Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Yfirvöld á Mallorca lýsa Matteo Salvini persona non grata

$
0
0

Yfirvöld á spænsku eyjunni Mallorca hafa lýst Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, ómerking á eyjunni, eða persona non grata, í viðbragði við ómannúðlegri afstöðu hans til innflytjenda og Róma-fólks.

Tillaga að þessari ályktun var borin fram af fulltrúum vinstriflokkanna Podemos spænska Sósíalistaflokksins og Més per Mallorca, samfylkingar vinstri og grænna flokka á eyjunni. Tillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu.

Talsmaður Podemos, Aurora Ribot, sagði í viðtali við vefmiðilinn Diario di Mallorca, að stefnumótun Salvinis og tal fælu í sér „eimun á afar alvarlegu og ógnvekjandi útlendingahatri og augljósa vanvirðingu í garð mannslífa og mannlegrar reisnar.“

Í sömu ályktun fordæmdu yfirvöld á Mallorca að við sameiginlega stefnumótun Evrópu í málefnum innflytjenda séu mannréttindi ekki tryggð. Þannig sé drukknun förufólks í Miðjarðarhafi enn viðvarandi harmleikur. Evrópsk stjórnvöld beri ábyrgð á að binda endi á hann. Lofsvert starf óháðra samtaka sem unnið hafi að björgunarstörfum á Miðjarðarhafi leysi ekki ekki undan skyldum þau sem bera þær.

Frá því að Salvini tók við embætti fyrr í sumar hefur hann neitað björgunarskipum með flóttafólk innanborðs um höfn á Ítalíu, og neytt þau til að leita ásjár annarra landa. Þá hefur ráðuneyti hans hafið rýmingu Róma-byggða á Ítalíu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283