangelsismálastofnunar nauðsynlegt að tjá sig um málið. Hins vegar var sú umfjöllun almenn, þ.e. hann upplýsti um þær aðgerðir sem gripið væri til þegar svo alvarleg mál kæmu upp í því skyni að tryggja öryggi fanga.“

Innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun fangelsismálayfirvalda rúmum átta mánuðum eftir að kæra Barkar barst ráðuneytinu. Þrátt fyrir ummæli Páls í Fréttablaðinu féllst innanríkisráðuneytið á málflutning Fangelsismálastofnunar og staðhæfði að einungis væri „[f]jallað með almennum hætti um öryggismál Fangelsisins Litla-Hrauni og áætlanir fangelsisyfirvalda um endurskoðun þeirra, sem og hvernig brugðist er við alvarlegum málum sem upp koma.“ Páll hafi því ekki verið vanhæfur til meðferðar málsins á grundvelli stjórnsýslulaga þar sem ekki væri ástæða til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.

Ráðuneytið féllst því ekki á þau rök Barkar að Fangelsismálastofnun hafi farið út fyrir valdsvið sitt með beitingu reglna um öryggisgang. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að það telji umræddar reglur í fullu samræmi við lög um fullnustu refsinga og staðfesti ákvörðun forstöðumanns fangelsisins um vistun Barkar á öryggisdeild á Litla-Hrauni. Börkur kærði úrskurð ráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis sem hefur málið til meðferðar.

Umfangsmikið mál

Rannsókn á andláti Sigurðar Hólm er afar umfangsmikil en ljóst er við yfirferð gagna að fjöldi spurninga vaknar vegna framkomu yfirvalda í málinu. Kvennablaðið mun á næstunni fjalla ítarlega um málið.

 

Ljósmyndir DV

Án okkar eru þau ekkert

$
0
0

Bragi Páll flutti eftirfarandi ræðu á Austurvelli þann 26. maí 2015.

„Góðir Íslendingar.

Ástæðan fyrir því að við erum mætt hérna í dag er að okkur er fullkomlega misboðið. Ég ætla hér að telja upp það sem ég tel vera helstu ástæðurnar fyrir því.

Okkur langar kannski til þess að trúa því að við höfum búið við jöfn kjör, en án þess að ég ætli að fara of langt út í þá sálma hversu handónýtt kerfi hið kapítalíska feðraveldi er, þá hafa kjörin verið allt annað en jöfn.

Íslenskar útgerðir mala gull. Eigendur þeirra fá gefins stærstu auðlind þjóðarinnar, borga ekkert fyrir rentuna og fá að borga eins lítið í skatt og þeim dettur í hug. Útgerðirnar halda að við getum ekki án þeirra verið. En það er akkúrat öfugt. Útgerðirnar gætu aldrei starfað ef það væri ekki fyrir íslenskan almenning. Íslenska sjómenn og fólkið í fiskvinnslunni. En í staðinn fyrir að auðlindin vinni í þágu þjóðarinnar þá er hún einkaeign örfárra moldríkra einstaklinga. Ég segi þjóðnýtum þær. Fáum þennan pening inn á okkar bankareikning. Stöðvum arðránið.

audlindir

Íslensku bankarnir skila methagnaði ár eftir ár. Þeir ræna íslenskan almenning með ofurvöxtum og okurlánum, allt í skjóli þess að þeir séu okkur ómissandi. En það er akkúrat öfugt. Bankarnir geta ekki án okkar verið! Þeir eiga að vinna fyrir okkur en eru í staðinn að vinna fyrir örfáa ofurríka eigendur sína. Þetta er óþolandi!

Íslenska ríkið er ekki til nema vegna fólksins í landinu. Alþingismenn eiga að vera að þjóna okkur en eru í staðinn að þjóna hagsmunum fjármagnseigenda. Ríkisstjórnin heldur að við getum ekki án hennar verið. Að án þessara vanhæfu þjófa þá færi hér allt á hliðina. En það er akkúrat öfugt. Við réðum þetta fólk. Þau eiga að vinna fyrir okkur. En í staðinn eru þau að vinna fyrir kvótaeigendur og frændur sína. Og það er þess vegna sem við erum að reka þau.

Nú er Bjarni Ben að reyna að laga fylgi flokksins og ímynd sína með því að plata fólk með einhverri diet-útgáfu af stjórnarskránni sem var stolið af okkur.

