Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all 8283 articles
Browse latest View live

Skápur fær andlitslyftingu og útkoman er frábær!

$
0
0

Auður Eggertsdóttir skrifaði þessa grein að beiðni Kvennablaðins en okkur á ritstjórninni fannst henni hafa tekist meistaralega vel til með að breyta heldur ósjálegum skáp í hreint stofustáss. Kannski að einhver fái hugljómun og bjargi ljótu húsgagni frá því að verða haugamatur og komi því í nýjan búning fyrir jólin!

screen-shot-2016-11-28-at-13-27-27
Auður Eggertsdóttir skrifar:

Eftir að hafa lært húsgagnaviðgerðir á Spáni fyrir mörgum árum síðan, hefur samband mitt við húsgögn verið einskonar haltu mér – slepptu mér ástarsamband. Ég hef staðið löngum stundum við vinnuborðið og pússað og pólerað, límt og bæsað húsgögn, fengið yfir mig nóg af þessu, skellt hurðinni á vinnustofunni og heitið því að koma aldrei aftur þangað inn. En samt sný ég alltaf aftur til baka.

Þegar húsgögn eru löguð þá er tilgangurinn að færa þau aftur til upprunalegrar heilsu og útlits, sem ekki er vanþörf á, en sú vinna veitir manni ekki sérstakt frelsi. Því fór fljótlega að fæðast nýtt áhugamál hjá mér, sem var að breyta húsgögnum. Í frítíma mínum fór ég að draga heim allskonar húsgögn, bæði gömul og ný, falleg og ljót og breyta þeim og gera úr þeim nýjar mublur.

Yfirleitt var áskorunin stærri eftir því sem húsgagnið var ljótara, til að gera það fallegt, eða eftir því sem húsgagnið var nýrra, til að láta það líta út fyrir að vera antík. Húsgögnum var rogað upp á fjórðu hæð, þau lamin með keðjum og hamri og sulluð út í allskonar efnum, endalaus tilraunastarfsemi til að breyta útliti þeirra en láta samt líta út fyrir að svona hafi þau alltaf verið.

Það hefur ekki alltaf tekist vel til, æfingin skapar meistarann. Einn fyrsti skápurinn sem ég reyndi að gera ellilega máðan, fékk á sig tilviljanakennda bletti og lítur út eins og dalmatíuhundur. Mér þykir sérstaklega vænt um hann.

Nú hef ég enga vinnustofu lengur enda búin að flytja margoft og penslarnir og málningin komin niður í geymslu. En um daginn ákvað ég að ná í allt dótið mitt og ráðast á gamlan skáp sem var keyptur á netinu fyrir nokkru síðan. Hann var ljósbrúnn og oðraður, þ.e.a.s. málaður með pensilstrokum til að líkja eftir áferð viðarins. Oðrun getur verið mjög falleg, en þessi skápur var forljótur.

img_9096

Ég reyndi í byrjun að láta það ekki fara í taugarnar á mér hversu ljótur hann var, en einn daginn var mælirinn fullur og ég ákvað að tala ekki lengur um hversu ljótur skápurinn væri, heldur mála hann og gera hann fallegan. Það tók mig nokkrar stundir á dag í þrjá daga, en þá var skápurinn líka orðinn gjörbreyttur.

Ef þú kannast við þessa tilfinningu, ert með húsgagn heima hjá þér sem angrar þig eða þér finnst ljótt, þá þarftu alls ekki að losa þig við það eða setja það á lítið áberandi stað á heimilinu. Stilltu þér frekar upp fyrir framan mubluna, virtu hana fyrir þér og reyndu að sjá eitthvað nýtt í henni. Það þarf ekki að vera svo flókið mál, þú þarft bara að undirbúa þig svolítið áður en þú byrjar og hér á eftir eru nokkrar ráðleggingar og leiðbeiningar sem gætu hjálpað þér, eða komið þér af stað.

Það fyrsta sem þú skalt gera er að ákveða hvernig þú vilt hafa húsgagnið. Þú skalt ákveða litina og áferðina svo að þú vitir nákvæmlega hvað þú viljir gera og hvað þú eigir að kaupa til verksins. Hugmyndirnar koma ekki alltaf eins og kallaðar og maður þarf stundum að fá hjálp frá hugmyndabönkum, fletta í bókum eða tímaritum, eða farið á netið. Pinterest er t.d. endalaus uppspretta hugmynda. Þá er að ákveða hvenær þú hafir tíma til þess að gera þetta og svo er að byrja á verkinu.

Hér á eftir kemur listi yfir efni og tæki sem ég notaði þegar ég var að mála skápinn minn, þessi listi gæti nýst við að mála hvaða húsgagn sem er:

img_9245

Grunnur fyrir tréverk
Akrýllitir sem þú hefur valið á húsgagnið
Antíkkrem (sjá mynd)
Húsgagnavax eða lakk
Fínn sandpappír (grófleiki 180-200)
Lítil lakkrúlla og bakki
Málningarpensill u.þ.b. 5 cm breiður
Minni penslar úr föndurdeildum
Tvistur
Latexhanskar (ef þú vilt verja hendurnar)
Tuska
Lítil plastbox fyrir litina

Áður en byrjað er á málningarvinnu er best að útbúa gott vinnusvæði í kringum sig. Það er mikilvægt að vera ekki hræddur um að sulla málningu á húsgögn eða gólf og dreifa því úr dagblöðum og hafa borð þar sem hægt er að leggja frá sér málningardósir og pensla. Höldur og skraut sem hægt er að taka af, er best að fjarlægja svo að það sé ekki fyrir manni. Á myndunum sem fylgja eru skúffurnar í skápnum á meðan á vinnunni sendur, en ég tók þær úr og vann þær sér.

Þegar búið er að velja lit eða liti, er að fara út og kaupa þá. Það getur verið vandasamt að finna hárréttan lit og kostar stundum svolítið ferðalag á milli búða. Á stóra fleti finnst mér best að láta blanda fyrir mig málningu í 1l dós og fyrir þennan skáp fékk ég málninguna í Slippfélaginu. Þeir eru með gott litaúrval. Af öðrum litum þarf líklega ekki eins mikið og þá er hægt að kaupa í minni plastflöskum í föndurdeildum. Ég keypti mína akrýlliti í A4 föndurdeildinni og Litum og föndri. Ef húsgagnið sem á að mála er lítið og nett, þá duga þessar litlu plastflöskur nokkuð vel því akrýllitir þekja vel.

img_9247

Yfirleitt eru húsgögn, hvort sem þau eru gömul eða ný, með húsgagnalakki, póleruð eða vaxborin þegar maður fær þau í hendurnar. Akrýlmálningin festist ekki vel á lakki og þessvegna verður að byrja á því að grunna með trégrunni áður en byrjað er að mála. Þú getur fengið trégrunn í hvaða byggingar eða málningarverslun sem er. Ef flöturinn sem á að mála er stór, þá er best að grunna með lakkrúllu og síðan pensli í horn og skorur svo að pensilstrokur sjáist ekki. Þegar grunnurinn er orðinn þurr, er gott að fara lauslega yfir hann með fínum sandpappír, þá tekur hann betur við málningunni sem kemur ofaná.

img_9216

Síðan er að mála skápinn eða húsgagnið. Eftir að hafa grunnað allan skápinn minn, rúllaði ég stóru fletina og skúffurnar með blárri málningu, tvær umferðir. Síðan málaði ég með litlum pensli alla lista, útskurð og skreytingar í þeim litum sem ég var búin að ákveða. Ég skipti oft um skoðun á meðan á verkinu stóð og málaði yfir lit með öðrum lit og enn öðrum. Það má skipta um skoðun á meðan það er hægt. Maður verður að vera alveg sáttur við litavalið.

img_9218

Skápurinn sem ég málaði er gamall og því vildi ég ekki láta hann líta út fyrir að vera nýmálaðan. Ég vildi láta hann líta út eins og gamlan sveitaskáp. Því þurfti ég að vinna í því að gera hann svolítið máðan og helst skítugan. Þá þarf að hugsa sig vel um hvernig best sé að bera sig að. Húsgögn verða máðust þar sem mest mæðir á og þetta þarf að reyna að ímynda sér. Á skáp verður mestur núningur í kringum höldurnar, þar sem alltaf er verið að opna skúffur og hurðir. Hornin fjögur á skúffunum nuddast við grindina í hvert skipti sem skúffan er dregin út og skáphurðir eyðast þar sem maður tekur mest í þær.

img_9251

 

Þetta eru staðirnir þar sem þarf að má málninguna af, pússa niður svo að viðurinn komi í ljós, með sandpappír og/eða stálull. Ekki má ganga of langt, þá lítur þetta gervilega út. Eftir þetta er hægt að smyrja antíkkreminu á málninguna til að gera hana skítuga og gamla. Þetta efni er borið á eins og málning með pensli og strax strokið yfir með klút eða svampi svo að ekki verði of þykkt lag.

img_9244

Best er að vinna með lítil svæði í einu. Þetta krem á að festast í hornum, sprungum og skorum, eins og ævafornt ryk og skítur. Það er best að byrja með þunnu vatnsblönduðu lagi, það má alltaf bæta við öðru lagi. Ég hef svampinn blautan svo ég geti stjórnað með honum hvar ég þvæ meira af og hvar minna. Ef þú vilt ganga lengra og hafa verulega skítug svæði þá kemur gamla góða skósvertan að góðum notum.

img_9248

Þá er komið að fráganginum. Akrýlmálning er viðkvæm og mött og það þarf að verja hana. Það er hægt að nota húsgagnalakk og rúlla yfir og pensla þegar skápurinn er tilbúinn. Sjálf er ég ekki hrifin af lakkáferðinni, hún glansar of mikið fyrir minn smekk. Ég nota frekar húsgagnavax. Það má bera það á með pensli, á lítinn flöt í einu, og svo þarf að nudda vaxinu inn eða pólera með tvisti, líkt og þegar bíll en bónaður. Þetta er svolítil vinna en það kemur afar falleg áferð þegar þetta er gert vel.

img_9236

Að gleyma sér svona við að mála húsgagn er allra meina bót. En það þarf þolinmæði, ekki bara þína heldur allra á heimilinu, því herbergið er undirlagt í þá daga sem á verkinu stendur. En það er vel þess virði.


