Dagskrá 17. júní 2015 í Reykjavík
Kl. 10:00
Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík
Kl.10:15
Guðsþjónusta í Dómkirkjunni
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, predikar, sr. Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari
Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, einsöngvari er Hildigunnur Einarsdóttir
Kl. 11:10
Athöfn á Austurvelli
Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og Forsætisráðuneytisins
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur Yfir voru ættarlandi. Stjórnandi er Hörður Áskelsson
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur þjóðsönginn
Hátíðarræða forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Gradualekór Langholtskirkju syngur Hver á sér fegra föðurland. Stjórnandi er Jón Stefánsson
Ávarp fjallkonunnar
Lúðrasveit verkalýðsins leikur Ég vil elska mitt land. Stjórnandi er Kári Húnfjörð Einarsson
Kl 11:50
Skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu
Forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur
Lúðrasveit verkalýðsins leikur
Kl. 12:15-16:00
Akstur fornbíla og sýningar
Hópakstur Fornbílaklúbbsins og sýning við Hörpu
Hópakstur Krúsers og sýning á Skothúsvegi. Krúserbandið leikur kl. 15
Kl. 13:00
Skrúðgöngur
Skátar leiða skrúðgöngu frá Hlemmi niður Laugaveg. Lúðrasveit Reykjavíkur og Kampen Janitsjarorkester leika og Götuleikhúsið tekur þátt.
Skátar leiða skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur
Kl. 13:00-18:00
Hljómskálagarður
Skátarnir í Reykjavík verða með hátíðardagskrá í Hljómskálagarði þar sem þeir setja upp Skátaland með leiktækjum, hoppukastala, klifurvegg og veitingasölu til styrktar skátastarfi í Reykjavík. Ókeypis er í leiktækin í garðinum. Barna og fjölskyldudagskrá á sviði, íþróttasýningar og fjölskyldudansleikur
Kl. 13:30
Barna- og fjölskylduskemmtun á Arnarhóli
13:30 Söngvaborg
13:40 Lína langsokkur
14:05 Latibær
14:25 Agla Bríet
14:35 Danslistarskóli JSB
14:40 Dansskóli Birnu Björns
14:45 Dansflokkurinn Rebel
15:10 Hrafnhildur og Beata
15:15 Reykjavíkurrokkarar Kramhússins
15:20 Dans Brynju Péturs
15:25 Dansstúdíó World Class
15:40 Barna og fjölskyldudansleikur með Sunnyside Road
16:20 Gunni og Felix
16:45 María Ólafsdóttir
Sigga Beinteins, María Björk, Lóa ókurteisa, Subbi sjóræningi og Masi frá Söngvaborg kynna dagskrána og Sirkus Íslands sýnir loftfimleika
17:00 Tónleikar
Kl. 13:30
Ráðhúsið
13:30 Lög og ljóð íslenskra kvenna. Hafdís Helga Helgadóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Unnur Birna Björnsdóttir, Pálmi Sigurhjartarson og tríóið Sæbrá flytja. Dagkráin er unnin í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO
14:30 Credo kórinn frá Dallas syngur
15:00 Karlakórinn Esja
15:30 Albert Melkonyan og Tatyana Iskandaryan frá Armeníu leika á Duduku og lesa ljóð
16:00 Tangóævintýrafélagið sýnir og kennir tangó og heldur tangóball
Kl. 13:30-17:00
Sirkustorg á Ingólfstorgi
Sirkus Íslands með götuleikhús og sirkusskóla
Sirkussýningar kl. 14:15, 15:30 og 16:30
Kl. 13:30 og 14:30
Brúðubíllinn í Hallargarði
Brúðuleiksýningin Leikið með liti
Kl. 13:30
Barna- og fjölskylduskemmtun í Hljómskálagarði
13:30 Dan Marques trúður og töframaður
14:10 Tóti trúður
14:30 Mama Lou – Sterkasta kona í heimi
15:00 Barnadansleikur með Fjörkörlum
15:40 Kung fu sýning
16:00 Fimleikasýning frá Ármanni
16:00 Fallhlífastökk
16:15 Aikido sýning
16:35 Skylmingafélag Reykjavíkur
Kl. 13:30
17. júnímót í siglingum
Siglingakeppni hefst frá Ingólfsgarði (á bak við Hörpu). Opið hús hjá Siglingakúbbnum Brokley og bátar til sýnis
Kl. 13:30-17:00
Listhópar Hins Hússins
