Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Eddan frumsýnd í Gamla bíói á sunnudag

$
0
0

Eddan er ný leiksýning sem byggir á handriti eftir Eddu Björgvinsdóttur og Björk Jakobsdóttur.

Verkið fjallar um leikkonu á besta aldri að nafni Edda Björgvinsdóttir. Leikkonan er boðuð í viðtal í vinsælan spjallþátt til að ræða um feril sinn og slá á létta strengi.

211B7512

Stjórnandi þáttarins, Gunnar Hansson, og aðstoðarmaður hans, Bergþór Pálsson, átta sig þó fljótlega á að leikkonan hefur aðrar hugmyndir um þáttinn en þeir. Lengi getur vont versnað og sjaldan hefur það átt betur við en einmitt núna.

Sýningin er sett á svið í Gamla bíói þaðan sem flestir Reykvíkingar eiga góðar minningar. Salurinn hefur verið endurnýjaður á glæsilegan hátt og það er Eddunni mikill heiður að fá að vera fyrsta sýningin sem sett er upp í þessu nýja leikhúsi borgarinnar.

miðasala er á midi.is og í miðasölu Gamla bíó.

Frumsýningin er 1. febrúar eins og áður sagði. Næstu sýningar eru 4., 13., 14. og 19. febrúar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283