Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Smáhýsahreyfingin

$
0
0

Í Bandaríkjunum hefur risið upp hreyfing fólks sem kýs að búa í afar litlum húsum. Margir gerast svo djarfir að byggja sjálfir slík hús og má finna fjölmörg samfélög á vefnum þar sem fólk skiptist á ráðum við smíðar og útfærslur smáheimila. Ástæðurnar fyrir því að fólk velur þennan lífsstíl eru margvíslegar.

CHRIS PARKER/THISWEEK

CHRIS PARKER/THISWEEK

Sumir vilja einfaldlega minnka við sig og losa sig við óþarfar veraldlegar eigur sínar. Aðrir hafa gert þetta af sparnaðar- og fjárhagsástæðum og vilja nýta peningana sína í annað en steinsteypu. Mörg dæmi eru um það að fólk kaupi sér hús og leigi þau út og reisi sér smáhýsi á lóðinni þar sem það býr sjálft þar til að það hefur efni á að flytja inn í fasteignina.

Hús byggt og hannað af Melissu og Christopher Tack. Smellið á myndina til að skoða vefsíðuna þeirra sem er með frábærum upplýsingum um smáhús.

Hús byggt og hannað af Melissu og Christopher Tack.
Smellið á myndina til að skoða vefsíðuna þeirra sem er með frábærum upplýsingum um smáhús.

Enn aðrir kjósa að búa svona af umhverfissjónarmiðum og svo eru þeir sem kjósa að lifa fábrotnara lífi og upplifa einhvers konar afturhvarf til náttúrunnar.

Taka ber fram að reglugerðir í Bandaríkjunum eru rýmri en á Íslandi hvað íbúðarhúsnæði snertir en það eru hugsanlega leiðir færar fyrir þá sem gætu hugsað sér smáhýsalífsstílinn hér á landi.

Ofurlítið bárujárnshús. Smellið á mynd til að skoða það nánar.

Ofurlítið bárujárnshús. Smellið á mynd til að skoða það nánar.

En hversu lítil eru þessi litlu hús?

Á vefsíðunni Thetinylife.com þar sem fræðast má um smáhýsahreyfinguna er talað um að smáhýsin séu gjarnan af stærðinni 10–40 fermetrar. Til samanburðar er algengt að blokkaríbúðir á Íslandi séu í kringum 60–120 fermetrar.

Ef þú lítur í kringum þig og skoðar heimilið þitt, þarftu þá virkilega allt þetta pláss? Gætirðu komist af með minna af húsgögnum og minna af drasli? Samkvæmt byggingarreglugerð má byggja allt að 15fm hús án byggingarleyfis.

Í nýjustu byggingarreglugerð frá 2012  segir um smáhýsi á lóð (grein nr. 2.3.5 liður g).

g. Smáhýsi á lóð.

Smáhýsi til geymslu garðáhalda o.þ.h. á lóð utan byggingarreits þegar eftirfarandi kröfur eru uppfylltar, enda sé slík bygging ekki óheimil samkvæmt gildandi deiliskipulagi:

1. Flatarmál smáhýsis er að hámarki 15 m².

2. Fjarlægð milli smáhýsa innbyrðis og frá glugga eða hurð húss, svo og frá útvegg timburhúss er a.m.k. 3,0 m.

3. Veggur smáhýsis sem snýr að lóðarmörkum og er nær lóðarmörkum en 3,0 m er glugga og hurðalaus.

4. Mesta hæð útveggja eða þaks á smáhýsi er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.

5. Smáhýsi er án allra vatnslagna, raflagna og hitunar.

6. Ef smáhýsi er nær lóðarmörkum en 3,0 m skal liggja fyrir skriflegt samþykki lóðarhafa þeirrar nágrannalóðar og skal það lagt fram hjá byggingarfulltrúa.“

Hér er tæplega 15 fermetra hús hannað af sænska arkitektinum Jonas Wagell. Smellið á mynd til að skoa húsið nánar.

Hér er tæplega 15 fermetra hús hannað af sænska arkitektinum Jonas Wagell. Smellið á mynd til að skoða húsið nánar.

