Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Fluttur í íbúð eftir níu ár á götunni

$
0
0

Hópur Íslendinga í Kaupmannahöfn tók höndum saman og aðstoðaði íslenskan mann á sjötugsaldri sem búið hefur á götunni við að koma sér fyrir í nýrri íbúð. Maðurinn hefur verið á götunni í níu ár og hafði meðal annars misst tengsl við fjölskyldu sina. „Í dag var flutningadagurinn mikli. Þetta gekk ótrúlega auðveldlega fyrir sig,“ skrifar Björg Magnúsdóttir túlkur og íbúi í Kaupmannahöfn, á Facebook fyrr í dag en hún hafði frumkvæði í málinu.

Björg hefur af og til unnið sem túlkur fyrir manninn og á milli þeirra hefur skapast náin vinátta. Viðbrögðin við beiðni um aðstoð létu ekki á sér standa og í dag voru húsgögn og gjafir bornar inn í íbúð mansins.

„Sem aukabónus í þetta frábæra upplifelsi hafa fjölskyldumeðlimir skjólstæðings míns fundið hann vegna þeirra skrifa sem hafa verið í vikunni. Hann er mjög hamingjusamur með það og er tilbúinn til og hlakkar til þess að taka þráðinn upp að nýju,“ skrifar Björg á Facebook.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283