Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

ESB ríkin samþykkja að taka við 160.000 flóttamönnum

$
0
0

ESB ríkin samþykkja að taka við 160.000 flóttamönnum frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi.

“Getum veitt fyrstu hópunum alþjóðlega vernd mjög fljótlega”

hann

Thomas de Maiziere/Ljósmynd Concordmonitor.com

Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði á blaðamannafundi fyrr í dag að fundur ráðherra ESB landanna, með þátttöku EES ríkjanna, hefði ekki komist að niðurstöðu um hvernig flóttamönnum yrði skipt milli landa, en að tekið yrði á móti a.m.k. 160.000 flóttamönnum frá þeim Evrópuríkjum sem hafa borið mesta þungann, Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi.

Viðræðum um kvótaskiptingu verður fram haldið á næsta leiðtogafundi þann 8. október.

Hverjum flóttamanni mun fylgja 6.000 evru styrkur frá ESB, eða tæplega 900.000 krónur. Danmörk og Bretland hafa þegar lýst því yfir að þau muni ekki taka þátt í verkefninu.

(Huff Post/Guardian greindu frá)


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283