Sólveig Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur vakti mikla athygli með skrifum sínum þegar hún sagði upp starfi sínu hjá Landspítalanum. Kvennablaðið birti skrif hennar þá og þau má lesa hér: Í dag segi ég upp starfi mínu hjá LSH. Ekki síður vöktu skrif Sólveigar athygli þegar hún kom samstarfskonu sinni til varnar í pistlinum: Landspítalinn: hættulegur staður að vinna á!
Nú bætist Sólveig í hóp þeirra ótalmörgu sem lagt hafa Endurreisn.is rödd sína en undirskriftirnar nálgast nú 82,000.
Hér segir Sólveig:
„Þegar forystumenn stjórnvalda fullyrða að íslenska heilbrigðiskerfið sé á pari við heilbrigðiskerfi í löndunum í kringum okkur þá í besta falli vita þeir ekki betur. Munurinn er átakanlegur. Ég veit það vegna þess að ég er að vinna á Landspítalanum en líka á stærsta sjúkrahúsi Svíþjóðar. Það er ekki bara að mér finnist ég hrökkva áratugi til baka þegar ég kem heim til Íslands að vinna, hvað varðar aðbúnað og tæki og möguleika til meðferða, heldur verð ég líka sorgmædd að finna aukna misskiptingu og að fjárskorturinn í heilbrigðiskerfinu bitnar mest á þeim sem síst skyldi. Á langveikum, öldruðum og öryrkjum. Einmitt hópana sem við eigum að verja og styðja betur heldur en hefur verið gert hingað til. Við verðum að breyta. Við eigum að krefjast endurreisnar íslenska heilbrigðiskerfisins og skrifa undir.“
Skrifum undir hér
Sólveig Kristjansdóttir hjúkrunarfræðingur
Posted by Endurreisum heilbrigðiskerfið on Thursday, 25 February 2016