Tilkallssýki

$
0
0

Haukur Már Helgason skrifaði þessa grein og birti á vef sínum og gaf Kvennablaðinu leyfi til að birta hér:

„Let them deny it“ – ég var barn þegar ég heyrði fyrst þennan frasa, sem er eignaður Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseta. Hann hefði stungið upp á því að klaga einhver ósköp upp á pólitískan andstæðing, sagði sagan. Þegar ráðgjafi svaraði því til að það væri augljós lygi á Lyndon að hafa svarað með þessu viðkvæði. „Let them deny it“ er raunar stytt, almenn útgáfa. „Let the bastard deny it“ virðist helst í umferð þessa dagana, en „Let’s make the bastard deny it“ er hugsanlega upprunalegust, hvað sem það þýðir í þessu samhengi.

Á Íslandi er viðkvæðið vel þekkt. Elsta tilfelli þess í íslenskum prentmiðli virðist vera í grein sem Árni Bergmann skrifaði í Þjóðviljann 1979, eftir að blaðamaður Vísis hafði kallað hann „fyrrverandi KGB-agent í Moskvu“. „Let the bloody devil deny it,“ er útgáfa Árna. Þá hafði Johnson legið dauður í sex ár. Hafi Árni samið línuna, eða flutt hana inn, þá er ekki nóg að fyrirgefa honum heldur á hann lof skilið, samkvæmt því viðmiði Salvadors Dali, að fyrsti maðurinn til að líkja ungri konu við rós var augljóslega skáld, þó að sá næsti hafi vel mögulega verið idíót.


Línan birtist aftur 1980 og 1981. Í heilan áratug liggur hún síðan í þagnargildi, eða utanprents að minnsta kosti, þar til 1990 að hún skýtur upp kollinum í blaðagrein. Og hverfur ekki síðan.

1998 birtust í það minnsta fimm blaðagreinar með þessu viðkvæði. Metár þess hins vegar, er 2007. Um þann rógburð að mótmælendur við Kárahnjúka fengju borgað fyrir að láta handtaka sig var skrifað: „Þetta voru bara dylgjur samkvæmt formúlunni: „Let the bastards deny it!“. Á sama tíma brást „söguritari Ísal“ við athugunum Landverndar á loftmengun sem sagt var að bærist yfir Hafnarfjörð, frá Hveravirkjunum með greininni „Er Nixon orðinn fréttastjóri á Íslandi?“ Þar má lesa að athæfi Landverndar sé: „allt í anda forsetans Nixons; let the bastards deny it – látum helv… neita því“. Sú grein hét „Er Nixon orðinn fréttastjóri á Íslandi?“, og var svarað í greininni „Nixon og hveralyktin“. Henni svaraði söguritari ÍSAL með pistlinum „Nixon og skrattinn á veggnum“, 159 orða ritgerð þar sem máltækið kemur fyrir þrisvar sinnum.

Rúmri viku eftir þetta orðaskak birtist loks greinarstúfurinn „Til varnar Nixon“, til að benda á að Nixon hafi ekki sagt „Let the bastard deny it!!!“, heldur Johnson.

Árið 2008 dettur svo allt í dúnalogn. Árið sem Ísland afhjúpaðist lætur enginn hafa það eftir sér að Nixon eða Johnson liggi í loftinu. Viðkvæðið hefur raunar ekki borið sitt barr síðan.

Fyrr en semsagt að það krælir á því núna. Máltækið sem á níunda áratugnum var sagt upprunnið í því að Lyndon B. Johnson hefði logið fjárglæfrum upp á mótframbjóðandi sinn, er nú sagt tilkomið kringum lygi sama forseta um að andstæðingur hans „hefði kenndir til svína“. Þannig virka tilvitnanir án heimilda, þær laga sig betur að tíðarandanum.


Lyndon B. Johnson í Reykjavík

Það sem ég vildi hins vegar fara með þessu er að þó að þessi ummæli séu einatt viðhöfð innan gæsalappa, á ensku, og beri með sér að þau séu víðförul eins og mælandinn – en um leið kannski ný speki fyrir þekkingarþyrstum lesanda – þá lítur ekki út fyrir að þau séu mikið þekkt eða notað utan Íslands.

Gúgli maður þá útgáfu sem er algengust meðal Íslendinga, „let the bastard deny it“, birtist listi yfir 45 tilfelli, alls. Af þeim eru 32 frá Íslandi. „Let the bloody devil deny it“, útgáfa Árna Bergmanns, er bara til á Íslandi. Sama á við ef ég geri leit í bókum, þar koma aðeins upp íslenskir textar – ekki einn einasti á ensku. “Let’s make the bastard deny it” er eina útgáfan sem birtist oftar í enskum texta en íslenskum, hvort sem er á vef eða prenti. Hún hefur ratað í sex bækur, þar á meðal bókina Better Than Sex eftir Hunter S. Thompson. Utan bóka fyrirfinnst þessi lína alls 2.470 sinnum á netinu. „Í draumi sérhvers manns“, til samanburðar, finnst 9.450 sinnum. „I have a dream“: 40 milljón. (Í íslenskum prentmiðlum hafa orðin „I have a dream“ birst um það bil jafn oft og slóttugheitin hans Johnson – en reynist oftar en ekki vísa til samnefndrar plötu hljómsveitarinnar ABBA, frekar en til ræðu Martins Luther King).

Með öðrum orðum eru til heimildir utan Íslands um að eitthvað í þessa veru hafi verið haft eftir Lyndon B. Johnson (þó að fáir virðist í dag fullyrða að orðin séu beinlínis frá honum komin). En hvergi virðast þau hafa komist á sama flug og á Íslandi. Hvers vegna? Verða Íslendingar oftar fyrir því en aðrir að logið sé upp á þá? Eða eru þeir kjarkmeiri en aðrir við að rísa upp gegn slíku? Eru þeir vænisjúkari en aðrir, hættara en íbúum annarra málasvæða við að telja sig borna röngum sökum?Eða birtast hér slóttugheit Íslendinga, gripu þeir á lofti þetta orðfæri sem aðrir fóru á mis við, til að smokra sér út úr vandræðum þegar rök þrýtur – til að gera, eiginlega, það sem þeir þar með væna andstæðinginn um?


Ég veit það ekki. Mér datt í hug, þegar ég sá þetta birtast á ný, ensa orðalagið „sense of entitlement“. Að finnast maður eiga tilkall til forréttinda. Tilkallssýki datt mér í hug að mætti kalla það. Efri stéttir þjást nú af tilkallssýki svo ræða má um faraldur. Á frumstigi birtist hún sem einföld, hversdagsleg frekja. Á seinni stigum getur tilfinning fyrir tilkalli til alls konar gæða, umfram annað fólk, þróast í óyggjandi, efalausa sannfæringu. Á lokastigi lýsir tilkallssýki sér í hugmyndum um óskeikulleika: stétt sem er svo langt leidd af pestinni tekur botnlausa hugaróra sína fram yfir hvaða staðreynd sem er borin á borð fyrir hana. Staðreyndir málsins, hvað sem um ræðir, víkja þá fyrir eðli málsins. Meðlimir stéttarinnar verða í einlægni sannfærðir um að hvaða sökum sem þeir eru bornir séu þær, eðli málsins samkvæmt, rangar. Innilegur þótti og vandlæting þeirra sjálfra birtist þeim sjálfum sem óhrekjanleg staðfesting þeirra eigin sannfæringa, og hrakning á hverju öðru sem kann að hafa verið haldið fram en verður gleymt fyrir bröns.

Hvort það er þá tilkallssýkin sem ræður því að Ísland á, svo gott sem, sína eigin tilvitnun í Lyndon B. Johnson? Eins og ég sagði, ég veit það ekki. Samt varla. Ástandið er, eins og stéttin sem það plagar, alþjóðlegt. Eftir stendur ráðgáta.

Verður dýraréttur virtur og dýraníðingar látnir sæta kæru af hálfu MAST?

$
0
0

Árni Stefán Árnason lögfræðingur með sérhæfingu á réttarsviðinu dýraréttur sem fjallar réttarstöðu dýra og umráðamanna þeirra skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook í kvöld eftir umfjöllun Kastljóss um eggjaframleiðandann Brúnegg. 

„Nú spyr maður, verður dýraréttur samkvæmt dýravelferðarlögum virtur og verða dýraníðingarnir látnir sæta kæru af hálfu MAST. Myndirnar lýsa einhverju ógeðfeldasta dýraníði, sem ég hef séð, fullframin, síendurtekin brot, sem geta varðað allt að tveggja ára refsingu í fangelsi. Jafn slæm og meðferðin á dýrunum hefur verið er stjórnsýsla MAST og æðra settra framkvæmdavaldshafa. – Ekkert gert.

screen-shot-2016-11-28-at-23-57-25

Hvar er þingið, eftirlitsaðili framkvæmdavaldsins. Það sat þunnu hljóði á meðan svínaníði ringdi yfir þjóðina síðasliðið haust með fréttum Ríkisútvarpsins.

Fyrstu upplýsingar um að ekki væri allt með felldu hjá Brúnegg komu frá mér á haustmánuðum 2010 með youtube myndbandi, sem Kristin Gylfi krafðist að ég fjarlægði en ég hafði farið í heimsókn í þennan dýragargð. Ég mótmælti því og sagðist ælta að fylgja þessu máli eftir og vinna hörðum höndum að koma á hann böndum ef hann ekki tafarlaust ynni samkvæmt reglugerð um vistvæna eggjaframleiðslu.

