Það eru ellefu svínabú á Íslandi sem eitthvað kveður að. Þetta eru þau bú sem halda gyltur og senda meira en 200 grísi á ári til slátrunar. Sumarið 2014 heimsóttu dýralæknar á vegum Matvælastofnunar níu af þessum búum, en eftirlit með þeim virðist hafa verið frekar losaralegt fram að þeim tíma.
„Var þetta einnig liður að samræmingu á eftirliti á svínabúum“ segir í samantekt þeirra sem var gerð 2014 en ekki birt fyrr en nýlega.
Samantektin er afar stuttorð en olli þó talsverðu uppnámi og þótti svínaræktendum að sér vegið. Neytendum er í sjálfsvald sett ef þeir vilja styðja þennan ómyndarbúskap áfram en ljóst er að það er okkar neytenda að setja framleiðendum stólinn fyrir dyrnar og hætta bara að kaupa svínakjöt þar til aðstæður dýranna hafa verið bættar!

Afplánun í ríkisstyrktum básum
Hér er upprifjun á helstu niðurstöðum, orðrétt úr skýrslunni með lítilsháttar styttingum:
Sársaukafullar aðgerðir tíðkast á öllum búum
Öll bú voru með dýralækna til að gelda grísi með staðdeyfingu. Almenn óánægja var meðal rekstraraðila með þessa aðferð og drógu þeir í efa að þetta væri betra en gelding án deyfingar.
Öll bú, nema eitt, halaklippa grísi án deyfingar. Eitt bú var þó hætt að halaklippa gylturnar, einungis geltina um leið og þeir voru geldir. Nokkur bú voru að eyrnamarka án deyfingar.
Níðingsleg þrengsli tíðkast á öllum búum
Ekkert bú uppfyllti kröfur reglugerðar um lágmarksstærð bása. Þrengsti básinn var undir 50 cm og sá víðasti var yfir 70 cm. Mynd sem hér fylgir sýnir vel hvað þetta þýðir fyrir dýrin.
Ekkert bú var með gotstíur sem uppfylltu kröfur þágildandi og nýrrar reglugerðar. Undirburður var lítill sem enginn á öllum búum.
Ekkert bú var með gólftegund í öllum rýmum sem stenst kröfur reglugerðar.
Dýrin eru bundin eða skorðuð á öllum búum. Aðeins fimm bú leyfa einhverja lausagöngu en í mjög takmörkuðum mæli eða við of mikil þrengsli.

Lausaganga? Er þetta brandari?
Öll svínabúin eru með veik dýr
Bógsár á gyltunum var að finna á öllum búum. Tíðni bógsára var frá 15% til 50%.
Sjúkrastíur vantaði á mörg bú og þær sjúkrastíur sem þó voru stóðust ekki kröfur reglugerðar um undirburð og hitagjafa.
Dýrin svelta á sumum svínabúum
Samantekt Mast fjallar ekki um fóðrun dýranna en myndir í skýrslunni sýna að dýrin svelta á a.m.k. einu búi.

Sveltar gylltur
Skýrsluna má lesa í heild hér velferdgyltna2014og við vekjum sérstaka athygli á fosíðumyndinni sem á sannarlega ekkert skylt við þann veruleika sem dýrin búa við á Íslandi.