Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Grænmetissúpa með mexíkósku ívafi

$
0
0

Mér þykir fátt betra á köldum vetrardögum en að elda mér rjúkandi súpu sem yljar kroppinn og gleður bragðlaukana. Það er svo ósköp gott, þegar maður loksins kemur inn úr snjó og frosti, að skella hráefnum í pott og leyfa þeim að malla á meðan maður klæðir sig í mjúka sokka og kveikir á kertum, setjast svo upp í sófa, vefja um sig teppi og njóta súpunnar fyrir framan sjónvarpið.

Þessi súpa er æðisleg. Hún er næringarrík, bragðgóð og rífur dálítið í. Fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir krydduðum mat er ekkert mál að nota nýrnabaunir í vatni í staðinn fyrir chilibaunirnar.

 Hráefni

  • 1 stór kartafla
  • 1 gulur laukur
  • 4 tómatar
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1 dós af nýrnabaunum í chilisósu – ég notaði þessar 
  • 1 krukka af tómatsúpu frá Himnesk
  • 1 bolli maísbaunir – ég nota lífrænar, frosnar baunir
  • 4 bollar af vatni
  • 1 grænmetisteningur
  • 1 tsk. af kryddblöndunni „bezt á flest“
  • 1 tsk. salt
  • 1/2 tsk. cumin

Aðferð
1. Skerið kartöflurnar og tómatana niður smátt, saxið laukinn og rífið hvítlaukinn.

2. Setjið í pott ásamt vatninu og leyfið því að mýkjast í nokkrar mínútur.

3. Bætið tómatsúpunni, chili baununum, grænmetiskraftinum og kryddnum út í og leyfið súpunni að malla í sirka korter.

4. Þegar korter er liðið bætið maísbaununum útí og sjóðið í 5 mínútur.

Ég mæli með því að bera súpuna fram með nachos-flögum. Ég nota þessar frá Way better snacks.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283