ATH! Árni Stefán verður í viðtali hjá Harmageddon í fyrramálið

Siðblinda einkennir Kristin Gylfa. Svona fer ekki nokkur heilbrigður einstaklingur með dýr. Honum er alveg sama um þann attgang sem verður næstu 2 daga þegar málið deyr svo Drottni sínum í fjölmiðlum.
Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að MAST kæri Kristinn og gefin verði út ákæra með kröfu um hæstu refsingu að lögum um dýravelferð og kröfu um sviptingu leyfis til að halda dýr. Svínamálið í fyrra sem var í svipuðum dúr er niður fallið þó um fullt af fullfrömdum brotum væri að ræða í því máli líka.

Ekkert gert af hálfu MAST annað en að krefjast úrbóta.

Refsiákvæði dýravelferðarlaga eru sett í lög til að beita þeim og ég hef ekki hugmyndaflug um verri meðferð en þá sem ég varð vitni að í kvöld. Krafa mín er jafnframt sú að yfirdýralæknir og forstjóri MAST verði leystir frá störfum, þeir eru óhæfir til að sinna lögbundnu hlutverki sínu að gæta dýravelferar og rétta að lögum. Tvo stórmál um verulegt dýraníð á sl. 12 mánuðum hljóta að vera ástæða til að huga að breytingum á mannauði MAST og bæta hann þannig að unnið sé skv. skýrum settum rétti um velferð dýra.“

Árni Stefán skrifaði um aðbúnað dýra á Íslandi í DV árið 2010 og meðal annars um aðbúnað dýra hjá eggjaframleiðandanum Brúnegg.

Melabúðin og Krónan hætta að selja Brúnegg

$
0
0

Í kvöld tilkynnti Melabúðin á Facebook að í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um bú eggjaframleiðandans Brúnegg myndi verslunin ekki lengur selja egg frá þessum framleiðanda. Í Kastljósi kvöldsins sem við hvetjum ykkur til að horfa á, kom fram að eggjaframleiðandinn hefur aldrei uppfyllt skilyrði þau sem framleiðandinn stærir sig þó af – að um vistvæna framleiðslu sé að ræða. Neytendur hafa því verið blekktir um árabil svo ekki sé minnst á meðferð hænsnanna sem mega búa við óviðunandi aðstæður.

 

Melabúðin hefur að gefnu tilefni tekið úr sölu egg frá eggjaframleiðandanum Brúnegg.

Verslanir Krónunnar muni gera slíkt hið sama en Krónan sendi frá sér tilkynningu á Facebook nú í kvöld

Það er óneitanlega undarlegt að eftirlitsstofnanir skuli hafa heykst á hlutverki sínu þegar kemur að verndun dýra og upplýsingaskyldu til neytenda en jafnframt ánægjulegt að sómakærir kaupmenn skuli taka það eftirlitshlutverk að sér með fyrirsjáanlega afdrifaríkum hætti.

Hagkaup og Bónus hætta að selja Brúnegg

$
0
0

Verslanir Bónus og Hagkaups hafa hætt sölu eggja frá framleiðandanum Brúnegg. Tilkynningar þess efnis birtust á Facebook fyrirtækjanna tveggja. Í gær tilkynntu bæði Melabúðin og Krónan frá því að viðskiptum með Brúnegg yrði hætt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um eggjaframleiðandann Brúnegg.

Eftir umfjöllun Kastljóss um blekkingar gagnvart neytendum og brot á reglum um velferð dýra hafa Brúnegg verið tekin úr sölu í öllum verslunum okkar.

Mánudaginn 28.11 voru öll egg frá Brúnegg ehf. tekin úr sölu í öllum verslunum Hagkaups.

Þing án starfa

$
0
0

Í dag er liðinn mánuður frá kosningunum þar sem ég var kosinn inn á Alþingi ásamt 62 öðrum. Síðustu vikurnar hefur almenningur fátt frétt af okkur þinginu annað en hverjir séu í óformlegum eða formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, að þessi hafi talað við hinn og hver vilji eða vilji ekki vinna með hverjum. Þessi fasi þingstarfanna endurspeglar ekki mikilvægi þeirra og það sem verra er – verður til þess að stór hluti þingmanna situr á hliðarlínunni og bíður.

Á meðan forystumenn stjórnmálaflokkanna ræða mögulega stjórnarmyndun gætum við hin gert svo miklu meira gagn en við gerum. Þingið þarf nefnilega ekkert að bíða eftir myndun ríkisstjórnar til að geta hafið störf. Ríkisstjórnir starfa í umboði þingsins en ekki öfugt.

En það er ekki búið að hefja þingstörfin. Þingsalur hefur staðið tómur frá því fyrir kosningar.

Þetta hefur verið nefnt af og til undanfarið. Þá er gjarnan bent á hvað sé farið að liggja mikið á því að þing komi saman til að afgreiða fjárlög. Fjárlög eru stórt og flókið verkefni sem er oftast unnið á þremur mánuðum, en núna er réttur mánuður til áramóta.

En það er fleira sem við þingmenn gætum gert héðan úr salnum. Á venjulegum þingfundardegi á sér oft mikilvæg umræða stað á þinginu. Umræða sem kallast á við það sem er að gerast úti í samfélaginu og styður við ýmislegt sem brennur á almenningi.

Mér varð hugsað til þessa í gærkvöldi þegar ég horfði á fréttaskýringu Kastljóss af skelfilegum aðstæðum alifugla á eggjabúum.

Tryggvi Aðalbjörnsson og félagar hans í Kastljósinu gerðu frábæra hluti í gær. Þau sýndi hvað metnaðarfullur fjölmiðill getur gert mikið til að gæta almannahagsmuna. Ritstjórnin þrýsti lengi á að fá gögn afhent, vann sig svo í gegnum stafla af upplýsingum og matreiddi á aðgengilegan og skýran hátt fyrir almenning. Viðbrögðin hafa heldur ekki látið standa á sér. Fólki misbauð það sem það sá og kallar eðlilega eftir viðbrögðum.

Þegar krafist er viðbragða kemur sér vel að hafa starfandi þing. Ef þingið væri komið saman hefðu kjörnir fulltrúar getað gripið boltann á lofti og unnið málið áfram þar sem umfjöllun Kastljóss sleppti. Fjölmiðlar og stjórnmálamenn gegna oft sama hlutverki, þó úr ólíkum áttum sé – við eigum öll að gæta hagsmuna almennings.

Starfandi Alþingi gæti spurt landbúnaðarráðherra nánar út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þingmenn gætu krafist skriflegra svara frá ráðuneytinu um verkferla og viðbrögð eftirlitsstofnana. Svo væri ekki úr vegi að taka góða umræðu um velferð dýra í stóra samhenginu. Og það sem er kannski undirliggjandi stóra fréttin: Það mætti nýta þessa umfjöllun til að minna á mikilvægi þess að upplýsingar séu aðgengilegar fjölmiðlum og almenningi, sem ætti að vera reglan frekar en undantekningin.

En í staðinn sitjum við þingmennirnir mánuði eftir kosningar og bíðum enn.

Kannski geta erlendar starfsmannaleigur skaffað okkur kennara

$
0
0

Ef við þráumst við og höldum áfram á sömu braut í menntamálum þá endum við kennaralaus innan tíðar. Menntaðir kennarar geta nefnilega mjög auðveldlega þénað meira annarsstaðar. Til dæmis í Bónus. En það er óþarfi að örvænta, við getum fengið útlendinga til að sjá um þetta fyrir okkur.

Fengið hingað kennara í gegnum erlendar starfsmannaleigur á spottprís. Ég er viss um að þar á bæ eru menn mikið meira til í það að kenna börnum íslensku í upphitaðri skólastofu en að strita launalaust ofan í skurði á einhverju byggingarsvæði í öllum veðrum.

Það er margt sem börnin okkar geta lært af svona farandkennurum. T.d að lífið er oft ósanngjarnt, að allir menn og hlutir eru „kurva“ og að menntun er mjög mikilvæg ef þú vilt ekki þurfa að að vinna við vanþakklát og illa launuð störf eins og kennslu.

Önnur hugmynd væri að fá ferðamenn til að kenna í staðinn fyrir að fá að gista í skólunum. Þá þarf ekki að byggja fleiri hótel. Með  öllum þessum fjölda ferðamanna væri leikur einn að manna þetta. Þeir fá að gista frítt í skólunum og börnin fá fyrirtaks alþjóðlega menntun. Fjölbreytnin meðal kennara væri þá svo mikil að víðsýni íslenskra nemenda yrði til fyrirmyndar. Einn daginn væru það vinaleg bandarísk hjón sem sæju um kennsluna en daginn eftir væri það finnskur rappari sem spilar á Airwaves seinna um kvöldið. Börnin geta skapað sér tekjur með því að selja kennurunum sínum ullarpeysur og tuskulunda.

Við getum líka bara hent börnunum inn á einhverja skrifstofuna strax eftir leikskóla og látið fyrirtækin í landinu sjá um að kenna og fræða börnin. Þannig geta þau alið upp hinn fullkomna starfsmann frá grunni. Það er hvort sem er stefna stjórnvalda að stytta nám barna og koma þeim fyrr inn á vinnumarkaðinn. Því ekki að sætta okkur við það núna að okkur er ætlað að verða þrælar atvinnulífsins og gera það bara almennilega. Ef þér er skutlað sex ára gömlum niður í Sjóvá á hverjum degi þá verður þú sko frábært tryggingasölumaður um tvítugt og þarft ekkert annað.