Nú spyrjum við, mætti fólk búa í smáhúsum eins og þessum sem lýst er í byggingarreglugerðinni? Enginn bannar fólki að gista í tjöldum eða hjólhýsum ef það kýs svo. Í reglugerðinni er ekkert tekið fram um að það megi ekki einangra húsin. Liður g.5 flækir málin reyndar svolítið en hugsanlega má fara framhjá honum með útsjónarsemi án þess að gerast lögbrjótur.

„Smáhýsi er án allra vatnslagna, raflagna og hitunar.“

Mætti koma fyrir utanáliggjandi vatnskúti sem safnar t.d. rigningarvatni?  Myndi það flokkast sem vatnslögn?

Væri hugsanlegt að maður kæmist upp með að hita smáhýsið með kamínu eða gasi? Er í lið g.5 aðeins átt við að ekki megi hita með rafmagni eða tengjast hitaveitu?

1306291428

Ákvæðið um rafmagnsleysið er svolítið skrýtið ef hugsað er til þess að svona hús eru kannski oftast byggð utan höfuðborgarinnar þar sem ljósmengun er lítil og jafnvel svartamyrkur. Er ekki beinlínis hættulegt að athafna sig í smáhýsi í svartamyrkri ef það grípur mann löngun til að sækja eitthvað í húsið að næturlagi? Hvernig bregðast tryggingarfélög við slíkum slysum?

Líklegt er að ákvæðið um rafmagnsleysið sé til komið vegna brunahættu en útgönguleið í smáhýsi er sökum smæðar þess aldrei langt undan.

Ef maður kysi að búa í slíku húsi, má að kvöldlagi lýsa húsakynnin með gaslömpum, kertum eða lýsislömpum? Mætti maður vera með utanáliggjandi rafstöð til að geta hlaðið símann og tölvuna?

charleston-tiny-house-01-600x400

Í Bandaríkjunum byggja margir svona smáhýsi á hjólum og geta þá flutt á milli hreppa ef sá gállinn er á þeim. Það er æsandi möguleiki fyrir þá sem sem eru haldnir flökkueðli eða geta starfs síns vegna búið hvar sem er.

Ljósmynd af The Daily

Ljósmynd af The Daily

 

Hér verður þó ekki fjallað um reglugerðir um húsbyggingar á hjólum en í „reglugerð um breytingar um byggingarreglugerð nr.177/1992, með síðari breytingum“ stendur í 2. grein:

„Ekki mega hjólhýsi, tjaldvagnar eða hliðstæðar vistarverur standa lengur á sömu lóð en einn mánuð án sérstaks stöðuleyfis byggingarnefndar. Á lögbýlum getur byggingarnefnd veitt leyfi fyrir eitt hjólhýsi í allt að eitt ár í senn. Byggingarnefnd getur í sérstökum tilfellum, t.d. vegna byggingarframkvæmda á lóð, veitt tímabundið leyfi fyrir hjólhýsi enda verði það fjarlægt þegar byggingarframkvæmdum er lokið. Áður en byggingarnefnd veitir leyfi fyrir hjólhýsi skal sýnt fram á hvernig aflað verði vatns og frárennslismál leyst, sbr. ákvæði heilbrigðisreglugerðar og mengunarvarnareglugerðar.“

Það eru engar reglugerðir til um hjólhýsi þegar búið er að taka þau af ökutækjaskrá en margir Bandaríkjamenn hafa gert sér mat úr grindum hjólhýsa við byggingu smáhýsa sinna. Hvaða augum það yrði litið á Íslandi skal ósagt látið. Það er hægt að kaupa lítil tilbúin hús á Íslandi til dæmis hjá Kofar og hús en svo er bara um að gera að láta hendur standa fram úr ermum og reisa sér litla höll alveg eftir eigin höfði.

Hér er ríflega klukkustundar löng heimildarmynd um fólk sem hefur kosið að hugsa stórt en búa smátt.

Ljósmynd efst í grein eftir Jay Shafer af síðunni tumbleweedhouses.com þar sem finna má endalausan fróðleik um smáhúsalífið.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283