Sumir segja að nýja stjórnarskráin hafi einmitt verið samin til þess að knésetja Sjálfstæðisflokkinn. Er það svo slæmt? Nasistaflokkurinn var bannaður í Þýskalandi eftir seinna stríð. Það heppnaðist ágætlega hjá þeim.

En Sjálfstæðisflokkurinn, hagsmunasamtök fjármagnseigenda, sá hópur sem ber stærsta einstaka ábyrgð á hruninu 2008, er enn starfandi. Enn mjög öflugur. Enn í óða önn að einkavæða alla helstu almannaþjónustu í hendurnar á auðmönnum. Gefa ríkasta fólki landsins meiri kvóta. Og þetta kýs stór hluti þjóðarinnar.

Lengi skildi ég ekki af hverju Sjálfstæðisflokkurinn fékk alltaf fjórðung atkvæða í kosningum, en núna sé ég það. Að sjálfsögðu vill skynsamt fólk koma sér í mjúkinn hjá þeim sem öllu ráða. Fólk sleikir bláa sjálfstæðisfálkann í ömurlegri undirgefni og von um að nokkrir brauðmolar falli í munn þess þegar hann hristir fjaðrirnar. Lygararnir ljúga því að þeir muni bjarga hér öllu með ábyrgri peningastjórn og frösum eins og frelsi einstaklingsins. Botnlaust kjaftæði.

Mestu auðæfi Íslands eru á örfárra höndum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar síðustu misseri sýna að þær hendur kæra sig ekkert um að þessari staðreynd sé breytt. Auðæfi ganga í erfðir. Fátækt gengur í erfðir.

Leiðrétting Sigmundar Davíðs var jafn ömurlegur brandari í kosningabaráttunni og hún er í framkvæmd. Við erum að fylgjast með auðvaldinu gera allt sem það getur til þess að verja og auka vald sitt. Rústa tekjulitlum fjölskyldum með hækkun matarskatta. Skera sérstakan saksóknara á háls. Gefa ríkasta fólkinu í landinu ávinninginn.

i hvada landi

Þegar málningin flagnar, þá skröpum við hana af. Þegar bleian lyktar, þá skiptum við um hana. Ég er ekki með lausnir eða svör við því hvað eigi að taka við, enda er það okkar allra að ákveða. Og er eitthvað meira spennandi en samfélag fólks að rífa niður stéttskipt hreysið sem það fékk í vöggugjöf, til þess að byggja saman upp réttlátt samfélag?

Brjótum upp þennan ömurlega vítahring. Sýnum heiminum. Verum fordæmið. Því þrátt fyrir fámenni og galla erum við mjög framsækin þjóð. Hættum að kóa með lygurum og þjófum. Stöndum upp og tökum okkur í hönd valdið sem réttilega er okkar.

Því ríkisstjórn þar sem Bjarni Ben, maðurinn sem getur ekki borgað í stöðumæli án þess að setja fyrirtæki á hausinn, er fjármálaráðherra er vanhæf ríkisstjórn.

Ríkisstjórn þar sem Sigmundur Davíð er forsætisráðherra, skammar þjóðina fyrir dónaskap og sakar hana svo um að vera veruleikafirrt, er vanhæf ríkisstjórn.

Ríkisstjórn þar sem Gunnar Bragi reynir að hætta með ESB eins og pennavin er vanhæf ríkisstjórn.

Ríkisstjórn þar sem Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar er vanhæf ríkisstjórn.

Ríkisstjórn sem starfar í þágu auðvaldsins en ekki þjóðarinnar er vanhæf ríkisstjórn.“

„Skilið lyklunum, við viljum ykkur frá!“

$
0
0

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir flutti þessa ræðu á Austurvelli 26. maí 2015

„Góðan daginn elsku vinir

Lóan er komin og grasið grænkar, sól skín í heiði og lundin á að vera létt, full af tilhlökkun fyrir sumrinu og öllum þeim ævintýrum sem það ber í skauti sér. Hvað erum við þá að gera hérna? Í alvöru, hvað erum við að gera?

Jú, við erum að mótmæla. Mótmæla ríkisstjórn Íslands sem við sjáum núna að komst til valda á fölskum forsendum. Líkt og úlfar í sauðagæru laumast þau um og bíta þar sem þau geta.