Fyrirtækin þyrftu auðvitað eitthvað að aðlaga sig að því að vera allt í einu orðin uppeldisstofnun líka. Starfsmenn Dekkjaverkstæðis Guðsteins eru kannski ekki vanir því að hafa lítinn bekk af upprennandi dekkjaverkstæðisköllum en til lengri tíma litið má búast við minni röðum þegar allir vilja nagladekkin undir í einu.

Við þurfum að fara að hugsa út í þetta. Við þurfum að hafa einhverja áætlun til að skólastarf leggist hreinlega ekki af. Nú ef menn eru ekki tilbúnir að láta útlendinga eða bara einhverja aula af götunni sjá um kennsluna þá þurfum við að hækka launin. Bara það að kennarar næðu meðallaunum í samfélaginu væri strax byrjun.

Við gætum beitt sömu rökum og eru fyrir háum launum stjórnenda og þeirra sem bera mikla ábyrð til að réttlæta hækkun kennaralauna. Það hlýtur að gilda það sama og í fyrirtækjarekstri að við fáum betri kennara fyrir vikið og þar af leiðandi betri menntun.

Það orkar nefnilega mjög tvímælis að við sem þjóð tölum um mikilvægi menntunar og greiðum svo þeim sem sjá um að mennta okkur ömurlegt kaup. Svo eru börnin það mikilvægasta sem við eigum en samt ekki það mikilvæg að við séum tilbúin að greiða þeim almennilega sem sjá um að undirbúa þau undir lífið.

Við sýnum ekki störfum þar sem unnið er með fólk neina virðingu. Öll okkar áhersla er á peninga og vinnumarkaðurinn endurspeglar það. Ef þú passar að einhver geti grætt einhverstaðar þá metur samfélagið þig verðugan launa þinna en ef þú passar upp á að einhver muni geta fótað sig í lífinu þá máttu hafa þig allan við að eiga í þig og á. Stór hluti þjóðarinnar kýs sérstaklega flokkinn sem hefur þetta beinlínis á stefnuskránni.

Ég fagna því að kennarar láta ekki bjóða sér þetta lengur. Ég er líka ánægður með að þeir hafi fundið aðgerðarsinnann í sér og fari bara beint í uppsagnir í stað þess að standa í þessum verkfallsdansi sem engu skilar. Ef það er ekki komið vel fram við þig og af virðingu þá tekur maður saman og fer. Það á við jafnt um hjónabönd, starfsvettvang og hvað sem gengur á í lífinu.

Boltinn er hjá stjórnvöldum – að sýna okkur hvers virði menntun barnanna okkar er. Ef hún er einskis virði þá er flott að fá það bara á hreint sem fyrst. Kennarar sem færa sig yfir í ferðaþjónustuna geta þá frætt erlendu ferðamennina um það hvað raunverulega skiptir okkur Íslendinga máli.

Annars er ég sannfærður um það að ríkið lúffar fyrir réttlátum kröfum kennara um leið og bankastarfsmenn geta ekki mætt í vinnuna því þeir eru fastir heima með börnunum sínum.

„Herjans tussa á kletti“

$
0
0

Látra-Björg (1716-1784) var hörkukelling sem sótti sjó og tók á móti börnum, orti fleygar vísur og lagðist í flakk. Hún er ein af fáum konum frá 18. öld sem urðu nafnkunnar en margt það sem konur ortu þá og rituðu hefur glatast. Björg kemur við sögu í nokkrum nýlegum skáldverkum og heimildamynd er í smíðum um hana. Hermann Stefánsson gerir Björgu að aðalpersónu í nýrri skáldsögu sinni, Bjargræði, og segir frá hinstu kaupstaðarferð hennar.

15046235_10154722000288390_442348561_n-pngSagan af Björgu gerist í nútímanum, á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur sem hún kallar„rass veraldar“ (12). Þangað hefur Tómas, tuttugustu aldar líkkistusmiður, dregið Björgu nauðuga til að fá hjá henni ráð. Hún lætur gamminn geisa yfir kaffinu um klerka og hrokafulla valdsmenn, duglausar ríkisstjórnir, homma og túrista; tengslaleysi, ástleysi og áhugaleysi í nútímanum og hvernig fólk hefur tapað tengingunni við náttúruna; orðhvöss og napuryrt sem fyrr. Já, það stendur út úr henni blábunan, eins og hún segir iðulega í bókinni.

Mergjaðir tímar

Björg fæddist fyrir réttum þrjú hundruð árum, ólst upp hjá vandalausum á Látrum við sult og seyru og fór ung til sjós. Hún var harðdugleg og fékk sama hlut aflans og karlar, sem þótti tíðindum sæta. Oft var illt orð lagt til hennar, hún jafnvel þjófkennd og grunuð um galdra. Hún lagðist í flakk og fann á eigin skinni að það er „óbrigðult mæliker á hvert samfélag hvernig komið er fram við umrenninga“ (51).  Björg var uppi á mergjuðum tímum í Íslandssögunni þegar djöfullinn sat um sálina, huldufólk bjó í steinum, orðin höfðu magn og jurtir lækningamátt. Og hún var barn síns tíma: „ég er orðanna, ekki skilgreininganna, galdursins og ekki vísindanna“ (29).

Hofmóðugir gikkir

Magnús Stephensen, embættismaður og ríkisbubbi á átjándu öld, sem hataðist við alþýðukveðskap, er jafnan talinn helsti boðberi fræðslustefnu sem kallast upplýsing hér á landi. Efst á stefnuskránni var að bægja burt myrkri hjátrúar og fáfræði með ljós skynseminnar að vopni. Viðhorf almúgans til framfarabröltsins í forsprökkum upplýsingarinnar birtist vel hjá Björgu. Hún getur ekki fallist á að hafa fálmað í myrkri alla sína tíð og að lausnina við öllum vanda sé að finna í endalausum umbótum og hofmóðugri upplýsingu – hún er jafn svöng og fátæk fyrir því. Það eina sem hún fær að kenna á er hroki, valdníðsla og lygi (151-152). Björg rís gegn valdinu og gengur hnakkakert móti straumnum í  samfélaginu ef því er að skipta:

Þó að gæfan sé mér mót
og mig í saurinn þrykki
get ég ekki heiðrað hót
hofmóðuga gikki

(239)

„Hvílíkt þvaður“

Sjónarhorn sögunnar er frumlega útfært. Björg masar allan tímann en Tómas kemst aldrei að. Hún hefur yfirsýnina, alla þræði í hendi sér, þekkir fortíð og framtíð, allar hugsanir og þrár. Þetta er einræða þar sem talað er við 2. persónu, erfiður frásagnarháttur sem er örsjaldan notaður og því sérlega gaman þegar svo vel tekst til eins og í þessu verki.

Orðræða Bjargar einkennist af innibyrgðri sorg og reiði.  Hún verið rægð, útilokuð og hrakin allt sitt líf. Ekki er hún sátt við skrif Tómasar Guðmundssonar, skálds, um sig í Konum og kraftaskáldum, þar sem segir að hún hafi mótast af ástarsorg: „hvílíkt þvaður, melódrama úr froðusnakki, hvílíkur hroki gagnvart liðinni tíð“ (30). Og aðrir fræðimenn sem um hana hafa fjallað fá einnig makið um bakið. Hún getur þó ekki verið annað en ánægð með Hermann Stefánsson sem dregur hér upp fádæma skemmtilega mynd af henni.

Fótbrotinn köttur

Málfar Bjargar er kröftugt, myndrænt, meinfyndið og fyrnt, stuðlað og taktfast, heimspekilegt (hávaxið fólk stendur nær himinum, 35); ljóðrænt (sinugult sumartungl, 42); og fyndið („þar sem var svo þýft að eitt sinn fótbrotnaði þar köttur,“ 43). Það er hrein unun að lesa þennan texta. Og það lýstur einhverju fallegu saman í huga lesandans þegar notuð eru 18. aldar orð og hugtök til að lýsa nútímanum; bera t.d. saman kaffihús og baðstofu og stöðu útigangsmanna fyrr og nú. Orðfærið er dillandi gamaldags, greinilega grafið upp úr gulnuðum skjölum: „Þannegin, óekkí, læknirnarnir, einnegin, spesímen og dokúment…“.  Björg tekur fyrir helstu búsvæði nútímamanna (200) með aðferðum sem minna á Ferðabók Eggerts og Bjarna þar sem íbúar hvers landshluta fá lyndiseinkunn; stórskemmtilegt er t.d. hvernig helstu hverfin í Reykjavík koma Björgu fyrir sjónir og vei þeim bjálfum sem búa í Kópavogi eða Garðabæ!

Langanes er ljótur tangi

Björg var þjóðþekkt fyrir að yrkja beinskeytt kvæði um bæi sem hún kom á þegar hún var á flakki og fékk misjafnar viðtökur, s.s. vísuna landsfrægu: „Langanes er ljótur tangi…“. Víða eru kunn kvæði Bjargar felld smekklega inn í söguna og einnig er ort í anda hennar:

Hér eru menn með flírugt fas
firrtir dagsins striti
vaða elg með argaþras
engu þó af viti
ráfa í svefni um rótlaust líf
rata hvergi en dorma
iðka mont og kvart og kíf
klína sig við storma
í vatnsglösum og vælið þý
væmna kyrjar sálma
um blýþungt fiður, fiðrað blý
en fúlir hundar mjálma…

(50-51)

Listilega gert

„Sannleikurinn er mín íþrótt, kúgandi valdið fjandmaðurinn, stuðlarnir mitt lífsmagn og rímið mitt skjól (37), segir Björg borubrött. Bjargræði er skáldsaga um skáldkonu og skáldskap og hún fjallar líka um vald og ást og pólitík; helstu drifkrafta mannlegrar tilveru á öllum tímum. Nútíminn er skoðaður í spegli fortíðar og það hallar verulega á „nútíðarmennin“ sem þvælast dekruð og þýlynd með sjálfustöng í þunnildislegu borgartildri og vita hvorki í þennan heim né annan.

