Menningar- og Friðarsamtökin MFÍK halda opinn félagafund um umhverfisvernd og mengunarmál í Hvalfirði í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 þann 26. október. Ragnheiður Þorgrímsdóttir bóndi við Kúludalsá í Hvalfirði og Sigurður Sigurðsson dýralæknir munu ræða umhverfisvakt og mengunarmál í Hvalfirði.
Húsið opnar klukkan 18.30 og boðið verður upp á fjáröflunarmálsverð klukkan 19.00. Málsverðurinn kostar 1500 krónur (matseðill verður auglýstur fljótlega), Léttar veigar verða í boði gegn vægu gjaldi.
Enginn posi er á staðnum.
Erindi þeirra Ragnheiðar og Sigurðar hefjast um klukkan 20.00.
Ragnheiður mun segja frá starfi sínu með Umhverfisvakt Hvalfjarðar. Erindi Ragnheiðar varðar hina svokölluðu uppbyggingu iðjuveranna í Hvalfirði, þjónkun Umhverfisstofnunar við erlenda auðhringi og hvernig umhverfisvöktun er í raun háttað í Hvalfirðinum.
Erindi Sigurðar snýr að áhrifum flúormengunar frá heitu jarðvatni, ösku frá eldgosum og álverum á búfé og fólk. Hann mun einnig sýna myndir af veiku búfé og fólki vegna flúormengunar.
DAGSKRÁ:
18.30: Húsið opnar
19.00: Málsverður
20.00: Erindi Sigurðar og Ragnheiðar
22.00: Formlegum fundi slitið
Matseðillinn verður tilkynntur á Facebook á allra næstu dögum.
Sjón er sögu ríkari!