Það er erfitt að tapa ekki gleðinni þegar nánast vikulega berast fréttir af hörmungum ríkisstjórnarinnar. Það hrannast óveðursský fyrir ofan höfuðið á mér þegar ég heyri enn eina fréttina af verkum ríkisstjórnarinnar sem toppa hvert annað í fáránleika.

Það er auðvelt að hætta að hlusta, setja sig í fréttabann og fylgjast ekki með því hvaða glapræði ríkisstjórninni hefur dottið til hugar þann daginn. En það megum við alls ekki gera.

Spilling, Makrílfrumvarpið, launaójöfnuður, siðblinda, skortur á virðingu við þjóðaratkvæðagreiðslur, brotin kosningaloforð, heilbrigðiskerfið niðurbrotið, umhverfismál, engin tengsl við samfélagið. Þetta eru nokkur af þeim atriðum sem fólk nefndi á fésbókarviðburði fyrir þessa samkomu hér á Austurvelli.

Við erum hér samankomin af ólíkum ástæðum en saman styðjum við hvert annað og sýnum það hér í dag. Við erum nefninlega öll á sama báti. Við erum öll Íslendingar sem viljum lifa hérna og hrærast og geta notið landsins gæða. Saman. Því við erum samfélag.

Orðræða. Við verðum að fylgjast með henni á gagnrýninn hátt. Við verðum að passa okkur að gleypa ekki við þeim villandi ummælum sem formenn ríkisstjórnarinnar ropa út úr sér til að fá okkur til að gleyma eða dreifa huganum frá því sem miður er að fara í samfélaginu okkar. Það er réttlát reiði sem við finnum fyrir og við megum svo sannarlega tjá hana. Samfélagið okkar logar í illindum og deilum sem ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að hlusta á eða leysa úr. Við lifum í samfélagi sem er veikt og þarf að hlúa að- í rauninni umturna.

Er það ósanngjörn krafa að staðið sé við gefin loforð og að farið sé að lögum?
Er það ósanngjörn krafa að fólk fái greidd lágmarkslaun sem duga fyrir framfærslu?
Er það ósanngjörn krafa að þjóðin njóti arðs af auðlindum sínum?

Við erum rík þjóð. Hér ætti hver einasti Íslendingur að geta lifað í vellystingum. En samfélagið okkar er óréttlátt, misskipt og okkur er ekki tryggður arður af auðlindunum okkar.

Nú þegar við stöndum hér saman hafa 39 þúsund manns skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa hverjum þeim lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindinni okkar er ráðstafað til lengri tíma en eins árs, á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.

Þið hafið bara engan rétt til að taka auðlindirnar okkar og gefa þær til nokkurra útvaldra aðila!

Hugsið ykkur. Við erum að berjast við okkar eigin ríkisstjórn um ráðstöfun náttúruauðlinda þjóðarinnar!

Í dag, líkt og síðustu tvær vikur, hefur staðið yfir umræða á Alþingi um rammaáætlun, áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Ríkisstjórnin er tilbúin að brjóta það faglega ferli sem samþykkt var með lögum um rammaáætlun til þess að styðja meirihluta atvinnuveganefndar og færa kosti, náttúruperlur okkar Íslendinga, í nýtingarflokk, þvert á faglegt mat og án umfjöllunar.

Sama hvar fólk er í flokk sett eða ef það stendur utan við stjórnmálaflokka, þá getum við þó verið sammála um það að Alþingi eigi að virða sett lög. Það eru mjög brýn mál sem þarf að takast á við í samfélaginu okkar en tímanum er sóað í óþarfa þras vegna þess að meirihluti atvinnuveganefndar ætlar að fá sínu framgengt með frekju og yfirgangi.

Nei, nú þurfum við að standa saman öll sem eitt.

Mig langar að minna á fólkið okkar. Það erum við. Fólkið. Amma og afi sem lifa á lúsarlaunum, lífeyrisgreiðslum, sem búið er að skerða margsinnis. Foreldrarnir sem eru að svigna undan afborgunum húsnæðislána sem bara hækka og hækka, unga fólkið sem berst á leigumarkaði eða skoðar hvort WOW, Icelandair eða Norræna bjóði hagstæðust kjörin úr landi. Launþegar sem standa í kjarabaráttu, þeirri undarlegustu sem farið hefur fram hér á landi vegna ummæla forsætisráðherra.