Og á meðan bunan stendur út úr Björgu, fer einnig fram sögu af ástarraunum Tómasar. Þannig tala aldir og kyn saman um ástina, hið sígilda yrkisefni, sem breytist lítið í tímans rás. Björg vandar honum ekki kveðjurnar þegar hann klúðrar sínum ástamálum hrapallega:

„Tómas, þú ert helvítis taðsekkur, herjans tussa á kletti, galapín og gorvambarhaus, ég hef megnustu skömm á þér, guddilon, hérvillingur, hémóna og geðluðrunnar guddilon og vesalingur og bjálfi“ (141).

Það kemur í ljós undir lok sögunnar að Látra-Björg hvílir ekki í friði því hún á erindi við Tómas, líkt og fortíðin á alltaf erindi við nútímann. Bjargræði er listilega skrifað hjá Hermanni Stefánssyni, sama hvar gripið er niður.

Bókaútgáfan Sæmundur, 2016

307 bls með eftirmála

Ljósmynd af vef Rithöfundasambands Íslands


Brúsaegg frá Nesbú eru í raun Brúnegg – UPPFÆRT Nesbú hættir að versla við Brúnegg

$
0
0

Uppfært: Nesbú hætta að versla við Brúnegg samkvæmt frétt RÚV. Kvennablaðið fékk símtal frá Nesbú í morgun þar sem þetta var staðfest og ennfremur vildi Nesbú taka fram að brúsaeggin hefðu fram á þennan dag ekki eingöngu verið úr eggjum framleiddum hjá Brúnegg heldur væru líka eða um 60-70% af heildarframleiðslu notuð 2. flokks egg frá Nesbú í brúsaeggin. 

RÚV greindi frá því í dag að eggjaframleiðandinn Nesbú kaupir um eitt tonn á viku af annars flokks eggjum frá Brúneggjum.

Starfsmaður Nesbús, sem Kvennablaðið ræddi við, sagði að eggin, sem keypt væru frá Brúnegg, færu eingöngu á brúsa, en Nesbú selur eggjahvítur, eggjarauður, eggjakökumix og heil egg í brúsa, til matvælaiðnaðar, í gegnum Ó. Johnsson & Kaaber. Ó. Johnsson & Kaaber selur líka heil Brúnegg samkvæmt vörulista.

Mynd úr vörulista Ó. Johnson & Kaaber

Mynd úr vörulista Ó. Johnson & Kaaber

Starfsmaður Nesbús vildi taka fram að Nesbú hefði, eins og öðrum, orðið mikið um umfjöllun Kastljóssins, enda hefðu þau verið grunlaus um hvers kyns var. Í framleiðslu eggjabrúsanna fara líka 2. flokks egg úr framleiðslu Nesbús.

Ekki er tekið fram á umbúðum Nesbús að uppruni eggja í brúsum sé að hluta hjá eggjaframleiðandanum Brúnegg.

Mynd úr vörulista Ó.Johnson & Kaaber

Mynd úr vörulista Ó.Johnson & Kaaber

Brúsaeggin eru notuð á veitingahúsum, bakaríum og iðnaðareldhúsum landsins. Kvennablaðið ræddi við nokkra matreiðslumenn sem sögðu að þessi brúsaegg væru notuð í eldhúsum flestra veitingahúsa og víst er af þessum samtölum að dæma að veitingamenn eru grunlausir um að brúsaeggin séu í raun frá Brúneggjum því brúsar eru merktir í bak og fyrir með nafni Nesbús.

Í frétt RÚV segir Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbú að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að hætta viðskiptum við Brúnegg. „En það gæti samt alveg orðið þannig. Við ákváðum að láta þennan dag líða,” segir Stefán. En hvað segir veitingageirinn, matreiðslumenn og bakarar landsins?

Mun matvælageirinn sætta sig við það að nota vörur sem framleiddar eru við þær aðstæður sem raun ber vitni hjá eggjaframleiðandanum Brúnegg.

 

 

 

screen-shot-2016-11-29-at-18-05-17

 

Ekki ruglast! – Matís er ekki Matvís sem er ekki MAST …

$
0
0

Fréttatilkynning frá Matís:

Ekki nóg með að nöfn þessara eininga séu keimlík heldur er umfjöllunarefni þeirra að mörgu leyti það sama; matur! Það er því alls ekki skrýtið að fólk ruglist. Og til að bæta gráu ofan á svart þá eru þau með aðsetur eða útibú á nánast sama svæðinu í Reykjavík.

Í stuttu máli:

Matís: opinbert hlutafélag sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði

Matvælastofnun / MAST: ríkisstofnun sem sinnir m.a. stjórnsýslu og eftirliti og samræmir starfsemi heilbrigðiseftirlitsins á landsvísu

Matvís: félagasamtök iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum

Þá vitum við það!

Jóladagskrá Árbæjarsafns – jólin eins og þau voru í gamla daga

$
0
0

Jóladagskrá Árbæjarsafns er ómissandi hluti aðventunnar í borginni enda leitun að stað sem er eins notalegt og skemmtilegt að heimsækja á þessum tíma árs. Jóladagskráin er í boði sunnudagana 4. des, 11. des og 18. des 13:00-17:00

Dagskráin er á öllu safnsvæðinu og geta ungir sem aldnir rölt á milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta. Börn og fullorðnir dansa í kringum jólatréð og syngja vinsæl jólalög.

urbajarsafn-006-roman-gerasymenko

Húsin á Árbæjarsafni bera upprunaleg og skemmtileg nöfn. Í Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasahnífa og skera út laufabrauð en uppi á baðstofulofti er spunnið og prjónað. Í Kornhúsinu búa börn og fullorðnir til músastiga, jólapoka og sitthvað fleira. Í Hábæ er hangikjöt í potti sem gestir fá að bragða á. Í Nýlendu má fylgjast með tréútskurði og í Miðhúsum er hægt að fá prentaða jólakveðju. Í Efstabæ er jólaundirbúningurinn kominn á fullt skrið og skatan komin í pottinn. Í hesthúsinu frá Garðastræti eru búin til tólgarkerti og kóngakerti eins og í gamla daga. Jólahald heldra fólks við upphaf 20. aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og í Krambúðinni er kramarhús, konfekt og ýmis jólavarningur til sölu.

Fastir liðir:

14:00 Guðsþjónusta í safnkirkjunni.
15:00 Sungið og dansað í kringum jólatréð.
14:00-16:00 Jólasveinar skemmta gestum og taka þátt í söng og dansi í kringum jólatréð.

Að vanda býður Dillonshús upp á ljúffengar og hefðbundnar jólaveitingar.

Fullorðnir 18+ 1.500 kr.

Börn (yngri en 18), ellilífeyrisþegar (70+) og öryrkjar: Ókeypis aðgangur

Menningarkortið veitir ókeypis aðgang að safninu.

Allir velkomnir!

Ljósmyndir – Roman Gerasymenko

Yfirlýsing frá Nesbúeggjum vegna fréttar á Kvennablaðið.is

$
0
0

Í frétt á heimasíðu kvennablaðsins „Brúsaegg frá Nesbú eru í raun Brúnegg“ dagsett 29. nóv 2016 vill Nesbúegg koma með eftirfarandi yfirlýsingu:

Nesbúegg hefur síðustu ár verslað annars flokks egg af Brúneggjum sem og fleiri framleiðendum. Þessi egg hafa öll farið í eggjavinnsluna hjá Nesbúeggjum þar sem þau eru brotin gerilsneydd og sett á brúsa. Þessi egg fóru aldrei á neytendamarkað heldur á fyrirtækjamarkað.

Við gerðum þetta í góðri trú því við vissum ekki betur en að hlutirnir væru í lagi hjá þeim eins og aðrir viðskiptavinir Búneggja töldu einnig vera. Lítill hluti framleiðslunnar var gerður úr eggjum frá Brúneggjum, því mest af vinnsluvörunum kom úr eigin framleiðslu Nesbúeggja.

Einnig kemur fram í fréttinni að Nesbúegg selji gerilsneyddu vörurnar til matvælaiðnaðar í gegnum Ó. Johnsson & Kaaber. Rétt er að við seljum vörur í gegnum heildsölufyrirtækið Sælkeradreifingu. Hins vegar eru þeir ekki þeir einu sem selja vörur frá okkur og aðrir aðilar eins og Garri og Ekran selja mun meira. Einnig erum við mikið í beinum viðskiptum við ýmis framleiðslufyrirtæki.

Umfjöllun Kastljóss um aðbúnað dýranna hjá Brúneggjum kom okkur í opna skjöldu líkt og allri þjóðinni og var sú ákvöðun tekin að hætta öllum viðskiptum við Brúnegg frá og með 29.11.2016.

 

Athugasemd frá ritstjórn Kvennablaðsins: Ástæða þess að við tiltókum í frétt fyrirtækið Ó.Johnson & Kaaber er sú að í vörulista fyrirtækisins Ó,J & K eru umrædd brúsaegg auglýst.

Vandinn að lifa

$
0
0

 

Persónur Fórnarleika eru allar í vondri stöðu í lífsins tafli. Ógæfa fjölskyldu viðhelst mann fram af manni, vegna skapgerðarbresta, bælingar eða misskilinna fórna. Álfrún Gunnlaugsdóttir, einn af okkar fremstu rithöfundum, sendir frá sér magnaða fjölskyldusögu.

