Júlíus Blómkvist Friðriksson skrifar:
![2015-02-09-21-17-46-576x1024]()
Í síðustu grein stiklaði ég frekar á stóru yfir mína reynslu með geðsjúkdóminn sem geðhvörf er. Rétt eins og einhverfa hefur svokallað einhverfuróf þá hafa geðhvörf sitt róf.
Upprunalega hélt ég að það væri bara ein „geðhvarfasýki“, en ekki að í rauninni væru nokkrar gerðir.
![Lesa bók]()
Geðhvörf 1 (Bipolar I) Líklega eitt þekktasta form geðhvarfasýki. Felur í sér tímabil þar sem skapið sveiflast upp í geðhæð (maníu) eða ofan í geðlægð (þunglyndi)
Geðhvörf 2 (Bipolar II) Mildari geðhæðir, sem felur í sér léttari hýpómanískum lotum sem breytast yfir í alvarleg þunglyndistímabil.
Hypomanía: Hypomanía er ekki eins alvarleg og djúpsteikingin sem hrein maníulota er. Hypomanískir einstaklingar geta virst viðkunnanlegir, fullir af þrótti og verulega virkir. Þó svo að rosaleg gleði hljómi ekkert sérstaklega ógnandi eða hættuleg þá getur þetta ástand stigmagnast og leitt til áhættusamra ákvarðana og ferð yfir í maníu.
Ekki annað tilgreint (Not otherwise specified): Einkenni allt of óljós til þess að hægt sé að staðfesta greiningu.
Cyclothymia: Krónískt, milt form af geðhvörfum sem einkennist af hýpómanískum og þunglyndislotum sem vara í allavega tvö ár.
Blandaðar lotur (Mixed Episodes) Þegar að manía og þunglyndi gerir vart við sig á sama tíma. Viðkomandi gæti upplifað sig algerlega vonlausan og þunglyndan, en samt fundið til orku til þess að koma sér út í eitthvað áhættusamt.
Hrað-sveiflur (Rapid-cycling) Aðili með geðhvarfasýki sem upplifir fjórar eða fleiri maníu- og/eða þunglyndis ári innan eins árs.
Þessi listi er frekar léttur og ég bætti við ensku nöfnunum svo væri auðvelt að gúggla þau upp á frekari lesningu.
Manía
Í þessum pistli vil ég fara sérstaklega yfir jákvæðu þætti geðhvarfa þannig að til þess að gera það verð ég að segja frá því dásemdareitri sem manía er.
Manía hefur nokkra einkennandi þætti svo sem …
- Maður hefur það á tilfinningunni að maður eigi eftir að springa úr ánægju, fullnægð, geðhæð, viðkvæmni fyrir áreiti og jafnvel styttra í reiði.
- Hvatvís, áhættusöm hegðun sem getur innifalið að kaupa mikið af dóti og vera gjörsamlega sama um afleiðingarnar, svo sem tómt kreditkort og síðast en ekki síst kynferðisleg ævintýragirni.
- Aukin orka og hraður talandi.
- Svífandi, jafnvel mikilfenglegar hugmyndir sem eiga sér litla ef einhverja stoð í raunveruleikanum.
- Minni svefnþörf (LANA meira, sofa minna. Í grófum dráttum þá duga allt í einu 3 klukkutímar í stað hefðbunda 8.
- Erfiðleikar með einbeitingu; hugurinn á fullu, hugmyndir óskipulagðar.
Útblásið sjálfsálit.
- Ranghugmyndir og ofskynjanir þegar ástandið er orðið virkilega alvarlegt.
Til þess að halda fótunum svona nokkurn veginn á jörðinni þá hef ég lesið mér til eins mikið og ég get vegna þess að ég hef ekki hugmynd um hvar „ég“ byrja og „sýkin“ endar. Þetta er eilífðartogstreita með andlegan tékklista yfir atriði eins og daglega spurningin. „Er ég að bregðast of hart/veikt við?“ við erum eitt, skrýtni heilinn minn og ég.
![Question_mark_(3534516458)]()
Mér hefur t.d. liðið eins og ég sé almáttugur og alvitur, ódauðlegur, ósnertanlegur og svo fullur af orku að mér fannst ég geta hlaupið mörg maraþon, vakið heilu dagana á meðan heilinn einfaldlega var í algerri yfirvinnu að viðhalda raunveruleikanum, sama í hvaða formi hann mótaðist í hverju sinni.