Götuleikhúsið fer um miðbæinn með sýningu sína Hver á sér fegra föðurland? ásamt blásarasveitinni Ventus Brass
Reginfirra skrifar örsögur og teiknar myndir í frjálsu flæði í Ráðhúsinu kl. 13:30-15:30
Dansgjörningahópurinn Dansráðuneytið sýnir atriðið Sundlaugapartý í pollinum við Ráðhúsið kl. 14-16
Staría frumsemur tónlist við texta Megasar og flytur í Mæðragarðinum kl. 14-16
Póetið semur nýtt ættjarðarljóð með lýðræðislegum hætti í Fógetagarðinum kl. 14-16
Muscycle leika í Hörpu kl. 14 og á Austurvelli kl. 15:30
Náttsól leikur í Hörpu kl. 14:20 og á Austurvelli kl. 16
Unnur Sara og hljómsveit hennar leika á Austurvelli kl. 14:20
Blásarasveitin Ventus Brass leikur í Hörpu kl. 14:40
Bláeygða vofan flytur listræna gjörninginn Svartur og rauður á plani við Vonarstræti á móti Ráðhúsinu kl. 16
Kl. 13:45
Þjóðsöngur í Hörpu
Dagskrá í Eldborgarsal
13:45 Norska lúðrasveitin Kampen Janitsjarorkester
14:00 Þjóðsöngur í Eldborg undir stjórn Garðars Cortes ásamt Óperukórnum í Reykjavík
14:30 Þrjár systur
15:00 Lög íslenskra kvenna
15:30 Hlé
16:00 Sniglabandið
Kl. 14:00-18:00
Hátíð í Hörpu
Smurstöð
14:00 Muscycle
14:20 Náttsól
14:40 Ventus Brass
16:00 Átta sirkuslistamenn henda hluti á lofti
16:20 Dúó Stemma
16:45 Aurora djassband
17:15 Alda Dís
17:30 Skuggamyndir frá Býsans
Norðurbryggja eða Hörputorg
15:00 Dan Marques trúður og töframaður
15:30 Jón Víðis töframaður
15:50 Mama Lou – Sterkasta kona í heimi
Hörpuhorn
15:15 Harpa International Music Academy
15:30 Reykjavík Midsummer Music
16:00 Credo kórinn frá Dallas syngur
Maxímús heilsar börnum og gefur blöðrur í framhúsinu kl. 15 og 16 og á Hörputorgi verður fornbílasýning og fríar Tuk tuk ferðir
Kl. 14:00
Tónleikar á Austurvelli
14:00 Átta sirkuslistamenn henda ýmsa hluti á lofti
14:20 Unnur Sara
14:50 Rampa Sakornrum
15:00 Hinemoa
15:20 Bergmál
15:30 Muscycle
15:50 Saga Matthildur
16:00 Náttsól
16:20 Kristín Sesselja
16:25 Jafnréttisrapp
16:30 Una Stef
16:50 Alan Jones JT/Bruno Mars Show
17:10 Complete Vocal Studio
17:40 Opinn hljóðnemi og lifandi karaoke. Komdu með gítarinn eða upptekinn undirleik og taktu lagið eða syngdu karaoke við undirleik Pálma Sigurhjartarsonar
Kl. 14:00-16:00
Sólskoðun á Austurvelli
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn
Kl. 14:00
Kraftakeppni við Ráðhúsið
Bændaganga í Vonarstræti í keppninni Sterkasti maður Íslands
Kl. 14:00-17:00
Fjöltefli á Útitaflinu
Skákakademía Reykjavíkur stendur fyrir fjöltefli við skákmeistara á Bernhöftstorfu og gestir geta teflt sín á milli
Kl. 16:00
Þjóðhátíðarbænastund í Hallgrímskirkju
Hörður Áskelsson og Sigurður Árni Þórðarson sjá um tónlistar- og íhugunarsamveru í kirkjunni. Börnin velkomin
Kl. 17:00
Tónleikar á Arnarhóli
17:00 Ellen Kristjáns og dætur
17:25 Þórunn Antonía
17:50 Heimilistónar
18:20 Amabadama
18:50 Beebee and the Bluebirds
19:15 Rythmatik
19:35 Kolrassa krókríðandi
20:00 Reykjavíkurdætur
Kl. 17:00
Dansleikur á Ingólfstorgi
Bollywoodhópur Kramhússins sýnir og kennir
Tanya og Zumba Dívurnar frá Heilsuskóla Tanyu dansa
Dansfélagið Komið og dansið býður öllum upp í dans
Kl. 20:00
Harmónikuball í Ráðhúsi
Léttsveit Harmónikufélags Reykjavíkur leikur fyrir dansi
Kl. 22:00
Dagskrárlok
Hátíðarsvæði
Skipulagt hátíðarsvæði er Kvosin þ.á.m. Austurvöllur, Kirkjustræti, Templarasund, Ingólfstorg, Arnarhóll, Tjarnargarður og Reykjavíkurhöfn. Umferð bifreiða er takmörkuð um þessi svæði og torgsala er óheimil án leyfis. Umsjón með dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík hefur þjóðhátíðarnefnd á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur en Hitt Húsið sér um framkvæmdina.
Týnd börn
Upplýsingar um týnd börn í stjórnstöðinni í Hinu Húsinu Pósthússtræti 3-5, sími 411 5500