Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Níu ára strákur safnaði og færði sjúkrahúsinu á Sauðárkróki gjafir!

$
0
0

KLÚBBABLAÐ AKUREYRI - Hilda Jana Gísladóttir fréttakona ogHilda Jana Gísladóttir Framkvæmdar-og sjónvarpsstjóri N4 deildi með okkur skemmtilegri frétt frá Sauðárkróki sem gaman er að birta hér en níu ára strákur á Sauðárkróki, Hákon Snorri Rúnarsson, tók sig til og safnaði fyrir tíu útvarpstækjum sem hann færði sjúkrahúsinu á Sauðárkróki að gjöf.

„Ég fór að safna af því pabbi var á sjúkrahúsinu og það voru ekki til nein góð útvörp, hann prófaði þrjú og þau voru biluð,“ sagði Hákon Snorri aðspurður um hvernig hugmyndin hefði kviknað. „Ég fékk dót hjá ömmu minni, frænku minni og mömmu og hélt tombólu í anddyrinu í Skaffó,“ segir Hákon Snorri, sem seldi hundrað hluti á tombólunni.

María Björk Ingvadóttir talaði við Hákon Snorra, sem útilokar ekki að hefja aðra söfnun. Þetta er einlægt og skemmtilegt viðtal frá sjónvarpsstöðinni N4 og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. N4 eru einnig á Facebook.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283