Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um innköllun á Gestus Pastasauce Classico pastasósu.
Krónan ehf. hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Gestus Pastasauce Classico pastasósu í 500 g krukkum vegna þess að hún getur innihaldið glerbrot.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Gestus.
Vöruheiti: Pastasauce Classico
Strikanúmer: 5701410369576.
Best fyrir: 23.03.2020.
Nettómagn: 500 g.
Framleiðandi: Dagrofa.
Framleiðsluland: Ítalía.
Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík.
Dreifing: Verslanir Krónunnar og Kjarvals um land allt, Nóatún Austurveri.
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
http://reykjavik.is/frettir/innkollun-gestus-pastasauce-classico-pastasosu