Og á meðan við stöndum hér, fólkið, sitja ráðamenn og skilja ekkert í því hversu veruleikafirrt við erum. Ef að veruleikinn okkar rímar ekki við veruleika þeirra, þá er líklega farsælast að þau fari frá áður en þjóðin ber meiri skaða af þeirra verkum sem hafa afleiðingar í okkar raunveruleika.

Það er nú einhvernvegin þannig, eins og hún Stella í orlofi vinkona allra Íslendinga orðar það „að vandamálin eru til að takast á við þau“. Ríkisstjórnin nýtur ekki trausts til þess að vinna okkur út úr þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Þvert á móti.

Ef fólk ekki stendur sig í vinnunni sinni, þá er því sagt upp. Ég vil líta svo á að þessi fundur sé uppsagnarbréf þjóðarinnar til ríkisstjórnarinnar.

Er það ósanngjörn krafa að þegar ríkisstjórnin nýtur ekki traust þjóðarinnar, að þá segi hún af sér?

Ykkar þjónustu er ekki lengur óskað. Það er deginum ljósara að þessi ríkisstjórn ætlar sér að byggja upp samfélag sem er mjög gott fyrir suma, en miður slæmt fyrir okkur flest hin. Það er ekki sanngjarnt og þessvegna vísum við ykkur á dyr.

Skilið lyklunum, við viljum ykkur frá

Takk fyrir“

Sykurlausar kókoskúlur

$
0
0
Stundum þá langar manni í eitthvað sætt og ljúfengt sem tekur ekki langan tíma að gera. Börnunum finnst heldur ekkert leiðinlegt að útbúa þessar (eða að borða þær) og eru í raun farin að útbúa þær sjálf.
Kókoskúlur
100 g mjúkt smjör
70g möndlumjöl
30g kókosmjöl (og meira til að skreyta)
3 msk ósykrað kakó
1 msk vanilludropar eða rommdropar
2-4 msk sukrin melis (eftir því hversu sætt þú vilt)
Hráefnum blandað saman í skál. Búið eru til kúlur og rúllað upp úr kókosmjöli.
Sett á disk og inn í ísskáp í klt. Geymist í kæli.

 

„Næst verða lög brotin á þér – verður þér þá sama?“

$
0
0

1. gr. Markmið laga þessara er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna.

Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
— Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997

Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er í molum; geðheilbrigðisþjónusta landsins er í mýflugumynd. Áratugalangur niðurskurður á fjárlögum hefur skilið eftir sig sviðna jörð og þjónustu sem ekki er hægt að treysta. Sjúklingar þessa lands þurfa ekki aðeins að bíða endalaust eftir þjónustu heldur er þeim jafnvel vísað frá nauðsynlegri þjónustu [1] vegna eigin skoðana, sannfæringar og reynslu.

Sjúklingum sem eru með lifrarbólgu C eins og ég er gert að nota úrelta lyfjameðferð sem skilar stundum engu öðru en óhugnanlegum hliðarverkunum og aðeins 70–75% líkum á bata.

Ný lyf sem hafa verið í boði erlendis hafa sýnt allt að 95% virkni – og það án þeirra hrottalegu aukaverkana sem núverandi meðferð hefur í för með sér. Sjálfur get ég ekki þegið núverandi meðferð vegna lélegs ónæmiskerfis. Núverandi meðferð myndi að öllum líkindum draga mig til dauða.

3. gr. Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.

Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á.
— Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997

Það ætti að vera öllum ljóst sem ekki eru með öllu hjartalausir, að lög eru brotin á sjúklingum á Íslandi í dag. En fæstir sjúklingar hafa efni á að leita réttar síns og á það stólar ríkisvaldið. Langveikum sjúklingum er gert að bíða endalaust eftir þjónustu sem ríkinu skv. lögum ber að veita — en veitir ekki. Það eru fáir sem berjast fyrir réttindum einstaklinga með lifrarbólgu C, enda gerir samfélagið ráð fyrir því að þetta séu hinir verstu skúrkar, dópistar og óþjóðalýður, sem eigi þetta fyllilega skilið.

Ekki eru allir þeir sem smitast hafa af lifrarbólgu C „dópistar“ eða „aumingjar“. Sumir hafa smitast við blóðgjöf án þess að hafa nokkru sinni notað sterkari efni en sykur.