Rithöfundurinn og friðarsinninn Magni Ríkharðs- og Regínuson hyggst rekja harmsögu ættar sinnar og skrifa það sem hann kallar hina „óskálduðu skáldsögu“ með því að nota upptökur á snældum sem móðir hans lét eftir sig. Það reynist þó flóknara en hann hélt:

„Þó að persónur í lífinu og persónur í skáldskap eigi það sammerkt að rekast hver á aðra og ef til vill kynnast, miðast sú tilviljun í skáldskapnum að settu marki. Skáldsaga stefnir ævinlega í átt að tilteknum endalokum. Samverkanin milli persóna hefur sinn tilgang, og persónur opna ekki munninn án þess að það hafi merkingu eða afleiðingu fyrir framvindu sögunnar. Þessu er auðvitað öðruvísi háttað í lífinu. Ég hafði ímyndað mér að ég gæti fyllt upp í eyðurnar milli hins raunverulega lífs og hins skapaða lífs, en reyndist erfitt, því að persóna í skáldskap verður að hafa til að bera vissa samkvæmni í hegðun og hugsun, til að tekið sé fyllsta mark á henni (198-9)…“

Mæðgur takast á

fornarleikar_72Allt sitt líf hefur Magni tiplað á tánum í kringum drykkfellda móður sína. Hún sneri ólétt og próflaus heim frá Spáni á dögum Francos og átti erfitt með að fóta sig í tilverunni. Móðir hennar, Arndís, er fálát og aðfinnslusöm í viðleitni sinni til að vernda dóttur sína og sjálfa sig eftir að Guðgeir, eiginmaður hennar, framdi sjálfsmorð. Samskipti mæðgnanna eru erfið og þvinguð, vonbrigðin svíða og gamall sársauki er aldrei gerður upp.

Fórnarleikar er breið, epísk ættarsaga sem nær yfir fimm kynslóðir. Sagan er margradda, sjónarhornið hjá persónunum á víxl  og sögusamúðinni jafnt útdeilt en Magni hefur alla þræði í hendi sér. Atburðir og minningar úr fortíðinni lifna við og raðast í heilsteypta mynd af venjulegu fólki sem glímir við vandann að lifa. Saga Guðgeirs og Arndísar er fyrirferðarmest og áhugaverðust, hún gerist á stríðsárunum þegar erlendir straumar flæða að íslensku samfélagi sem einkennist af þröngsýni og kyrrstöðu. Það hillir undir önnur viðhorf og ný tækifæri sem kveikja von í brjósti ungu hjónanna:

„Fátæktin hafði verið reglan, ekki undantekningin, og það kom við auman blett í brjóstinu. Fátæktin hafði lokað svo mörgum dyrum og skilið svo fáar eftir opnar. En það hafði verið unnið að því  sigggrónum höndum að gera hana burtræka svo framtíðin blasti við með alla sína möguleika og splunkunýja siðmenningu. Eyjarembingurinn færi sína leið í fylgd með þröngsýninni og sjálfumgleðinni“  (59).

En björtu vonirnar lognast út af þegar Guðgeir er þvingaður til að taka við fyrirtæki föður síns og Arndís er löngum þrúguð af ábyrgð, skyldum og réttlætiskennd. Ekki er annað hægt en að finna til með þessum harmrænu persónum sem fara í gegnum lífið á hnefanum og færa fórnir sem engum er þægð í.

Hverfulleikinn

Víða eru áhugaverðar pælingar um skáldskap í verkinu, um hið forna og þögla samkomlag höfundar og lesanda (200), um mörk veruleika og ímyndunar og um hverfulleikann; hvað er eftir þegar allir eru farnir, myndirnar fölnaðar og raddirnar þagnaðar?

„Skrýtið annars … rödd á spólu tengist ekki líkama, líkt og hún hafi öðlast eigið líf. Röddin varð eftir þegar líkaminn fór, og svipaður draugagangur á sér stað með ljósmyndir. Á þeim er andartakið fryst að eilífu þó að allir séu farnir, og verða þar þangað til þetta sama andartak, svipbrigðin, brosið, þurrkast endanlega út. Hið sama gildir um hljóð sem tekið er upp, að lokum verður aðeins þögnin eftir“ (11).

Djúp viska

Fórnarleikar er bók þrungin djúpri visku, yfir henni svífur einhvers konar æðruleysi gagnvart örlögunum og boðskapur sögunnar á erindi við okkur öll sem lesendur og manneskjur. Það er mikilvægt hverri manneskju að missa ekki sjónar af sögu sinni og minningum. Og það er engum hollt að brjótast áfram í þrjóskulegri einsemd: „Maður var aldrei búinn undir neitt, það var meinið, varð að fóta sig einn, skilja flestallt upp á eigin spýtur eins og það væri í fyrsta sinn í sögu mannkyns sem það gerðist“ (88). Erfið samskipti, þögn og tengslaleysi geta haft afleiðingar út yfir gröf og dauða.

Magni virðist ætla að skora hverfulleikann á hólm og rjúfa vítahringinn því saga hans „ber í sér frjókorn annars konar lífs“ en á sama tíma þiggur hann fórn konu sinnar. Það er því ekki mikil von til að kynslóðirnar muni nokkurn tíma læra af reynslu og mistökum annarra.

Forlagið, 2016

216 bls.

 

 

 

YFIRLÝSING FRÁ SAMBANDI GARÐYRKJUBÆNDA

$
0
0

 

Að gefnu tilefni skal það áréttað að merki um vistvæna vottun er Sambandi garðyrkjubænda óviðkomandi.

Samband garðyrkjubænda hefur hins vegar einkaleyfi á vörumerkinu ,,Íslensku fánaröndinni“ en hún stendur fyrst og fremst fyrir íslenskan uppruna vörunnar.

screen-shot-2016-11-30-at-15-22-13

Þeir sem nota það vörumerki þurfa til þess leyfi frá Sambandi garðyrkjubænda.

Um þessar mundir stendur yfir innleiðing á gæðakerfi og endurskoðun á reglum um fánaröndina. Í framtíðinni mun Íslenska fánaröndin vera tákn um íslenskan uppruna og að þeir sem merkið nota fylgi fyrirfram mörkuðum gæðaferlum sem teknir eru út af þriðja aðila. Þegar er hafið reynsluverkefni í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna þess.

Samband garðyrkjubænda hvetur og styður félaga sína og aðra til að vanda til verka við merkingar og þiggur gjarnan ábendingar um það sem betur mætti fara í þeim efnum.  Jafnframt væri ánægjulegt að fá upplýsingar um þá sem eru til fyrirmyndar varðandi nákvæmni og gæði í merkingum.

Það er sameiginlegt verkefni framleiðenda, seljenda og kaupenda að standa vel að merkingum og veita nauðsynlegt aðhald til að svo megi verða.  Sambandi garðyrkjubænda er bæði ljúft og skylt að taka  þátt í því.

 

Kennurum kennt um að rústa skólanum

$
0
0

Ingimar Karl Helgason skrifar:

15302320_10211338300472659_1510816382_oÞað hefur verið regla í síðustu samningum að ekkert hafi mátt gera fyrir kennara nema þeir seldu frá sér önnur réttindi. Nú er kennurum stillt upp við nýjan vegg. Til þess að bæta kjör sín eiga kennarar að selja réttindi annarra.

Að sögn Ragn­ars [Þórs Péturssonar] fel­ur samn­ing­ur­inn einnig í sér bók­an­ir um end­ur­skoðun á nú­ver­andi skóla­stefnu, Skóla án aðgrein­ing­ar, sem hef­ur verið nokkuð gagn­rýnd.

segir meðal annars í frétt mbl.is um samninga sem samninganefndir sveitarfélaganna og grunnskólakennara undirrituðu í gær.

Gerum við okkur grein fyrir því hvað er að gerast fyrir framan nefið á okkur. Hér er verið að blanda grundvallarbreytingu á grunnskólunum og tilveru fjölda barna og fjölskyldna þeirra inn í kjarasamning kennara. Á það að ráðast í skammtímasamningi milli kennara og Samtaka sveitarfélaganna hvernig skólastarfi þjóðarinnar verður háttað til framtíðar?

Af hverju erum við stödd á þessum stað? Af hverju er þetta krafa sveitarfélaganna? Hvernig stendur á því að víglínan snýst ekki um að gera leikskólann gjaldfrjálsan og viðurkenna hann í reynd sem fyrsta skólastigið? Hvers vegna er ekki löngu búið að bæta í grunnskólann?

Víglína Halldórs Halldórssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formanns Sambands sveitarfélaganna, er nefnilega annars staðar. Hún er við skóla án aðgreiningar. Þetta skiptir máli.

Ég heyrði í Halldóri á Sprengisandi á Bylgjunni fyrir fáum dögum og áður í morgunþætti í Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum vikum. Í báðum viðtölum fór hann yfir víðan völl. Sumt sagði hann af viti en annað olli mér áhyggjum.

Nú er komið á daginn að þær áhyggjur áttu við rök að styðjast.

Hann talaði nefnilega mikið um skóla án aðgreiningar. Hann virtist leggja sig um að setja málið á dagskrá og ekki aðeins það, heldur einnig breyta ætti um kúrs. Það sem meira er. Það var alveg ljóst á máli hans að hann ætlaði að bera kennarana fyrir sig til þess að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Það gerði hann í báðum þessum viðtölum með því að rifja upp könnun meðal kennara frá 2012. Í Sprengisandsviðtalinu sagði hann að helmingur kennara hefði sagt hvorki né eða verið neikvæðir í garð skóla án aðgreiningar; fjórðungur í hvoru hólfi.

Þarna setti hann á dagskrá að skrúfa fyrir þetta mikilvæga starf, og stillti kennurum upp sem gerendum. Og nú á að fullkomna verkið og láta kennara axla ábyrgðina með því að stilla því upp á móti sanngjörnum og löngu tímabærum kjarabótum.

