Risastórt málverk af forsætisráðherra þjóðarinnar verður til sýnis í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins næstu vikur, en verður selt fyrir gott málefni eftir það. Á vef framsóknar segir að verkið sé „í góðri stærð“ og unnið með airbrush tækni af tattoo- og airbrushmeistaranum Ýrr Baldursdóttur, sem áður hefur m.a. málað stóra mynd af Arnari Gauta „fyrir hann sjálfan“.
Ýrr og Gilbert Sigurðsson umboðsmaður hennar vilja að allur ágóði af sölunni renni til Barnaspítala Hringsins og langveikra barna. Lágmarksverð er 300 þúsund krónur.
Nánari upplýsingar um verkið er að finna á vef Framsóknarflokksins.