Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Michael Moore og lýðræðið

$
0
0

Heimildamyndagerðarmaðurinn Michael Moore svaraði fyrirspurnum í beinni útsendingu á Facebook seint í gærkvöldi og í nótt. Umræðuefnið var kvikmynd hans, “Where To Invade Next.“ þar sem íslenskir bankamenn koma meðal annars við sögu og er að margra mati ein hans besta mynd. Stiklu má sjá hér:

Víða um Bandaríkin voru skipulagðar samkomur á heimilum þar sem fólk safnaðist saman og horfði á kvikmynd Moore og nutu þess svo að ræða myndina við hann sjálfan en hann bauð upp á beina útsendingu frá heimili sínu tvisvar sinnum um kvöldið í 45 mínútur í senn.

Viðburðurinn var unnin í samstarfi við hreyfinguna www.moveon.org sem vinnur að lýðræðisumbótum í Bandaríkjunum. Hér má sjá Michael Moore sitja fyrir svörum, fyrri hluta og seinna myndbandið má finna á Facebooksíðunni www.facebook.com/moveon


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283