Ég á þrjú börn í grunnskóla. Úr skólunum heyrir maður enga andstöðu við skóla án aðgreiningar. Þvert á móti styðja þetta allir. Það sem vantar eru sérkennarar, þroskaþjálfar, stuðningsfulltrúar. M.ö.o. úrræðin sem eiga að tryggja að skóli án aðgreiningar virki. Meðan þau skortir þá er álagið á kennarana miklu meira en það ætti að vera. Og þannig á það ekki að vera!

Vera má að einhver hluti kennara sem svaraði könnun fyrir fjórum árum hafi gefist upp gagnvart sveitarfélögunum og hafi aðeins séð lausn í að hætta þessu. Þannig virkar þessi gegndarlausi heilaþvottur um að ekkert sé hægt, af því að það er ekki hægt. Aldrei megi bæta við, aðeins skera niður.

Þetta er sama bullhugsunin og að kenna innflytjendum um undirfjármagnað velferðarkerfi.

Allir hljóta að sjá að þetta er kolvitlaus nálgun. Hér þurfum við virkilega að taka til hendinni, því hugmyndir Halldórs eru í besta falli vafasamar og ásetningur hans er skýr.

Að hverfa frá því er eins og að fara að skipta krökkum aftur í bekki eftir getu, og búa til tossabekki. Setja börn sem kunna að glíma, etv. tímabundið við mótbyr eitthvert annað? Henda þeim út og setja í sérskóla sem ekki eru til. Í stað þess að leggja til fagfólkið, hugmyndirnar og aðferðirnar sem láta þessa miklu framför í skólastarfinu ganga upp. Til gríðarlegra hagsbóta fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Samfélagið allt.

Því miður horfum við upp á það að formaður Sambands sveitarfélaga, sem er mikill áhrifamaður þegar kemur að grunnskólanum, vill færa skólastarfið aftur um áratugi. Hans eina lausn á verkefni sem blasir við – að bæta í rekstur grunnskólanna – er að búa til nýjan og miklu verri vanda. Og ekki bara það. Hann hyggst gera grunnskólakennara ábyrga fyrir sinni fortíðarsýn.

Við verðum að spyrna við áður en hann raunverulega kemst upp úr startholunum.


Að treysta ekki eigin dómgreind á annað fólk

$
0
0

Hvað gerir maður þegar maður dettur ofan í mynstrið að sækja alltaf í sömu manngerðina? Og svo kemur upp úr kafinu að viðkomandi er bæði alki og ofbeldishneigður og það sem meira er, það var augljóst allan tímann án þess að maður kæmi auga á það?

Til þess að finna svarið þarf maður að takast á við fortíðardraugana, leyfa sér að verða reiður, hætta að kenna sjálfum sér um ofbeldið, sættast svo við draugana, lifa með þeim, fyrirgefa sjálfum sér og læra að treysta eigin dómgreind aftur. Hljómar einfalt og er það kannski í rauninni. Það sem er erfiðast er að horfast í augu við sjálfan sig og á nákvæmlega þeim tímapunkti, segja bless við fórnarlambshlutverkið, viðurkenna að maður velur sér samferðamenn í lífinu og að ekki er hægt að kenna öðrum um það. Þrátt fyrir hrottafengna nauðgun á viðkvæmum tímapunkti í lífinu.

Ég er stolt af öllum þessum hetjum sem koma fram undir nafni og skila skömminni eins og það er kallað. Því miður er ég ekki svo hugrökk en það er eitt sem sjaldan er talað um en þarf kannski að tala um líka. Það er að rugla ekki saman því að skila skömminni og að leyfa sér að kenna ofbeldismanninum um allt sem miður fer eftir að ofbeldið á sér stað. Þetta var eitt af því erfiða í mínu tilfelli.

Ég var alltaf að leita að einhverjum til að bjarga mér, einhverjum til að vernda mig fyrir þessum vonda heimi eins og ég sá hann þá. Einhverjum sem átti að taka sársaukann, skömmina, þunglyndið, kvíðann og hræðsluna í burtu og setja inn hamingju og eilífa ást í staðinn.

Bara tveir gallar á þessari nálgun – hamingjan er ekki eitthvað sem önnur manneskja gefur manni, maður verður að finna hana hjá sjálfum sér. Hinn gallinn var sá að ég sótti í manngerðina sem var samskonar manngerð og sá sem nauðgaði mér. Þannig fór af stað vítahringur sem entist í rúman áratug.

Í dag er ég miðaldra amma og hef ekki einu sinni sagt börnunum mínum frá því sem gerðist. Með tímanum lærði ég það að ég – og ég ein – átti alla mína fortíð sjálf og að ég bæri ábyrgð á eigin hamingju og innri ró. Það fólst visst frelsi í þessari „uppgötvun“ þó það væri erfitt. Þá loksins leyfði ég mér að „heyra“ þessi orð aftur, öllum þessum árum seinna: „ég finn þig, drep þig og búta þig niður í plastpoka ef þú segir einhvern tíma frá þessu“. Þetta sagði nauðgarinn eftir að hann hafði svívirt mig á allan mögulegan hátt þannig að úr blæddi í nokkrar vikur á eftir, haldið þéttingsfast um hálsinn á meðan og horfst í augu við mig á meðan ég náði ekki andanum.

Nokkrum árum seinna horfði ég í augun á öðrum ofbeldismanni á meðan hann herti að hálsinum á mér, þáverandi eiginmanni sem var mikill drykkjumaður. Það er eitt að hlusta á svo til ókunnugan mann hóta sér lífláti á meðan hann lokaði fyrir öndunarveginn. Það er allt annað og verra að horfast í augu við mann sem maður treysti fyrir fimm mínútum síðan og sjá hreina og tæra morðlöngun í augnaráðinu. Skelfingin sem heltekur mann í svona vonlausum aðstæðum, þar sem líkamlegur styrkur er það sem skilur á milli, er svo lamandi og hræðileg að það er erfitt að finna lýsingarorð. Það brotnar eitthvað innra með manni við þessháttar upplifun.

Áður en ég hitti fyrrverandi hafði ég verið að hitta svipaðar manngerðir og hann. Lokaða, afbrýðisama og stjórnsama menn sem vildu breyta mér á einhvern hátt. Fyrir þá sem þekkja ekki merkin þá er afbrýðisemi og stjórnsemi ásamt þessari kröfu um persónuleikabreytingar stærstu og augljósustu merkin um að þú sért líklega að fara inn í ofbeldissamband.

Gallinn var bara sá að ég sá þá ekki þannig. Þeir virkuðu sterkir, sjálfsöruggir, harðir og svolítið alfa á mig. Það er ekkert að því að vera sterkur og sjálfsöruggur karakter eða jafnvel að vera svolítið alfa. En það sem ég sá sem styrk og hörku var ekkert annað en innantómur hroki, vissa um eigið ágæti og hamslaus sjálfsást.

Á yfirborðinu var ég sterka og sjálfstæða konan en undir niðri fannst mér ég verða að finna þessa manngerð vegna þess að ég hélt að þannig maður gæti bjargað mér og verndað mig á einhvern hátt. Þvílíkur barnaskapur. Svo þegar hlutirnir gengu ekki upp passaði ég mig vel á því að horfast ekki í augu við það að ég leitaði í þessar týpur.

Eftir að ég hafði sloppið frá mínum fyrrverandi og gat farið að hugsa málið í rólegheitum sá ég að það var eitthvað sem ég var sjálf að gera. Nei, ofbeldið var ekki mér að kenna. En makavalið var mín eigin ákvörðun og einskis annars. Ákvörðunin var byggð á skakkri heimsmynd sem ég hafði þróað með mér vegna þess að ég bað engan um hjálp eftir nauðgunina.

Stígamót voru ný samtök þá en mér fannst það bara fyrir veiklundaða einstaklinga. Ég sé núna að ég var sú veiklundaða. Ég var föst í fórnarlambshlutverkinu og var föst í því að láta alla aðra en sjálfa mig bjarga mér og taka ábyrgð á öllu því slæma sem hafði hent mig í lífinu. Lífið virkar bara ekki svoleiðis.

Það sem hjálpaði mér að komast í gegnum þetta var að skilja ofbeldismennina. Það gerði ég með því að lesa bókina „Why does he do that“ eftir mann að nafni Lundy Bancroft. Ég hafði séð og heyrt konur í kringum mig tala um þessa bók og ákvað að lesa hana sjálf. Sú bók kenndi mér muninn á sjálfstrausti og hroka, á persónustyrk og sjálfsást og síðast en ekki síst kenndi kom hún mér í það hugarástand að sjá loksins muninn á afbrýðisemi/stjórnsemi og heilbrigðri, dramalausri ást. Svo þegar ég hitti núverandi eiginmann skildi ég þennan mun í praxís. Þessi sama bók kom mér líka í skilning um að svona menn hætta ekki ofbeldinu nema með mjög sérhæfðri og langvarandi meðferð. Og jafnvel þá er ekki víst að þeir hætti. Þannig að líkurnar á því að ofbeldismenn sjái ljósið sjálfir og hætti ofbeldinu eru hverfandi. Það má vera að þeir breyti eitthvað taktíkinni með árunum en ofbeldishneigðin sjálf verður alltaf þarna. Þannig mönnum er einfaldlega ekki hægt að treysta þrátt fyrir stór og tárvot loforð um annað. Og traust er ein undirstaðan í góðum ástarsamböndum eins og flestir vita.

Enn eitt sem bókin kenndi mér var að aðskilja alkóhólisma frá ofbeldishneigð. Alkóhólismi veldur ekki ofbeldishneigð. Oft fylgist þetta að en það er ekkert orsakasamhengi þarna á milli samt. Ofbeldismenn nota stundum alkóhólisma sem afsökun eða skýringu. Það sem kom mér samt mest á óvart var að einstaklingar sem beita maka og börn ofbeldi eru mjög skipulagðir og hafa fullkomna stjórn á aðstæðum á meðan ofbeldið stendur yfir. Allt tal um stjórnlausa reiði og að „sjá rautt“ á ekki við um þessa tegund ofbeldismanna. Þetta er ein stærsta blekkingin sem er búið að sannfæra okkur um. Þó ég sé að tala um „ofbeldismenn“ þá er ég að tala um bæði kynin.

