Ég nota uppáhalds kanilsnúðauppskrift okkar systra í þessa fallegu stjörnu (norskir kanilsnúðar). Ég hef einnig séð þessa sjörnu gerða með Nutella í staðinn fyrir smjörið og kanilsykurinn. Það er pottþétt ekki verra
Ath: leiðbeiningar með myndum neðst í færslunni.
Kanilsnúðastjarna
75 gr kalt smjör
3 dl mjólk
1 egg
37,5 gr ferskt ger (3,5 tsk eða 11 gr þurrger)
1 dl sykur
1/4 tsk salt
1/2 tsk kardimommukrydd
1/2 kg kornax hveiti
1 slegið egg til að pensla með
kanilsykur
2 msk bráðið smjör
Öllum þurrefnum blandað saman. Smjörið mulið saman við. Eggið slegin í sundur og blandað saman við mjólkina. Gerið leyst upp í eggjamjólkurblöndunni (eða þurrgerið ef því er að skipta, það mætti líka setja þurrgerið beint út í hveitiblönduna og blanda ásamt hinum þurrefnunum) og henni svo hrært saman við þurrefnin. Hnoðað vel (í höndum eða í hrærivél). Látið lyfta sér í ca. klst.
Skiptið deginu í 4 jafna hluta. Fletjið út 1/4 af deginu þar til það er temmilega þunnt. stráið smá hveiti á degið og snúið því við, fletjið aftur aðeins út. Leggið matardisk á hvolfi á degið og skerið út hring. Færið hringinn á bökunnarpappír. Penslið hringinn með smjöri og stráið kanilsykri yfir.
Endurtakið með næstu tvo fjórðunga af deginu, staflið deginu með smjöri og kanilsykri á milli.
Fletjið síðasta fjórðunginn út líkt og hina og skerið út síðasta hringinn og leggið ofan á hina. Á þetta lag á ekki að setja kanilsykur eða smjör.
Leggið glas eða eitthvað hringlaga á miðjuna á staflanum. Skerið frá glasi og út að enda, þannig að deigið deilist niður í fjórðunga. Skerið hvern fjórðung í helming og hverjn 1/8 í helming (sést vel á myndunum).
Takið lengju í sitthvora hendi og snúið útávið einusinni. Endurtakið við hinar lengjurnar, alls 8 sinnum.
Klemmið saman lengjurnar sem snúnar voru á sama tíma með því að snúa aðeins betur uppá þær þannig að þær leggist lárétt saman.
Látið stjörnuna hefa sig í 30 min. undir viskastykki.
Kveikið á ofninum á 180°
Penslið stjörnuna með eggi og bakið í 20 – 25 min. eða þar til stjarnan er fallega gullinbrún.
Það er eitthvað af deigi sem er afgangs og er tilvalið að búa til nokkra kanilsnúða úr þeim.
Deigið er flatt út í ferhyrning og kanilsykri stráð yfir (magn er smekksatriði og svo rúllað upp og skorið í bita. Látið lyfta sér aftur í ca. hálftíma. Bakað við 180 gr. þar til gullinbrúnir.
Skiptið deginu í 4 jafna hluta. Fletjið út 1/4 af deginu þar til það er temmilega þunnt.
Stráið smá hveiti á degið og snúið því við, fletjið aftur aðeins út.
Leggið matardisk á hvolfi á degið og skerið út hring.
Færið hringinn á bökunnarpappír. Penslið hringinn með smjöri og stráið kanilsykri yfir.
Endurtakið með næstu tvo fjórðunga af deginu, staflið deginu með smjöri og kanilsykri á milli.
Feltjið síðasta fjórðunginn út líkt og hina og skerið út síðasta hringinn og leggið ofan á hina. Á þennan er ekki sett kanilsykur eða smjör.
Leggið glas eða eitthvað hirnglaga á miðjuna á staflanum.
Skerið frá glasi og út að enda þannig að deginu er deilt niður í fjórðunga.
Skerið hvern fjórðung í helming og hvern 1/8 í helming (sést vel á myndunum).
Takið lengju í sitthvora hendi og snúið útávið einusinni.
Gerið þetta 8 sinnum.
Klemmið saman lengjurnar sem snúnar voru á sama tímameð því að snúa aðeins betur uppá þær þannig að þær leggist lárétt saman.
Bakið