Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Tíu uppáhaldsbíómyndirnar mínar 2013

$
0
0

10. World War Z
Þessi epíski uppvakninga thriller var mjög skemmtilegur og spennandi. Brad Pitt var extra svalur í henni og ég elska góðar uppvakninga myndir. Flottar brellur og gervi.
IMDB: 7.1

9. Star Trek: Into Darkness
Þessi skemmtilega Star Trek mynd var rosalega góð. Benedict Cumberbatch lék Khan sem er núna einn uppáhalds „vondi kallinn“ minn, mjög skemmtileg, þótt þú sért ekki mikið fyrir Star Trek.
IMDB: 7.9

8. The Place Beyond The Pines
Svöl mynd með Ryan Gosling, Bradley Cooper og Evu Mendes. Mynd sem mun koma þér á óvart. Virkilega flott flétta.
IMDB: 7.4

7. Rush
Geðveikt flott mynd eftir Ron Howard sem er um tvo formúlu 1 kappaksturs menn sem eru ólíkir og keppa um heimsmeistaratitilinn. Sannsöguleg mynd um líf tveggja kappakstursmanna og leið þeirra að heimsmeistaratitlinum í F1 sem gerði þá að goðsögnum.
IMDB: 8.3

6. Captain Phillips
Fór á þessa með pabba, var að búast við svona “meh, fín mynd“ en hún var svo miklu meira en það. Kom skemmtilega á óvart og er virkilega svakaleg mynd sem er byggð á sönnum atburðum. Tom Hanks í sínu besta formi.
IMDB: 8.1

5. The Hobbit: Desolation Of Smaug
Sagan skemmtilega með öllum okkar uppáhalds persónum.  Bilbo, Gandálfur, Legolas og dvergarnir halda áfram til Erebor til að ná heimalandinu sínu aftur. Enn betri en fyrri myndin um Hobbitann að mínu mati.
IMDB: 8.3

4. Prisoners
Þessi mynd var eins og langur og rosalega spennandi löggu þáttur með Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal. Ég var titrandi úr spennu allan tímann. Engan veginn hægt að sjá fyrir hvernig hún myndi enda og einhvern veginn fann maður sjálfan sig í öllum persónum og hvernig þau tókust á við aðstæður. Hversu langt ertu tilbúinn að ganga fyrir barnið þitt?!
IMDB: 8.1

3. The Secret Life Of Walter Mitty
Frábær „feel good“ mynd með Ben Stiller í aðal hlutverki. Ísland leikur stórt hlutverk enda notað sem tökustaður ekki bara fyrir þau atriði sem eiga að gerast á Íslandi  heldur einnig fyrir þau atriði sem eiga að gerast á  Grænlandi og í Afganistan.  Nokkrir íslenskir leikarar í myndinni sem gera hana enn skemmtilegri eins og Gunnar Helgason, Þórhallur Sigurðsson, og Ólafur Darri í frábæru hlutverki og gerir það snilldarlega.
IMDB: 7.7

2. The Wolf Of Wall Street
Þegar ég fór á þessa bjóst ég við góðri mynd enda Scorsese að leikstýra en þessi var alveg geðveikt góð. Leonardo DiCaprio og Jonah Hill
voru í aðalhlutverki í þessari skemmtilegu mynd sem sýnir hvernig græðgin og fíknefni geta eyðilagt líf þitt.
IMDB: 8.8

1. Gravity
Rosaleg mynd með Söndru Bullock og George Clooney. Myndin er flott, falleg og frábær tónlist. Minni á að Íslendingurinn Daði Einarsson var að vinna í þessari snilldar mynd. Spái því að hún muni raka að sér styttum á Óskarnum í mars.
IMDB: 8.4

Hér eru nokkrar góðar en náðu ekki á topp 10 listann:
Great Gatsby. (IMDB: 7.3)
Elysium. (IMDB: 6.7)
Mud. (IMDB: 7.5)

Næsti listi sem ég geri verður yfir 10 verstu myndir ársins að mínu mati. Gleðilegt bíómynda ár 2014


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283