Engu að síður eru fordómar þessarar litlu þjóðar svo magnaðir og fáfræðin slík að öllum virðist standa á sama um þessa einstaklinga. Það er til marks um þröngsýni og refsigleði þjóðarinnar.

21. gr. Sjúklingur ber ábyrgð á heilsu sinni eftir því sem það er á hans færi og ástand hans leyfir.
— Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997

Ég persónulega og prívat ber ábyrgð á eigin heilsu — og þá væntanlega á því hvaða meðferð ég kýs. Núverandi meðferð við lifrarbólgu C gæti dregið mig til dauða, svo ég hef kosið, í samræmi við ráðleggingar minna lækna, að þiggja hana ekki.

Sú meðferð sem ég kysi stendur mér ekki til boða; Ríkisvaldið bæði neitar mér um bestu lyf sem til eru – og neitar mér um að nýta mér þá þekkingu og reynslu sem ég hef til að takast á við eigin veikindi á þann máta sem ég tel bestan.

Áfallastreituröskun er ekkert grín. Mín reynsla af kannabislyfjagjöf við þeirri röskun hefur gefið góða raun svo jafnvel læknar mínir hafa tekið eftir því. Kannabis hefur einnig gefið ágæta raun við lifrarbólgu C, en þá þarf meira til en bara götusölugras. Þar sem ég neita frekari geðlyfjagjöf en kýs kannabis sem mitt lyf, er ég að spara ríkisvaldinu stórfé á hverju ári án þess að fá nokkuð til baka annað en fordóma, ofsóknir og útskúfun.

Ef ég gæti sjálfur ræktað mitt lyf gæti ég að öllum líkindum sparað ríkinu þær fimmtán milljónir sem lifrarbólgumeðferðin mun kosta – en í stað þess að heimila mér slíkt hefur ríkið í raun dæmt mig til dauða.

23. gr. Lina skal þjáningar sjúklings eins og þekking á hverjum tíma frekast leyfir.
— Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997

Allt frá bráðamóttöku til göngudeildar geðdeildar eru sjúklingar fordæmdir, niðurlægðir og jafnvel útskúfaðir [1], fyrir það eitt að segja í hreinskilni frá sinni lyfjanotkun. Þetta hef ég fengið að reyna á eigin skinni oftar en einu sinni — og oftar en þrisvar. Eitt sinn var ég meira að segja kominn með „kannabislungu“, eitthvert spánnýtt fyrirbæri sem fundið var upp á bráðamóttökunni í Fossvogi.

Í dag bý ég við 3ja stigs lifrarskemmdir en engan möguleika á að fá lækningu, því Ríkið er að spara. Það eina sem sparast er lyfjagjöfin, því ef ekkert verður að gert mun þessi kostnaður sem Ríkið er að „spara“ aðeins koma fram í auknum innlögnum á sjúkrahús og auknum kostnaði vegna annarra lyfja. Svo í raun er ekki verið að spara heldur auka útgjöld á öðrum sviðum. En dauður mun ég auðvitað ekki kosta neitt.

69. gr. Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Viðurlög mega ekki verða þyngri en heimiluð voru í lögum þá er háttsemin átti sér stað.

Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.
— Stjórnarskrá Íslands nr. 33/1944

Hverjir eru það helst sem hafa lifrarbólgu C? – Sprautufíklar og þeir sem stunda áhættukynlíf. Er verið að refsa þessum hópi fyrir líf sitt á þennan máta? – Varla kallast það sparnaður ef hópar þessa fólks endar í langlegum á sjúkrahúsi.

Sparnaðurinn væri helst ef það tækist að drepa þetta fólk sem fyrst; dauður einstaklingur þarf ekki á nýjum lyfjum að halda né heldur tekur slíkur einstaklingur mörg sjúkrarúm.

Geðheilbrigðisþjónustan á Íslandi er í molum. Göngudeild geðdeildar Landspítala Íslands brýtur fyrstu grein laga nr. 74/1997 og þá tuttugustu og fyrstu. Sjúkratryggingar Íslands brjóta þriðju og tuttugustu og þriðju greinar laganna með því að samþykkja ekki þessu nýju lyf við lifrarbólgu. En öllum er sama.

Næst verða lög brotin á þér – verður þér þá sama?

[1] http://j.mp/1PHkTfL

Viewing all 8283 articles
Browse latest View live