Konur beita sína nánustu líka ofbeldi hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Að beita aðra manneskju ofbeldi í krafti aflsmunar er alveg jafn fyrirlitlegt hvort sem það er karlmaður að beita konu ofbeldi eða kona að beita barn ofbeldi.

Með tímanum hefur allt þetta kennt mér að treysta eigin dómgreind aftur. Forsendurnar fyrir því að læra þá lexíu voru að viðurkenna að ég var komin út í ákveðið mynstur þar sem ég sótti í þessa týpu af mönnum, að taka ábyrgð á eigin lífi og hamingju en einnig að læra að skilja sjálfa mig og minn fyrrverandi. Sá skilningur varð svo til þess að þegar ég hætti mér aftur út í annað ástarsamband, þá þurfti ég að aðskilja tilfinningar og rökhugsun, horfa hlutlægt á hegðun og gjörðir núverandi eiginmanns (ekki orð hans) og meta þannig hvort hann væri sama týpan og ég hafði áður sótt í.

Það er nefnilega alveg hægt að stjórna tilfinningum sínum á þennan hátt og í tilfelli okkar sem erum föst í þessu mynstri er það lífsnauðsynlegt.

Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir samvinnuþýðum lögbrjótum

$
0
0

Utanríkisráðuneytið auglýsir á vef Ríkiskaupa eftir samvinnuþýðum fjölmiðlum og jafnframt lögbrjótum til þess að fjalla um þróunarmál í eitt ár. Í fjölmiðlalögum segir:
: 42. gr. Kostun hljóð- og myndefnis. 
Heimilt er fjölmiðlaveitu að afla kostunar við gerð og kaup hljóð- og myndmiðlunarefnis, svo framarlega sem kostandi hefur ekki áhrif á innihald, efnistök eða tímasetningu kostaðs efnis og raskar ekki ábyrgð og ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðlaveitunnar.
Óheimilt er að kosta fréttaútsendingar og fréttatengt efni.

Í ljósi fjölmiðlalaga má segja að auglýsing Utanríkisráðuneytisins sé í hæsta máta undarleg.

 

screen-shot-2016-11-30-at-15-55-14

Brúnegg – fullt hús matar!

$
0
0

Ingimar Karl Helgason skrifar:

Fjárfestingafélag Kristins Gylfa Jónssonar greiddi engan tekjuskatt í fyrra, þrátt fyrir að hafa skilað hátt í 100 milljóna króna hagnaði og greitt út arð til eiganda síns.

Brúnegg hafa orðið uppvís að því sem framkvæmdastjóri Bónuss hefur kallað vörusvik. Að selja egg sem vistvæna framleiðslu án þess að uppfylla þær kröfur sem slík merking gerir ráð fyrir. Fyrir þessi egg hefur fólk greitt 40% hærra verð en ella. Þetta hefur komið fram í umfjöllun Kastsljóssins, auk þess að fyrirtækið hefði lítt brugðist við ábendingum og athugasemdum Matvælastofnunar um aðbúnað varphæna.

Um arð og engan tekjuskatt má lesa úr ársreikningi Geysis – Fjárfestingafélags, en þetta félag heldur utan um eignarhlut Kristins Gylfa í Brúneggjum og raunar fleiri félögum.

Í reikningnum kemur fram að hagnaður af rekstri félagsins, sem er til kominn af fjármunatekjum og tekjum af eignarhlutum í öðrum félögum hafi numið 97,3 milljónum króna í fyrra.

Ríflegur arður en enginn skattur

Fram kemur í reikningnum að stjórn leggi til að arður verði greiddur út eigenda „allt að því er lög leyfa“. Eigandinn er einn. Kristinn Gylfi Jónsson.

Þrátt fyrir þennan mikla hagnað greiddi félagið engan tekjuskatt. „Ónýtt skattalegt tap nýtist til frádráttar hagnaði næstu tíu ára eftir að það myndast,“ segir í reikningnum. Samkvæmt honum á félagið inni tæpar tólf milljónir króna í þetta yfirfæranlega skattalega tap. Ekki kemur fram í reikningnum hvenær þetta skattalega tap varð til. Ekki kemur heldur fram hvort félagið hafi greitt tekjuskatt undanfarin ár.

En fram kom í frétt mbl.is í í gær að frá árinu 2010 hefðu Brúnegg hagnast um 219 milljónir króna.

Verklausir þingmenn fá 2,2 milljónir

$
0
0

Ingimar Karl Helgason skrifar:

Þeir sem kjörnir voru á Alþingi í seinustu kosningum frá tvenn mánaðarlaun greidd núna um mánaðamótin. Hver þingmaður fær þannig ríflega 2,2 milljónir króna, enda þótt þing hafi ekki enn komið saman.

Karl Magnús Kristjánsson aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis sem sér um rekstur, segir að þeir sem kjörnir voru á þing í lok október fái bæði greidd laun frá 30. október, fyrir þann rétt rúma mánuð sem nú er liðinn frá kosningum, og jafnframt laun fyrir desember.

Hann bendir á lög um þingfararkaup Alþingismanna og þingfararkostnað. Þar segir í fyrstu grein að kaupið greiðst frá fyrsta degi eftir kjördag. Einnig að kaupið greiðist fyrirfram, fyrsta hvers mánaðar. Þannig fái þingmenn tvo mánuði greidda um þessi mánaðamót.

Kjararáð ákvað á kjördag að strípað þingfararkaup skyldi nema ríflega 1,1 milljón króna á mánuði. Sú ákvörðun hefur valdið mikilli ólgu í samfélaginu, og til að mynda haft mikil og neikvæð áhrif á kennarastéttina og starfið í grunnskólunum, enda er um að ræða töluvert mikla hækkun í einu skrefi.

Þeir sem voru kjörnir í fyrsta sinn nú í haust fá tvo mánuði heila, en þeir sem áttu sæti þar fyrir fá hærri laun fyrir desember. Að auki bætist við eftirágreidd hækkunin frá fyrri launum sem Kjararáð ákvað á kjördag.

Þorsteinn Magnússon, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis á stjórnsýsluhliðinni, staðfestir við blaðamann að engin formleg starfsemi hafi verið í þinginu af hálfu þingmanna frá kosningum; hvorki þingfundir né nefndarfundir. „Eftir kosningar þarf þing að vera sett,“ segir Þorsteinn. Eins og alþjóð veit hefur Alþingi ekki komið saman frá kosningum, enda þótt ýmsir hafi kallað eftir því. Til að mynda hafa ekki enn verið lögð fram fjárlög næsta árs. Ýmsir þingmenn hafa raunar tekið þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, og ef til vill sinnt einhverjum öðrum þáttum þingstarfa líkt og nýliðanámskeiðs auk þess sem nokkrir eru ráðherrar. Það á þó tæplega við um alla.

Þannig kvartaði Brynjar Níelsson undan því við DV á dögunum að þing hefði ekki verið sett. Hann væri sjálfur búinn að snúa sólarhringnum á haus og læsi bækur eða glápti á myndir fram á nótt. „Þetta er ekki gott, þannig að ég vil komast í vinnu, takk,“ hafði DV eftir Brynjari.

Nú hefur verið ákveðið að kalla saman þing 6. desember.

Skiltakarlarnir fagna starfslokum Steinþórs Pálssonar

$
0
0

Skiltakarlarnir bjóða til fagnaðarstundar við Landsbankann í Austurstræti í hádeginu í dag fimmtudaginn 1. desember. Bankastjóri Landsbankans Steinþór Pálsson hefur loksins vikið úr starfi eftir mjög gagnrýnar skýrslur frá Bankasýslu ríkisins og Ríkisendurskoðun.

Spillingunni hefur verið greitt þungt högg og er nú von að það sé ólíklegra en áður að þau vinnubrögð verði tekin upp aftur að selja eignir almennings bak við luktar dyr bankastjórans.

Kennarar berjast nú við að fá nokkrar prósentur í launahækkun en þarna er talið að milljarðar hafi glatast sem hefðu mátt nota til að hækka laun kennara um tugi prósenta í fjölmörg ár, slíkt er tjónið og samfélagið líður fyrir, þar sem síst má.

Boðið verður uppá piparkökur og jólaöl. Vonumst til að sjá sem flesta til að líta við og fagna með okkur.

Skiltakarlarnir

Um Skiltakarlana:

Skiltakarlarnir er aðgerðarhópur tveggja eldri karla yfir sextugt sem hafa áhyggjur af landsflótta barna og barnabarna og fengu nóg af facebook og fóru útá götu með skiltin og settu þau á umferðareyjur og víðar. Skiltakarlarnir hafa starfað síðan 2009.

Skiltakarlarnir stóðu fyrir mótmælunum við Landsbankann vegna Borgunarmálsins í janúar sem varð til þess að Bankasýslan hóf rannsókn á sölu Landsbankans á eignasafni bankans. Skýrsla Bankasýslunnar var mjög gagnrýnin á afgreiðslu Steinþórs Pálssonar á sölu eigna bankans.

Skiltakarlarnir stóðu einnig fyrir mótmælunum 4/4 með Jæja hópnum. Þessi mótmæli urðu þau stærstu í sögunni og ollu m.a. falli Forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar en krafan var kosningar strax.

Skiltakarlarnir hafa ítrekað mótmælt þjófnaði úr eignasafni Landsbankans og gagnrýnt stöðu Fjármálaráðherra í því ferli.

(Sjá nánar Skiltakarlarnir á facebook.)

Viewing all 8283 articles
Browse latest View live