Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Af hverju eru skattaparadísir vandamál?

$
0
0

Í tilefni frétta RÚV um að fjármálaráðherra hyggist leggja fram frumvarp þar sem refsileysi vegna brota á skattalögum er heitið þeim sem vantelja tekjur í skattaskjólum er rétt að rifja upp hvers vegna Adam er lengi í paradís, þegar kemur að paradísum tengdum skattaundandrætti.

Raunveruleg samfélagsábyrgð fyrirtækja og fólks er að taka þátt í samrekstri þjóðfélagsins sem það kýs að búa í og njóta þjónustu frá.

1. Skattaparadísir aðstoða ríkt fólk við að fela peninga sem annars færu til að greiða fyrir skóla, sjúkrahús, vegi og aðra opinbera þjónustu.

Sviss er ekki aðeins stærsta fjármálamiðstöð í heimi heldur stærsta skattaparadís í heimi í skjóli laga frá 1934 um bankaleynd sem ýmsir telja að nasistar hafi nýtt sér til að koma undan stríðsránsfeng sínum.

2. Skattaparadísir neyða fátækt fólk til að greiða skatta fyrir ríkt fólk.

Alþjóðleg fyrirtæki beita „transfer pricing“ til að færa til gróða útibúa sinna milli landa með það að markmiði að endanlegur skattalegur hagnaður endi í landi með enga eða mjög lága skattprósentu.

3. Skattaparadísir hjálpa glæpamönnum að fela illa fenginn gróða sinn.

Ponziflétta Bernie Madoffs sem talið er að hafi valdið yfir 18 milljarða dollara tapi fjárfesta hefði ekki náð þessu umfangi ef ekki væri fyrir skattaparadísir.

4. Skattaparadísir aðstoða einræðisherra og þeirra klan við að stela afrakstri náttúruauðlinda þróunarlanda.

Sonur einræðisherra Afríku–Gineu, Teodoro Nquema Obiang, hafði stolið og komið undan meira en 100 milljónum dollara frá heimalandi sínu með aðstoð skattaparadísa.

5. Skattaparadísir leyfa bönkum og fyrirtækjum að sniðganga lög og reglur um fjármálamarkaði.

Dublin er  töfrandi borg „léttleikandi reglugerða“ sem laðar að sér fjármuni hvaðanæva að og beinir þeim inn í skuggagötur bankakerfisins.

6. Skattaparadísir spilla mörkuðum, fela innherjaviðskipti og styðja stórfengleg skattaundanskot alþjóðafyrirtækja.

Stórkostleg spilling sem olli hruni Enrons og þurrkaði þar með út lifibrauð og sparnað hundruða manna hefði ekki getað gerst án skattaparadísa.

7. Skattaparadísir skapa heim leyndardóms, refsileysis og valds hinna ríku.

Örríkið og skattaparadísin Liechtenstein komst í fréttir 2008, fyrir að varðveita mikla fjármuni hundruða spilltra skattsvikara.

8. Skattaparadísir breikka bilið milli ríkra og fátækra.

Kannið hvers vegna bilið milli ríkra og fátækra í Bandaríkjunum er meira en í öðrum þróuðum ríkjum.

9. Skattaparadísir skrifa lög í leyni sem hafa áhrif á alla.

Finnið út hvers vegna Delaware „Fyrsta ríkið“ er besti staðurinn í heiminum til að komast hjá skatti. Við Norður-appelsínugötu nr. 1209 stendur hús þar sem í eru skráð yfir 200 þúsund þekkt fyrirtæki, þ.m.t. Coca Cola og Google. Þetta eru „skúffufyrirtæki“ með enga starfsemi og engar eignir og þar með undanþegin skatti. Þau eru hins vegar notuð sem milliliður fyrir færslur og viðskipti, svo að fyrirtækin komist hjá að gera grein fyrir upphæðum og þannig skattgreiðslum þeim tengdum.

10. Skattaparadísir hafa skaðandi áhrif á traust til lýðræðis.

Dýrar fasteignir í City of London eru í eigu aflandsfélaga í skattaparadísum.

Þýtt úr grein sem í heild sinni má lesa hér þar sem fram koma nánari lýsingar á vandanum og lausnum þeim tengdum.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283