Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Bragðmikill Budweiser Budvar

$
0
0

Borgin Budejovicky er afar falleg borg í suðurhluta Tékklands í um það bil tveggja klukkustunda akstri frá Prag. Fyrir utan mikla náttúrufegurð er borgin þó þekktust fyrir gæðabjórinn Budweiser Budvar.

ceske2

Hinn eini sanni Budweiser Budvar frá Tékklandi er upprunalegi Budweiserinn enda nefndur eftir þessari fallegu borg, Budejovicki.

Budvar 500ml_rosa_bez vrst_cmyk

 

Tékkar eru hvað þekktastir fyrir bjórana sem þeir brugga og Budvarinn er þeirra þekktasti bjór. Hann er enda bruggaður eftir aldagamalli tékkneskri hefð eingöngu úr bestu fáanlegu hráefnum. Humallinn sem þeir nota er hinn frægi Saaz humall frá Zatec, byggið kemur frá Moraviu og vatnið er tekið úr 30 m djúpum ævagömlum brunni og því engu til sparað.

Budvar 033ml_rosaBruggferlið tekur 100 daga hjá þeim til að örugglega sé vandað til verka en eðlilegur tími hjá flestum er er innan við 20 dagar! Budweiser Budvar brugghúsið er eitt af elstu brugghúsum Tékklands og í dag það eina brugghúsið sem er í 100% eigu Tékka. Þeir hafa lengi staðið í stríði við bandaríska bjórrisann Anheuser-Busch sem framleiðir Budweiser bjórinn bandaríska og hefur gengið á ýmsu. Eilíf málaferli út um allan heim en engin niðurstaða endanlega fengist um það hver á nafnið Budweiser. Það er þó öllum ljóst að það er haf og himinn milli þessara tveggja bjóra og getur hver og einn dæmt fyrir sig um gæðin.

Budweiser Budvar bjórinn hefur fengið urmul verðlauna og viðurkenninga út um allan heim fyrir bragðgæði og er talinn af mörgum besti tékkneski bjórinn. Budweiser Budvar hefur um árabil verið lang vinsælasti tékkneski bjórinn á Íslandi og nýlega byrjuðu í vínbúðunum 33 cl dósir sem er kærkomin viðbót við flóruna sem til var.

 

Budvar bít Lofthostel

Budweiser Budvar var einn af aðalstyrktaraðilum Jazzhátíðar Reykjavíkur og hefur tengst hinum ýmsu menningaviðburðum á Íslandi svo og tónlistartengdum viðburðum eins og t.d. Budvar Bít á Loft hostel.

jazz2

Glimmrandi stemmning á Budvar Bít á Loft hostel


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283