Kostuð kynning
Það er mikilvægt að hugsa vel um húðina vegna allra þeirra efna sem hún kemst í nálægð við. Á hverjum degi nota fjölskyldur mikið af sápu- og þvottaefnum og börn eru sérlega viðkvæm fyrir áreiti af völdum sterkra ilmefna. Þriðja hvert barn á það á hættu að þróa með sér ofnæmi. Margir einstaklingar eru ofnæmissæknir en aðrir þróa með sér ofnæmi vegna daglegrar snertingar við ilmefni þar sem þeir dvelja eða vinna daglega í óhollu húsnæði eða í menguðu umhverfi sem brýtur niður eigið varnarkerfi húðarinnar.
Húðvörur og hreinsiefni á heimilum
Húðin gegnir mörgum hlutverkum en eitt hið mikilvægasta er að vernda okkur gegn ytra áreiti. Það er því mikilvægt að við verndum húðina svo að hún geti verndað okkur. Veljir þú þvottaduft, húðkrem, sápur og aðrar vörur sem innihalda ekki ilmefni þá getur þú dregið verulega úr hættunni á að barnið eða aðrir fjölskyldumeðlimir þrói með sér ofnæmi.
Ilmvatn og ilmefni eru ekki einungis sett í snyrtivörur heldur einnig í hreinsivörur, þvottaefni og matvæli. Ilmefni eru ýmist unnin úr plöntum eða framleidd efnafræðilega og eru þróuð úr 10-300 mismunandi ilmefnum. Þrátt fyrir að ilmefnin séu unnið úr plöntum getur það verið jafn ofnæmisvaldandi og kemískt framleiddu ilmefnin.
Börn og viðkvæm húð
Allar vörur Neutral eru algerlega án ilmefna og ónauðsynlegra aukefna. Barnalínan er sérstaklega mild til þess að vernda litla kroppa fyrir áreiti sem valdið gæti ofnæmi eða viðkvæmri húð. Fötin og rúmfötin liggja upp við húð þeirra allan sólarhringinn og þess vegna er svo mikilvægt að þau innihaldi engin ilmefni eða önnur óæskileg aukefni. Oft kvarta börn undan óþægindum í húðinni þegar skipt er um þvottaefni á heimilinu. Fylgist vel með húð barnanna ykkar og veljið efni sem valda minnstu áreiti.
Láttu ilmvatnið njóta sín
Neutral er ekki bara þvottaefni, heldur heil fjölskylda af húðumhirðuvörum sem eru allt frá sturtusápu og handsápu til líkamskrems, hárþvottavara og svitalyktareyða. Auk þess býður Neutral upp á andlitslínu sem samanstendur af rakakremi, hreinsiklútum, hreinsifroðu og andlitsvatni. Þetta eru húðvörur sem henta öllum húðgerðum, ódýrar og skaðlausar í notkun.
Það er líka um að gera að nota ilmefnalausar húðumhirðuvörur til þess að ilmvatnið sem maður velur sér þann daginn fái að njóta sín í friði og truflist ekki af ilmum af sjampó, svitalyktareyði, mýkingarefni, húðkremi og öðrum húð- og hárvörum.
Svansmerktar vörur
Allar húðumhirðuvörur Neutral eru án parabena, ilmefna, litarefna og alkóhóls. Svanurinn er bæði vottun
um minnstu mögulegu umhverfisáhrif innan vöruflokksins sem og gæði vörunnar og merkingin Svanurinn þýðir að varan sé jafngóð eða betri en aðrar vörur í flokknum.
Neutral eru mildar og mýkjandi vörur sem þróaðar eru í samstarfi við dönsku astma- og ofnæmissamtökin til að tryggja það að Neutral séu vörur sem þú getur treyst.
Hvaða þvottaefni notar þú?
Neutral þvottaduft er nýlega orðið enn umhverfisvænna en áður vegna þess að okkar markmið er að gera hreinlætisvörur eins umhverfisvænar og hægt er án þess að slaka á þeim ströngu kröfum sem við gerum um gæði og ofnæmisprófanir. Þess vegna er búið að þjappa þvottaduftinu saman svo að nú þarf 25% minna magn af þvottaefni í hverja vél en þú færð samt sömu góðu þvottavirknina og áður. Með því að þjappa duftinu meira saman var hægt að minnka umbúðirnar og þar með draga úr orkunotkun í bæði framleiðslu- og flutningsferlinu ásamt því að draga úr úrgangi. Með því að nota minna magn af þvottaefni minnkum við umhverfismengun sem og kolefnisspor Íslendinga.
Tökum ábyrgð – verum umhverfisvæn
Neutral Compact þvottaduftin eru merkt norræna Svansmerkinu til staðfestingar þess að þau uppfylli kröfur yfirvalda um umhverfisvænar vörur. Allt þvottaefni frá Neutral inniheldur ensím sem lyfta blettum frá efninu og gera það að verkum að þvotturinn verður hreinn við lægra hitastig en ella.
Þvottur við lægra hitastig fer mun betur með fatnaðinn og svo sparast við það orka og hefur það jákvæð áhrif á umhverfið okkar. Við leitumst stöðugt við að búa til betri vöru sem fólk getur notað án þess að hafa áhyggjur af því að skaða umhverfið eða auka hættu á ofnæmi í fjölskyldunni.