Nú geturðu prentað á tré sem er frábært ef þig langar til dæmis að myndskreyta slétta viðarfleti eins og borðplötur eða bara búa til myndverk. Það sem til þarf er bleksprautuprentari og pappír með glansáferð. Yfirborð viðarins þarf að vera hreint og ómeðhöndlað. Best er að nota ljósan við. Veljið myndir sem eru litsterkar og munið að prentarar prenta ekki hvítan lit þannig að það sem er hvítt á upprunalegu myndinni mun verða viðarlitað.
En þessi gaur sýnir ykkur hér hvernig á að gera þetta. Horfið á myndbandið! Stórsniðugt!