Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Vín og haustuppskera

$
0
0

Nú er kominn sá tími ársins þar sem búðir fyllast af nýuppteknu grænmeti og kjöt af nýslátruðu fyllir kjötborð verslanna. Þá er ekki úr vegi að skoða hvaða og hvernig vín passa þessum árstíma ef svo má að orði komast. Við erum þá fyrst og síðast að horfa til íslenska lambakjötsins í þessari umfjöllun okkar. Innmatur allskonar er vinsæll, þó vissulega mætti gera honum hærra undir höfði á veitingahúsum borgarinnar.

Innmatur getur verið herramannsmatur!

Innmatur getur verið herramannsmatur!


Innmatur og vín

Ef að við tökum fyrir lambahjörtu og lambalifur, eldað á hefðbundinn hátt, hjörtun með lauk og nýjum kartöflum og lifrin léttsteikt með beikoni og sveppum, þá koma hér nokkur vín til greina.

Með lambahjörtum eru chianti classico vín tilvalinn, Cecchi Chianti Classico er gott dæmi um vel gert chianti classico vín og á sérdeilis góðu verði.

Chianti Classico

Checci Chianti Classico

Hægeldaðir lambaskankar
Hægeldaðir lambaskankar eru vinsæll veislumatur nú til dags, og ákaflega vínvænn matur. Þar koma við sögu nýjar kartöflur og haustgrænmeti s.s. eins og gulrætur, rófur og fleira rótargrænmeti. Vín sem passa lambaskönkum eru til dæmis þessi hér að neðan.

Vín frá Bordeaux má nefna sem reyndar eru alltaf frábær matarvín og passa lambi sérstaklega vel. Vín frá Spáni eru einnig frábær valkostur t.d. Rioja og þar er gott val Altos Crianza, sem fengið hefur frábæra dóma.

Altos Crianza

Altos Crianza

 

Vín frá Rhone héraðinu í Frakklandi

perrinccotes de rhone

Perrin Cotes du Rhone Villages

Þar má nefna tvö vín frá Perrin, Perrin Cotes du Rhone Villages og annað nýlega byrjað í vínbúðunum, Perrin Nature Cotes du Rhone. En það vín er lífrænt ræktað sem fleiri og fleiri kjósa sér.

Lífrænt ræktað!

Lífrænt ræktað!

Lambalæri og lambahryggur
Lambalæri og hryggur af nýslátruðu eru auðvitað algjör veislumatur. Margar uppskriftir auðvitað til og jafn ólíkar og þær eru margar. En hér koma nokkur dæmi um vín, eigum við að segja hátíðarvín, sem passa vel með bæði læri og hrygg.
Fyrst nefnum við til sögunnar eitt flott Bordeaux vín, Chateau Pey la Tour.

chateau pey la tour

Chateau Pey la Tour er flott Bordeaux vín

 

Þetta vín er á verulega góðu verði fyrir alvöru Bordeaux vín og hefur fengið mjög góða dóma hérlendis.

Isole e Olena Chianti Classico er vín sem að margir þekkja, og hefur verið hátíðarvín margra lengi. Enda afar vel gert vín, karaktermikið og elegant og 2012 árgangurinn er heldur betur að slá í gegn núna.

Isole+e+Olena+Chianti+Classico+2012

 

Talandi um hátíðarvín, þá kom í hillur Vínbúðanna um daginn Altos Reserva, en Altos Crianza þekkja margir og nú er stóri bróðir mættur, sannkallað hátíðarvín.

Altos Reserva

Altos Reserva


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283