Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Verkefninu Jól í skókassa hrundið af stað í 12. skipti

$
0
0

Nú í ár verður verkefninu „Jól í skókassa“ hrundið af stað í 12. skiptið en það var fyrst framkvæmt haustið 2004 og er samstarfsverkefni KFUM og KFUK á Íslandi við KFUM í Úkraínu.

 

12009679_952503218138208_6609637892764535064_n
Líkt og undanfarin ár gengur verkefnið út á að fá fólk á öllum aldri til að útbúa og gefa skókassa með jólaglaðningi fyrir fátæk og munaðarlaus börn í Úkraínu. Síðustu ár hafa fjölmargir lagt verkefninu lið og meira en 40 þúsund skókassar með jólagjöfum hafa verið sendir með gámi til Úkraínu.

10917316_783000508421814_5133618126127541697_n

Lokaskiladagur Jól í skókassa 2015 í Reykjavík er laugardagurinn 14.nóvember. Þann dag verður opið hús á Holtavegi 28, þar sem hægt verður að skila inn skókössum. Nú þegar hafa borist fjömargir kassar á skrifstofu KFUM og KFUK við Holtaveg þar sem tekið er á móti kössum alla virka daga.

10931010_783000415088490_6960676891094106411_n

Að jafnaði er lokaskiladagur verkefnisins á landsbyggðinni um viku fyrr en í Reykjavík. Á þeim stöðum þar sem ekki eru tengiliðir og formleg móttaka má koma kössum í afgreiðslu Eimskipa Flytjanda, sem eru dyggir stuðningsaðilar verkefnisins.

Allar upplýsingar um Jól í skókassa má sjá á heimasíðu verkefnisins: www.skokassar.net eða á Facebook „jól í skókassa“.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283