Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Fjöruverðlaunin 2015

$
0
0

Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna – verða afhent í níunda sinn miðvikudaginn 21. janúar í Höfða. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent eftir að borgarstjórinn í Reykjavík, sem er bókmenntaborg UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og tekur hann til máls við verðlaunaafhendinguna.

Fjöruverðlaunin eru veitt árlega fyrir bækur í þremur flokkum: fagurbókmenntum, fræðibókum og ritum almenns eðlis og barna- og unglingabókmenntum. Tilgangur Fjöruverðlaunanna er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða.

Eftirfarandi höfundar og bækur eru tilnefndar:

Fagurbókmenntir
Englaryk Guðrún Eva Mínervudóttir
Lóaboratoríum Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett Elísabet Jökulsdóttir

Fræðibækur og rit almenns eðlis
Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson
Kjaftað um kynlíf Sigga Dögg
Ofbeldi á heimili – Með augum barna Ritstjóri Guðrún Kristinsdóttir

Barna- og unglingabókmenntir
Á puttanum með pabba Kolbrún Anna Björnsdóttir og Vala Þórsdóttir
Hafnfirðingabrandarinn Bryndís Björgvinsdóttir
Vinur minn vindurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283