Að elska af áfergju, að horfa á eftir kvenfólki breytast í bráð, ég verð ljón að elta gasellur; bíðandi átekta, pælandi í viðbragðsstöðu til þess að taka stökkið. Ástin brennir, metnaðurinn gleypir, hugmyndirnar algerar og eilífar.
Ég hef því alltaf haldið fast í að vera eftir bestu getu heiðarlegur og trúr minni konu hverju sinni. Það er nauðsynlegt vegna þess að ofvirk kynorka og lostafengnar hugsanir eru einmitt fylgifiskur maníunnar og geðhvarfasýki yfirhöfuð. Öll þessi ákefð vissulega hefur áhrif á matarlyst og kaloríuþörf. 3000–6000 kaloríur á dag er mér ekkert óeðlilegt í hypo- eða manískum sveiflum.
Fyrst þegar ég upplifði það sem kallast hypersexuality, ofvirkt mojo þá fannst mér ég vera einfaldlega ógeðslegur, leið illa og hélt mig frá kvenfólki vegna þess að hugsanir um kynlíf, káf og alls kyns snertingu flöktaði fyrir augum mér eins og strobe-ljós, meðan Du Riechst So Gut með Rammstein þrumaði í huga mér.
Með tímanum tókst mér að lifa betur með þessu, tileinka mér visst form af stóískri ró sem hjálpaði mikið til. Við erum hins vegar ekki öll svo heppin að geta leiðbeint hvötunum á viðeigandi slóðir.
Þessar sveiflur milli andstæðna hefur það í för með sér að við erum líklegri til þess að ánetjast fíkniefnum af einhverju tagi. Hvort sem það eru sígarettur, áfengi, gras, hass, ecstacy … Sömuleiðis erum við líklegri með að halda framhjá vegna sveiflna í kynhvötum.
![evil_eye_by_luckylexi16-d53sra8]()
Þrátt fyrir þetta get ég tekið kómískt viðhorf til þessa og grínast með það á þann hátt að ég gæti t.d. borað gat í múrsteinsveggi með sveiflandi standpínunni einni saman. Hvernig myndi ég lýsa því annars í samhengi daglegs amsturs, svona til þess að ganga úr skugga um að þetta sé ekki einhver annars flokks 50 Shades of Grey eftirhermu? Hmmm …
Dæmi um kynferðislega örvaðan hypomanískan dag:
06:40 – Vakna „Hmmm djöfull er ég eitthvað hress og mig langar hreinlega rosalega í drátt einmitt núna. Okei *anda rólega*.
07:20 – Skelli mér í sturtu og fæ mér að borða. „Shiiiitt þessi standpína er ekkert að fara að hverfa bráðlega. Djöfull væri pínlegt ef það endar á því að ég þurfi að teipa hann niður.”
08:00 dagurinn hefst og það skiptir ekki hreinlega máli hvert ég er að fara eða hvað ég er að gera. Kynferðislegar hugsanir elta mig liðlangan daginn. Búðin, skólinn, vinna og sífelldur gátlisti sem þarf að merkja við hina og þessa þætti.
„Vááá, djöfull er þessi með falleg augu, rosalegur rass og brjóst og þessari, þessi er helvíti áhugaverð hmm. ..”, “Ókei, nei þessi er í sambandi, þessi er gift, ein er lesbísk og ein aðeins í eldri kantinum. Shit þessi er 20 árum eldri en ég.”
Svo koma pælingar eins og varðandi konu sem ég hef bara séð rétt einu sinni og ég er farinn út í gönur að plana utanlandsferð, framtíðina, börn og íbúðarkaup. Hvernig mig langaði bara til þess að fara með henni til Kanada, leigja mótelherbergi góða kvöldstund, nostra við hana og nudda með bestu nuddolíum, horfa á góða mynd undir ljúfum undirtón rauðra kertaljósa …
Svo átta ég mig á því hvað á sér stað og ákveð því hreinlega að segja bara „Hæ! eða Halló!” og geng svo mína leið. Því þrátt fyrir að vera svolítið geggjaður þá virkar kjaftæðisradarinn og sjálfsgagnrýnin álíka vel og hjá óþjáðum, hversu heppnir þeir kunna að vera!
Heimildir:http://www.dualdiagnosis.org/bipolar-disorder-and-addiction/ sótt 28.2.15
http://www.everydayhealth.com/bipolar-disorder/bipolar-disorder-and-sex.aspx
Sótt 28.2.15
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_people_with_bipolar_disorder sótt 28.2.15
http://www.nimh.nih.gov/health/publications/bipolar-disorder-in-adults/index.shtml?rf= sótt 28.2.15