Heyrðu hvenær varð þetta orð heyrðu að löggiltu upphafi allra setninga?
Heyrðu, já, ég hef verið að velta þessu töluvert fyrir mér eftir að hafa rekið mig á þetta bæði í persónulegum samskiptum og í svörum viðmælenda í fréttum fjölmiðla.
Heyrðu, ein kona í fréttum í gær svaraði tveimur spurningum af þremur með því að hefja svarið á heyrðu.
Heyrðu, hvað finnst fólki um þetta?
Heyrðu fyrir mína parta er þetta rosalega hvimleiður ósiður en maður er samt hálf hikandi við að gagnrýna svona ef þetta er bara náttúruleg þróun og maður sjálfur orðin miðaldra nöldrari.
Heyrðu hver vill vera púkalegur?
Heyrðu ég er ekki vanur að vera með leiðindi en það má draga úr þessu.
Heyrðu nema það sé svo að athygli og heyrn sé orðin svo léleg hjá þjóðinni að það sé nauðsynlegt að hefja hverja setningu með brýningu um að sperra eyrun.
Heyrðu, fer fólk sem trúir á Gvöð til dæmis að taka þetta upp í bænum sínum?
„Heyrðu, faðir vor, þú sem ert á himnum…“.
Heyrðu, eða bara í ræðustól þingsins.
„Heyrðu, virðulegur forseti. Vegna orða háttvirts þingmanns..“
Heyrðu, þið pælið aðeins í þessu.
↧
Heyrðu
↧